Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júní 2018 16:30 Jordan Peterson er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann er einn eftirsóttasti fyrirlesari heims um þessar mundir og var uppselt á báða fyrirlestra hans í Hörpu í vikunni. Vísir/Vilhelm Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. „Lífið er erfitt og þú getur ekki verndað börnin þín. Það sem þú getur gert er að undirbúa þau til að vera sterk, hugrökk og heiðarleg og þrautseig í samskiptum við aðra. Þrautseig manneskja getur staðið andspænis ótta og mætt honum sannfærð um eigin hæfni og getu,“ segir Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann segir að frummarkmið foreldra eigi annars vegar að gera börn sín félagslega hæf í samskiptum við önnur börn og innræta í þau hugrekki þannig að þau geti mætt erfiðleikum og mótlæti í lífinu.Sjálfstæði og persónuleg ábyrgð Í raun má segja að þessi innræting um sjálfstæði og persónulega ábyrgð sé rauði þráðurinn í bók Peterson. Uppeldi barna kemur við sögu í einhverri mynd í langflestum köflum bókarinnar. Ellefti kafli bókarinnar fjallar um 11. lífsregluna en hún snýst um það að ekki megi trufla börn þegar þau renni sér á hjólabretti (Do Not Bother Children When They Are Skateboarding). Í þessum kafla rekur Peterson m.a. hvernig börn þurfi stöðugar áskoranir og verkefni til að prófa sig áfram og þroskast. Þannig þjóni til dæmis leikvellir, sem séu gerðir of öruggir fyrir börn, ekki hlutverki sínu enda nenni börn þá ekkert að leika sér á þeim. Þau þurfi áskoranir. Peterson segir ýmislegt benda til þess að börn á Vesturlöndum nútímans séu ofvernduð. Ástæður þess séu margþættar og flóknar. Fyrr á öldum hafi fólk eignast fleiri börn og uppeldi barna hafi ekki bara verið í verkahring foreldranna heldur einnig eldri systkina. Að ofvernda börn hafi ekki verið valkostur. Peterson segir að foreldrar geti valdið börnum sínum tjóni með því að vernda þau gagnvart hættum og erfiðleikum því þannig öðlist þau ekki sjálfstæði. Börn þurfi fyrst og fremst hvatningu og leiðbeiningar en ekki vernd foreldra sinna. Börn þurfi að kynnast erfiðleikum og mótlæti til að vita hvernig eigi að sigrast á þeim síðar á lífsleiðinni. Rætt var var við Jordan Peterson í Íslandi í dag í kvöld. Nálgast má viðtalið hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. „Lífið er erfitt og þú getur ekki verndað börnin þín. Það sem þú getur gert er að undirbúa þau til að vera sterk, hugrökk og heiðarleg og þrautseig í samskiptum við aðra. Þrautseig manneskja getur staðið andspænis ótta og mætt honum sannfærð um eigin hæfni og getu,“ segir Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann segir að frummarkmið foreldra eigi annars vegar að gera börn sín félagslega hæf í samskiptum við önnur börn og innræta í þau hugrekki þannig að þau geti mætt erfiðleikum og mótlæti í lífinu.Sjálfstæði og persónuleg ábyrgð Í raun má segja að þessi innræting um sjálfstæði og persónulega ábyrgð sé rauði þráðurinn í bók Peterson. Uppeldi barna kemur við sögu í einhverri mynd í langflestum köflum bókarinnar. Ellefti kafli bókarinnar fjallar um 11. lífsregluna en hún snýst um það að ekki megi trufla börn þegar þau renni sér á hjólabretti (Do Not Bother Children When They Are Skateboarding). Í þessum kafla rekur Peterson m.a. hvernig börn þurfi stöðugar áskoranir og verkefni til að prófa sig áfram og þroskast. Þannig þjóni til dæmis leikvellir, sem séu gerðir of öruggir fyrir börn, ekki hlutverki sínu enda nenni börn þá ekkert að leika sér á þeim. Þau þurfi áskoranir. Peterson segir ýmislegt benda til þess að börn á Vesturlöndum nútímans séu ofvernduð. Ástæður þess séu margþættar og flóknar. Fyrr á öldum hafi fólk eignast fleiri börn og uppeldi barna hafi ekki bara verið í verkahring foreldranna heldur einnig eldri systkina. Að ofvernda börn hafi ekki verið valkostur. Peterson segir að foreldrar geti valdið börnum sínum tjóni með því að vernda þau gagnvart hættum og erfiðleikum því þannig öðlist þau ekki sjálfstæði. Börn þurfi fyrst og fremst hvatningu og leiðbeiningar en ekki vernd foreldra sinna. Börn þurfi að kynnast erfiðleikum og mótlæti til að vita hvernig eigi að sigrast á þeim síðar á lífsleiðinni. Rætt var var við Jordan Peterson í Íslandi í dag í kvöld. Nálgast má viðtalið hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15