Skilaboð Jordan Peterson til Justin Trudeau „mesta rétttrúnaðar þjóðarleiðtoga á jörðinni“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2018 15:00 Jordan Peterson fyllti Silfurbergið í Hörpu tvisvar fyrr í þessum mánuði. Hann er einn eftirsóttasti fyrirlesari í heimi um þessar mundir. Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada heimsótti Gullna hofið í Amritsar í Indlandi í febrúar síðastliðnum og tók þar þátt í trúarathöfn að hætti heimamanna. Vísir/Vilhelm/EPA samsett mynd Jordan Peterson segir að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada þurfi að hugsa til enda hvaða afleiðingar inngrip sín sem forsætisráðherra muni hafa fyrir samfélög frumbyggja í Kanada. Hugsanlega gagnist þau aðeins honum sjálfum en engum öðrum. Jordan Peterson, sem er prófessor í sálfræði við University of Toronto, hefur slegið í gegn með bók sinni Tólf lífsreglur – Mótefni við glundroða en hún trónir um þessar mundir á toppi metsölulista víða á Vesturlöndum. Peterson er líka einn eftirsóttasti fyrirlesari í heimi um þessar mundir og fyllti Silfurbergið í Hörpu tvisvar fyrr í þessum mánuði. Í tilefni af heimsókn sinni til Íslands fyrr í þessum mánuði ræddi hann um efni bókar sinnar, Tólf lífsreglur, í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 og Vísi. Stuttu fyrir Íslandsheimsóknina var Peterson með erindi hjá málfundafélaginu Oxford Union hjá Oxford-háskóla en um að ræða elsta félag sinnar tegundar hjá háskólanum en það var sett á laggirnar árið 1823. Upptökur af fundinum birtust á YouTube nú í vikunni. Á fundinum fór Peterson yfir lífsreglurnar, heimspeki sína og sat fyrir svörum um þjóðfélagsmál. Eftir erindið gafst nemendum við Oxford-háskóla tækifæri til að bera fram spurningar. Ein af þeim sem notaði tækifærið var ung kanadísk kona sem spurði: Nú er ég ég kanadísk og við höfum þjóðarleiðtoga sem er eða reynir að minnsta kosti að vera mesti rétttrúnaðar þjóðarleiðtogi (politically correct leader) á jörðinni. Ef þú fengir áheyrn hans í fimm mínútur, hvaða skilaboð hefðir þú handa honum og hvar myndir þú segja að hann væri á villigötum? Peterson tók sér smá pásu til að svara og fór síðan í löngu máli yfir það að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ætti að vera varkár og kannski að hugsa sig tvisvar um áður en hann beitti sér í viðkvæmum málum. Afleiðingarnar gætu aðeins verið góðar fyrir hann sjálfan og engan annan. Peterson vísaði þar til áherslna Trudeau á að laga réttarstöðu kanadískra frumbyggja en eitt helsta baráttumál hans þegar hann náði kjöri árið 2015 var að leiðrétta réttarstöðu og hagsmuni frumbyggjaættbálka. Trudeau sagði að leiðrétting á réttindum frumbyggja í Kanada væri „heilög skylda“. Deilur um hagsmuni frumbyggja í landinu snúast fyrst og fremst um eignarrétt, landsvæði og sjálfsstjórnarhéruð. Mjög skiptar skoðanir eru meðal leiðtoga ólíkra frumbyggjaættbálka í Kanada um hugmyndir Trudeau og hversu miklum árangri þær eru líklegar til að skila. Þá hefur hann líka verið gagnryndur fyrir að tala mikið um vandamálið en gera minna. Peterson sagði á fundinum í Oxford Union að Trudeau ætti að fara varlega. „Ég myndi líklega biðja hann um að íhuga þann möguleika að áherslur hans á ójöfnuð mismunandi ættbálka gætu mögulega haft meiri skaðlegar afleiðingar í för með sér en góðar. Ég skynja að hugmyndin um skaðsemi þessara aðgerða sé ekki einu sinni hugleidd (í Kanada).“ Peterson sagði að Trudeau þyrfti að setja mælistiku á afleiðingar aðgerða sinna og skynja þær til fulls. Róttækar breytingar þyrfti að nálgast af mikilli varkárni því ekki væri ljóst hvaða afleiðingar þær hefðu. Sjá má upptöku af svarinu hér fyrir neðan. Kanada Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. 7. júní 2018 10:15 Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Jordan Peterson segir að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada þurfi að hugsa til enda hvaða afleiðingar inngrip sín sem forsætisráðherra muni hafa fyrir samfélög frumbyggja í Kanada. Hugsanlega gagnist þau aðeins honum sjálfum en engum öðrum. Jordan Peterson, sem er prófessor í sálfræði við University of Toronto, hefur slegið í gegn með bók sinni Tólf lífsreglur – Mótefni við glundroða en hún trónir um þessar mundir á toppi metsölulista víða á Vesturlöndum. Peterson er líka einn eftirsóttasti fyrirlesari í heimi um þessar mundir og fyllti Silfurbergið í Hörpu tvisvar fyrr í þessum mánuði. Í tilefni af heimsókn sinni til Íslands fyrr í þessum mánuði ræddi hann um efni bókar sinnar, Tólf lífsreglur, í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 og Vísi. Stuttu fyrir Íslandsheimsóknina var Peterson með erindi hjá málfundafélaginu Oxford Union hjá Oxford-háskóla en um að ræða elsta félag sinnar tegundar hjá háskólanum en það var sett á laggirnar árið 1823. Upptökur af fundinum birtust á YouTube nú í vikunni. Á fundinum fór Peterson yfir lífsreglurnar, heimspeki sína og sat fyrir svörum um þjóðfélagsmál. Eftir erindið gafst nemendum við Oxford-háskóla tækifæri til að bera fram spurningar. Ein af þeim sem notaði tækifærið var ung kanadísk kona sem spurði: Nú er ég ég kanadísk og við höfum þjóðarleiðtoga sem er eða reynir að minnsta kosti að vera mesti rétttrúnaðar þjóðarleiðtogi (politically correct leader) á jörðinni. Ef þú fengir áheyrn hans í fimm mínútur, hvaða skilaboð hefðir þú handa honum og hvar myndir þú segja að hann væri á villigötum? Peterson tók sér smá pásu til að svara og fór síðan í löngu máli yfir það að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ætti að vera varkár og kannski að hugsa sig tvisvar um áður en hann beitti sér í viðkvæmum málum. Afleiðingarnar gætu aðeins verið góðar fyrir hann sjálfan og engan annan. Peterson vísaði þar til áherslna Trudeau á að laga réttarstöðu kanadískra frumbyggja en eitt helsta baráttumál hans þegar hann náði kjöri árið 2015 var að leiðrétta réttarstöðu og hagsmuni frumbyggjaættbálka. Trudeau sagði að leiðrétting á réttindum frumbyggja í Kanada væri „heilög skylda“. Deilur um hagsmuni frumbyggja í landinu snúast fyrst og fremst um eignarrétt, landsvæði og sjálfsstjórnarhéruð. Mjög skiptar skoðanir eru meðal leiðtoga ólíkra frumbyggjaættbálka í Kanada um hugmyndir Trudeau og hversu miklum árangri þær eru líklegar til að skila. Þá hefur hann líka verið gagnryndur fyrir að tala mikið um vandamálið en gera minna. Peterson sagði á fundinum í Oxford Union að Trudeau ætti að fara varlega. „Ég myndi líklega biðja hann um að íhuga þann möguleika að áherslur hans á ójöfnuð mismunandi ættbálka gætu mögulega haft meiri skaðlegar afleiðingar í för með sér en góðar. Ég skynja að hugmyndin um skaðsemi þessara aðgerða sé ekki einu sinni hugleidd (í Kanada).“ Peterson sagði að Trudeau þyrfti að setja mælistiku á afleiðingar aðgerða sinna og skynja þær til fulls. Róttækar breytingar þyrfti að nálgast af mikilli varkárni því ekki væri ljóst hvaða afleiðingar þær hefðu. Sjá má upptöku af svarinu hér fyrir neðan.
Kanada Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. 7. júní 2018 10:15 Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15
Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. 7. júní 2018 10:15
Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30