Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2018 21:00 Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. Álit Vegagerðarinnar, sem væntanlegt er í næstu viku, gæti ráðið miklu um hvor leiðin verði ofan á. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta gæti orðið ein stærsta ákvörðunin í vegamálum Vestfirðinga á næstunni; hvort fallið verði frá því að leggja svokallaða Þ-H leið um Teigsskóg en stefnan tekin í staðinn á R-leið með stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar. En það er líka hörð andstaða gegn brúarhugmyndinni,- eins og heyra mátti í fréttum í gær, - frá bændum, sem vilja ekki fá veginn frá brúarsporðinum í gegnum jarðir sínar.Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Annar tónn heyrist úr eina þéttbýli hreppsins, Reykhólum, en brúarleiðin þýddi að Vestfjarðavegur færi um hlaðið á þorpinu, sem gæti skapað ný tækifæri fyrir íbúana þar. „Okkur náttúrlega í þorpinu líst mjög vel á þá hugmynd. En Vegagerðin vill skoða þetta eitthvað nánar,“ segir Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps. Bændurnir á Stað, þau Kristján og Rebekka, segjast tilbúin að nýta allar kæruleiðir gegn brúarleiðinni. En er þá ekki ástæða til að óttast að sömu lætin verði í kringum þá tillögu eins og hina? „Nei, ég held ekki. Það eru engin svæði á náttúruminjaskrá sem verður farið í gegnum með þessari R-leið. En það er með Þ-H leiðina. Ég sé ekki að sömu læti geti orðið. Að minnsta kosti þá eru rökin fyrir því að fara þessa leið, að því er mér finnst allavega, miklu sterkari heldur en hina leiðina,“ segir Ingimar.Kristján Þór Ebenserson og Rebekka Eiríksdóttir, bændur á Stað í Reykhólasveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Oddvitinn tilkynnti okkur það nú bara að það væri bara þannig að minni hagsmunir þyrftu að víkja fyrir þeim meiri og að við værum minni hagsmunirnir,“ segir Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 6,7 milljörðum króna í veg um Gufudalssveit á næstu fjórum árum, en með fyrirvara um að niðurstaða fáist um veglínu. Í hvaða farveg málið fer skýrist betur í næstu viku en þá hyggst Vegagerðin birta mat sitt á því hvað brúarleiðin kostar, í samanburði við Teigsskóg, og hvaða tímaramma hún þyrfti.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.En er oddvitinn bjartsýnn á að unnt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári? „Já, ég er bjartsýnismaður. Ég geri ráð fyrir því að við keyrum bara á þetta og byrjum að framkvæma á næsta ári,“ svarar Ingimar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. Álit Vegagerðarinnar, sem væntanlegt er í næstu viku, gæti ráðið miklu um hvor leiðin verði ofan á. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta gæti orðið ein stærsta ákvörðunin í vegamálum Vestfirðinga á næstunni; hvort fallið verði frá því að leggja svokallaða Þ-H leið um Teigsskóg en stefnan tekin í staðinn á R-leið með stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar. En það er líka hörð andstaða gegn brúarhugmyndinni,- eins og heyra mátti í fréttum í gær, - frá bændum, sem vilja ekki fá veginn frá brúarsporðinum í gegnum jarðir sínar.Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Annar tónn heyrist úr eina þéttbýli hreppsins, Reykhólum, en brúarleiðin þýddi að Vestfjarðavegur færi um hlaðið á þorpinu, sem gæti skapað ný tækifæri fyrir íbúana þar. „Okkur náttúrlega í þorpinu líst mjög vel á þá hugmynd. En Vegagerðin vill skoða þetta eitthvað nánar,“ segir Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps. Bændurnir á Stað, þau Kristján og Rebekka, segjast tilbúin að nýta allar kæruleiðir gegn brúarleiðinni. En er þá ekki ástæða til að óttast að sömu lætin verði í kringum þá tillögu eins og hina? „Nei, ég held ekki. Það eru engin svæði á náttúruminjaskrá sem verður farið í gegnum með þessari R-leið. En það er með Þ-H leiðina. Ég sé ekki að sömu læti geti orðið. Að minnsta kosti þá eru rökin fyrir því að fara þessa leið, að því er mér finnst allavega, miklu sterkari heldur en hina leiðina,“ segir Ingimar.Kristján Þór Ebenserson og Rebekka Eiríksdóttir, bændur á Stað í Reykhólasveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Oddvitinn tilkynnti okkur það nú bara að það væri bara þannig að minni hagsmunir þyrftu að víkja fyrir þeim meiri og að við værum minni hagsmunirnir,“ segir Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 6,7 milljörðum króna í veg um Gufudalssveit á næstu fjórum árum, en með fyrirvara um að niðurstaða fáist um veglínu. Í hvaða farveg málið fer skýrist betur í næstu viku en þá hyggst Vegagerðin birta mat sitt á því hvað brúarleiðin kostar, í samanburði við Teigsskóg, og hvaða tímaramma hún þyrfti.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.En er oddvitinn bjartsýnn á að unnt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári? „Já, ég er bjartsýnismaður. Ég geri ráð fyrir því að við keyrum bara á þetta og byrjum að framkvæma á næsta ári,“ svarar Ingimar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15