Engir venjulegir unglingar sem Southgate kallaði inn í enska hópinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. október 2018 14:30 Jadon Sancho er að spila frábærlega fyrir Dortmund. vísir/getty Gareth Southgate heldur áfram að gefa ungum leikmönnum tækifæri í enska landsliðshópnum en þrír ungir strákar voru kallaðir inn í fyrsta sinn í dag. Southgate valdi þá Jason Sancho, James Maddison og Mason Mount í hópinn sem að mætir Króatíu og Spáni í næstu tveimur leikjum liðsins í Þjóðadeildinni í næstu viku. Enska liðið er að glíma við meiðsli en Southgate er án Dele Alli, Jesse Lingard og Ruben Loftus-Cheek og þá er Fabian Delph einnig frá vegna meiðsla. Það eru því tækifæri fyrir unga menn að sanna sig. Southgate er þó ekki að velja neina pappakassa bara af því að þeir eru ungir. Þessir strákar eru heldur betur að sanna sig með félagsliðum sínum.James Maddison er búinn að skora þrjú mörk fyrir Leicester.vísir/gettyGeggjaður í gulu Jadon Sancho er líklega heitasti bitinn í dag en þessi 18 ára gamli strákur tók skrefið úr akademíu Manchester City til Dortmund fyrir ári síðan og er orðinn fastamaður hjá þýska liðinu í dag sem er á toppnum í þýsku 1 .deildinni. Sancho er búinn að leggja upp fleiri mörk en nokkur annar í efstu fimm deildum Evrópu en hann lagði einmitt upp mark fyrir Dortmund í 3-0 sigri á Mónakó í Meistaradeildinni í gær. Þá var hann heimsmeistari U17 ára með Englandi fyrir ári síðan. Mason Mount er í eigu Chelsea en er á láni hjá Derby eftir að vera á láni hjá Vitesse Arnhem í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann er einn af fjölmörgum Chelsea-mönnum sem eru á láni frá félaginu.Mason Mount var í liði Derby sem sló United út úr deildabikarnum.vísir/gettyEfstur Englendinga Þessi 19 ára gamli miðjumaður fór hamförum með Vitesse í fyrra og byrjar vel með Derby í B-deildinni á Englandi en hann er búinn koma með beinum hætti að 17 mörkum í síðustu 18 leikjum fyrir Vitesse og Derby. Hann varð Evrópumeistari með Englandi U19 ára í fyrra. James Maddison er elstur nýliðanna en hann er 21 árs og spilar með Leicester. Refirnir keyptu hann frá Norwich fyrir 20 milljónir punda í sumar en hann var í liði ársins í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Maddison hefur farið virkilega vel af stað með Leicester og skorað þrjú mörk í fyrstu sjö leikjunum. Þá hefur hann skapað fimmtán færi fyrir liðsfélaga sína í fyrstu sjö umferðunum en enginn Englendingur hefur gert betur í byrjun leiktíðar.Jadon Sancho - more assists than anyone in Europe's Big 5 Leagues this season Mason Mount - directly involved in 17 goals in his last 18 league games James Maddison - created more chances (15) than any Englishman in the PL this seasonhttps://t.co/RYdPEGWIT9#Englandhttps://t.co/EWi0eFwcDh — BBC Sport (@BBCSport) October 4, 2018 Enski boltinn Tengdar fréttir Barkley og Jadon Sancho í enska landsliðshópnum Þrír nýliðar eru í enska landsliðshópnum sem mætir Króatíu og Spáni í Þjóðadeild UEFA. Ross Barkley snýr einnig aftur í enska hópinn. 4. október 2018 13:44 Southgate með enska liðið á HM 2022 Gareth Southgate mun stýra enska landsliðinu fram yfir HM 2022 samkvæmt frétt Sky Sports. Southgate á að hafa komist að munnlegu samkomulagi um nýjan samning. 4. október 2018 11:00 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Sjá meira
Gareth Southgate heldur áfram að gefa ungum leikmönnum tækifæri í enska landsliðshópnum en þrír ungir strákar voru kallaðir inn í fyrsta sinn í dag. Southgate valdi þá Jason Sancho, James Maddison og Mason Mount í hópinn sem að mætir Króatíu og Spáni í næstu tveimur leikjum liðsins í Þjóðadeildinni í næstu viku. Enska liðið er að glíma við meiðsli en Southgate er án Dele Alli, Jesse Lingard og Ruben Loftus-Cheek og þá er Fabian Delph einnig frá vegna meiðsla. Það eru því tækifæri fyrir unga menn að sanna sig. Southgate er þó ekki að velja neina pappakassa bara af því að þeir eru ungir. Þessir strákar eru heldur betur að sanna sig með félagsliðum sínum.James Maddison er búinn að skora þrjú mörk fyrir Leicester.vísir/gettyGeggjaður í gulu Jadon Sancho er líklega heitasti bitinn í dag en þessi 18 ára gamli strákur tók skrefið úr akademíu Manchester City til Dortmund fyrir ári síðan og er orðinn fastamaður hjá þýska liðinu í dag sem er á toppnum í þýsku 1 .deildinni. Sancho er búinn að leggja upp fleiri mörk en nokkur annar í efstu fimm deildum Evrópu en hann lagði einmitt upp mark fyrir Dortmund í 3-0 sigri á Mónakó í Meistaradeildinni í gær. Þá var hann heimsmeistari U17 ára með Englandi fyrir ári síðan. Mason Mount er í eigu Chelsea en er á láni hjá Derby eftir að vera á láni hjá Vitesse Arnhem í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann er einn af fjölmörgum Chelsea-mönnum sem eru á láni frá félaginu.Mason Mount var í liði Derby sem sló United út úr deildabikarnum.vísir/gettyEfstur Englendinga Þessi 19 ára gamli miðjumaður fór hamförum með Vitesse í fyrra og byrjar vel með Derby í B-deildinni á Englandi en hann er búinn koma með beinum hætti að 17 mörkum í síðustu 18 leikjum fyrir Vitesse og Derby. Hann varð Evrópumeistari með Englandi U19 ára í fyrra. James Maddison er elstur nýliðanna en hann er 21 árs og spilar með Leicester. Refirnir keyptu hann frá Norwich fyrir 20 milljónir punda í sumar en hann var í liði ársins í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Maddison hefur farið virkilega vel af stað með Leicester og skorað þrjú mörk í fyrstu sjö leikjunum. Þá hefur hann skapað fimmtán færi fyrir liðsfélaga sína í fyrstu sjö umferðunum en enginn Englendingur hefur gert betur í byrjun leiktíðar.Jadon Sancho - more assists than anyone in Europe's Big 5 Leagues this season Mason Mount - directly involved in 17 goals in his last 18 league games James Maddison - created more chances (15) than any Englishman in the PL this seasonhttps://t.co/RYdPEGWIT9#Englandhttps://t.co/EWi0eFwcDh — BBC Sport (@BBCSport) October 4, 2018
Enski boltinn Tengdar fréttir Barkley og Jadon Sancho í enska landsliðshópnum Þrír nýliðar eru í enska landsliðshópnum sem mætir Króatíu og Spáni í Þjóðadeild UEFA. Ross Barkley snýr einnig aftur í enska hópinn. 4. október 2018 13:44 Southgate með enska liðið á HM 2022 Gareth Southgate mun stýra enska landsliðinu fram yfir HM 2022 samkvæmt frétt Sky Sports. Southgate á að hafa komist að munnlegu samkomulagi um nýjan samning. 4. október 2018 11:00 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Sjá meira
Barkley og Jadon Sancho í enska landsliðshópnum Þrír nýliðar eru í enska landsliðshópnum sem mætir Króatíu og Spáni í Þjóðadeild UEFA. Ross Barkley snýr einnig aftur í enska hópinn. 4. október 2018 13:44
Southgate með enska liðið á HM 2022 Gareth Southgate mun stýra enska landsliðinu fram yfir HM 2022 samkvæmt frétt Sky Sports. Southgate á að hafa komist að munnlegu samkomulagi um nýjan samning. 4. október 2018 11:00
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti