Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2017 18:30 Kjartan Gunnarsson á verönd Franska kaffihússins, sem þau Sigríður Snævarr eiga á Rauðasandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Það er óskiljanlegt að Teigsskógur skuli ekki hafa verið tekinn eignarnámi fyrir löngu. Þetta segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi undanfarin átján ár kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. Vegurinn niður á Rauðasand þykir sumum hrikalegur og það kom mörgum á óvart þegar þau Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr keyptu jörð í þessari afskekktu sveit vestur á fjörðum og enn frekar þegar þau stofnuðu þar kaffihús. Þegar spurt er um Teigsskóg stendur ekki á svari. „Ég bara vil fylgja tillögum Vegagerðarinnar,“ segir Kjartan. „Mér finnst það eiginlega óskiljanlegt, miðað við það hvað ég hef sjálfur kynnst, - ég átti land einu sinni nálægt Reykjavík, - það var alveg hiklaust tekið eignarnámi. Það var ekkert verið neitt að velta því fyrir sér að gera það. Og ég hef aldrei skilið það hvernig í ósköpunum stendur á því, - þó að ég sé nú hlynntur einkaeignarétti og réttindum einstaklinganna að öllu leyti, - að það sé látið standa svona hressilega í veginum fyrir eðlilegum og sjálfsögðum samgöngubótum, - mál sem ég tel að hefði átt að leysa fyrir löngu síðan, annaðhvort með eignarnámi eða bara samningum við landeigendur,“ segir Kjartan. Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr á höfuðbólinu Saurbæ á Rauðasandi. Saurbæjarkirkja í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kjartan og Sigríður dvelja mest á sumrin á Rauðasandi með 10 ára syni sínum, Kjartani Gunnsteini, en þau skreppa einnig á vetrum. Spurð hvort Kjartan sé bóndi í sér, fari í vinnugallann og moki skít, svarar Sigríður: „Já, hann er það. Og framkvæmdamaður.“ Fjallað var um mannlíf og náttúru á Rauðasandi í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar var einnig fjallað um sendiherraferil Sigríðar en hún var fyrsta íslenska konan til að gegna embætti sendiherra.Feðgarnir Kjartan og Kjartan Gunnsteinn að leik í sveitinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá ræddu þau Kjartan og Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, um þau vináttubönd sem þau hafa bundist í gegnum baráttu við krabbamein, en þau glíma bæði við mergæxli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Tengdar fréttir Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Það er óskiljanlegt að Teigsskógur skuli ekki hafa verið tekinn eignarnámi fyrir löngu. Þetta segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi undanfarin átján ár kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. Vegurinn niður á Rauðasand þykir sumum hrikalegur og það kom mörgum á óvart þegar þau Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr keyptu jörð í þessari afskekktu sveit vestur á fjörðum og enn frekar þegar þau stofnuðu þar kaffihús. Þegar spurt er um Teigsskóg stendur ekki á svari. „Ég bara vil fylgja tillögum Vegagerðarinnar,“ segir Kjartan. „Mér finnst það eiginlega óskiljanlegt, miðað við það hvað ég hef sjálfur kynnst, - ég átti land einu sinni nálægt Reykjavík, - það var alveg hiklaust tekið eignarnámi. Það var ekkert verið neitt að velta því fyrir sér að gera það. Og ég hef aldrei skilið það hvernig í ósköpunum stendur á því, - þó að ég sé nú hlynntur einkaeignarétti og réttindum einstaklinganna að öllu leyti, - að það sé látið standa svona hressilega í veginum fyrir eðlilegum og sjálfsögðum samgöngubótum, - mál sem ég tel að hefði átt að leysa fyrir löngu síðan, annaðhvort með eignarnámi eða bara samningum við landeigendur,“ segir Kjartan. Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr á höfuðbólinu Saurbæ á Rauðasandi. Saurbæjarkirkja í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kjartan og Sigríður dvelja mest á sumrin á Rauðasandi með 10 ára syni sínum, Kjartani Gunnsteini, en þau skreppa einnig á vetrum. Spurð hvort Kjartan sé bóndi í sér, fari í vinnugallann og moki skít, svarar Sigríður: „Já, hann er það. Og framkvæmdamaður.“ Fjallað var um mannlíf og náttúru á Rauðasandi í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar var einnig fjallað um sendiherraferil Sigríðar en hún var fyrsta íslenska konan til að gegna embætti sendiherra.Feðgarnir Kjartan og Kjartan Gunnsteinn að leik í sveitinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá ræddu þau Kjartan og Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, um þau vináttubönd sem þau hafa bundist í gegnum baráttu við krabbamein, en þau glíma bæði við mergæxli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Tengdar fréttir Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45
Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent