Landspítali og HÍ ætla að fara yfir skýrslu Karólínska Hersir Aron Ólafsson og Kjartan Kjartansson skrifa 26. júní 2018 20:42 Bæði Landspítalinn og Háskóli Íslands ætla að fara yfir nýja skýrslu Karólínsku stofnunarinnar sænsku um plastbarkamálið svonefnda. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, var einn þeirra sem var talinn hafa gerst sekur um vísindalegt misferli. Tómas gagnrýnir sjálfur niðurstöður rektors Karolinska í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í dag. Engin ný efnisatriði hafi komið fram, honum hafi verið eignaðir hlutir sem hann hafi enga aðkomu átt að og hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að fylgja eftir gögnum sem hann afhenti rannsóknarnefndinni, þvert á gefin loforð. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 um niðurstöður rektors Karólínsku sjúkrahússins vísar Landspítalinn til skýrslu óháðrar nefndar Háskóla Íslands og Landspítala um málið sem kom út í vetur. Þar hafi vísindalegur þáttur málsins verið tekinn fyrir. „Landspítali og Háskóli Íslands munu saman og í sitt hvoru lagi fara yfir þessa nýju skýrslu Karolinska Institutet eins og önnur gögn sem fram hafa komið í þessu erfiða og flókna máli,“ segir í svarinu. Í skýrslu óháðu nefndarinnar var fundið að vinnubrögðum Tómasar. Honum hafi ekki verið heimilt að bæta við tilvísun fyrir Beyene fyrir meðferðina á Karólínska sjúkrahúsinu. Nefndin taldi að ítalski læknirinn hefði blekkt Tómas. Varðandi vísindarannsóknir tengdar ígræðslunni átaldi nefndin Tómas fyrir að hafa ekki aflað leyfa fyrir þeim. Tómas og Landspítalinn hafi ekki fylgt lagareglum um vísindarannsóknir í tengslum við mál Beyene. Tómas var sendur í leyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum í nóvember í kjölfar skýrslu óháðu nefndarinnar. Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Bæði Landspítalinn og Háskóli Íslands ætla að fara yfir nýja skýrslu Karólínsku stofnunarinnar sænsku um plastbarkamálið svonefnda. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, var einn þeirra sem var talinn hafa gerst sekur um vísindalegt misferli. Tómas gagnrýnir sjálfur niðurstöður rektors Karolinska í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í dag. Engin ný efnisatriði hafi komið fram, honum hafi verið eignaðir hlutir sem hann hafi enga aðkomu átt að og hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að fylgja eftir gögnum sem hann afhenti rannsóknarnefndinni, þvert á gefin loforð. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 um niðurstöður rektors Karólínsku sjúkrahússins vísar Landspítalinn til skýrslu óháðrar nefndar Háskóla Íslands og Landspítala um málið sem kom út í vetur. Þar hafi vísindalegur þáttur málsins verið tekinn fyrir. „Landspítali og Háskóli Íslands munu saman og í sitt hvoru lagi fara yfir þessa nýju skýrslu Karolinska Institutet eins og önnur gögn sem fram hafa komið í þessu erfiða og flókna máli,“ segir í svarinu. Í skýrslu óháðu nefndarinnar var fundið að vinnubrögðum Tómasar. Honum hafi ekki verið heimilt að bæta við tilvísun fyrir Beyene fyrir meðferðina á Karólínska sjúkrahúsinu. Nefndin taldi að ítalski læknirinn hefði blekkt Tómas. Varðandi vísindarannsóknir tengdar ígræðslunni átaldi nefndin Tómas fyrir að hafa ekki aflað leyfa fyrir þeim. Tómas og Landspítalinn hafi ekki fylgt lagareglum um vísindarannsóknir í tengslum við mál Beyene. Tómas var sendur í leyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum í nóvember í kjölfar skýrslu óháðu nefndarinnar.
Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira