Veruleg ólga hefur verið meðal stjórnenda Útvarps Sögu, þeirra Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra og Péturs Gunnlaugssonar helstu raddar stöðvarinnar, vegna kveðskapar Séra Davíðs Þórs. Vísurnar eru heldur harkalegar og í einni þeirri er spjótum beint að Útvarpi Sögu.

Í gær var svo efnt sérstaklega til skoðanakönnunar meðal hlustenda og spurt: „Á að reka séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju úr starfi?“ (Í fyrstu útgáfunni var reyndar talað um „sýra Davíð Þór“). Niðurstaðan kann að koma á óvart því tæp 60 prósent hlustenda Útvarps Sögu eru þeirrar skoðunar að ekki beri að reka séra Davíð en tæp 39 prósent telja að grípa eigi til þess. Tæp tvö prósent kjósenda lýstu sig svo hlutlaus gagnvart þessu mikla álitaefni.