Fjölmargir karlmenn féllu í Tinder-gildru á Union Square: „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 00:03 Einn vonbiðlanna segir uppátækið vera til marks um fall siðmenningarinnar. vísir/getty Tæplega 200 karlmenn mættu á Union Square í Manhattan síðasta sunnudag því þeir héldu allir sem einn að þeir væru að fara á stefnumót með ungri konu að nafni Natasha Aponte. Einn þessarra vonbiðla sagði frá raunum sínum af grimmúðlegri stefnumótamenningu á Twittersíðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sínum við hina dularfullu Aponte. Þau lýstu yfir hrifningu sinni á hvort öðru á Tinder í júnímánuði og hófu að spjalla saman í gegnum smáskilaboð í framhaldinu. Ekki leið á löngu þar til Aponte sagði honum frá því að það sé svo mikið að gera í vinnunni og að hún neyddist til þess að gera vikuhlé á spjallinu þeirra á milli. Hún ítrekaði að hún væri ekki að slíta „vef-sambandinu“, hún þyrfti einungis að einbeita sér að vinnunni því mikilvæg kynning væri á döfinni á næstu dögum. Karlmaðurinn sýndi þessum aðstæðum fullan skilning þrátt fyrir að innst inni hafi hann óttast að Aponte hefði engan áhuga á sér og að þetta væri bara afsökun. Það var síðan í síðustu viku sem hann fékk skyndilega skilaboð frá Aponte þar sem hún bað hann um að koma með sér á stefnumót á Union Squre. Hún sagði honum að vinur sinn, sem væri plötusnúður, væri að spila á torginu. Vonbiðillinn þáði boðið og var spenntur að hitta Aponte á stefnumóti þrátt fyrir að nokkur tími væri liðinn síðan þau spjölluðu síðast. Þegar hann mætti síðan daginn eftir, síðasta sunnudag, á torgið þar sem vinur Aponte var að spila, þá tók hann eftir því að þar voru mættir á annað hundrað karlmenn sem litu út fyrir að vera frekar taugaóstyrkir og leitandi. Skyndilega hætti tónlistin og dökkhærð kona stóð fyrir miðju sviðsins með hljóðnema í hönd. Aponte brýndi raustina og sagði: „Ég þarf að játa eitt. Allir sem eru mættir hér í dag eru hingað komnir til að fara á stefnumót með mér.“ Aponte hafði þá sent öllum þessum karlmönnum sömu skilaboðin. Hún sagðist vera búin að fá leið á stefnumótaforritum og þess vegna væri hún að blása til eins konar stefnumótakeppni þar sem karlmennirnir myndu keppa um hylli hennar. Hún sagðist þá ætla að fara á stefnumót með þeim sem ynni keppnina, ekki ólíkt fyrirkomulaginu í raunveruleikaþáttunum The Bachelor nema hvað þar eru allir meðvitaðir um hvað er í gangi fyrirfram. Aponte bað þá um að mynda einfalda röð og halda ræðu um hvers vegna þeir vildu fara á stefnumót með henni, hún efndi til armbeygjukeppni og þá útilokaði hún alla þá sem voru undir tiltekinni hæð og þá sem hétu Jimmy – henni geðjast víst ekki að því nafni. Maðurinn sem greindi frá raunum sínum á Twitter tók ekki þátt í þessari Tinder-keppni og var miður sín yfir því hvernig komið væri fyrir siðmenningunni. Þetta væri skýrt merki um fall hennar og til marks um það hversu erfitt það væri að kynnast fólki á 21. öldinni. „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl,“ sagði maðurinn sem bætti við að hann treysti engum eftir þessa lífsreynslu.The scene pic.twitter.com/U0ROAWKDQc— миша (@bvdhai) August 19, 2018 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Tæplega 200 karlmenn mættu á Union Square í Manhattan síðasta sunnudag því þeir héldu allir sem einn að þeir væru að fara á stefnumót með ungri konu að nafni Natasha Aponte. Einn þessarra vonbiðla sagði frá raunum sínum af grimmúðlegri stefnumótamenningu á Twittersíðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sínum við hina dularfullu Aponte. Þau lýstu yfir hrifningu sinni á hvort öðru á Tinder í júnímánuði og hófu að spjalla saman í gegnum smáskilaboð í framhaldinu. Ekki leið á löngu þar til Aponte sagði honum frá því að það sé svo mikið að gera í vinnunni og að hún neyddist til þess að gera vikuhlé á spjallinu þeirra á milli. Hún ítrekaði að hún væri ekki að slíta „vef-sambandinu“, hún þyrfti einungis að einbeita sér að vinnunni því mikilvæg kynning væri á döfinni á næstu dögum. Karlmaðurinn sýndi þessum aðstæðum fullan skilning þrátt fyrir að innst inni hafi hann óttast að Aponte hefði engan áhuga á sér og að þetta væri bara afsökun. Það var síðan í síðustu viku sem hann fékk skyndilega skilaboð frá Aponte þar sem hún bað hann um að koma með sér á stefnumót á Union Squre. Hún sagði honum að vinur sinn, sem væri plötusnúður, væri að spila á torginu. Vonbiðillinn þáði boðið og var spenntur að hitta Aponte á stefnumóti þrátt fyrir að nokkur tími væri liðinn síðan þau spjölluðu síðast. Þegar hann mætti síðan daginn eftir, síðasta sunnudag, á torgið þar sem vinur Aponte var að spila, þá tók hann eftir því að þar voru mættir á annað hundrað karlmenn sem litu út fyrir að vera frekar taugaóstyrkir og leitandi. Skyndilega hætti tónlistin og dökkhærð kona stóð fyrir miðju sviðsins með hljóðnema í hönd. Aponte brýndi raustina og sagði: „Ég þarf að játa eitt. Allir sem eru mættir hér í dag eru hingað komnir til að fara á stefnumót með mér.“ Aponte hafði þá sent öllum þessum karlmönnum sömu skilaboðin. Hún sagðist vera búin að fá leið á stefnumótaforritum og þess vegna væri hún að blása til eins konar stefnumótakeppni þar sem karlmennirnir myndu keppa um hylli hennar. Hún sagðist þá ætla að fara á stefnumót með þeim sem ynni keppnina, ekki ólíkt fyrirkomulaginu í raunveruleikaþáttunum The Bachelor nema hvað þar eru allir meðvitaðir um hvað er í gangi fyrirfram. Aponte bað þá um að mynda einfalda röð og halda ræðu um hvers vegna þeir vildu fara á stefnumót með henni, hún efndi til armbeygjukeppni og þá útilokaði hún alla þá sem voru undir tiltekinni hæð og þá sem hétu Jimmy – henni geðjast víst ekki að því nafni. Maðurinn sem greindi frá raunum sínum á Twitter tók ekki þátt í þessari Tinder-keppni og var miður sín yfir því hvernig komið væri fyrir siðmenningunni. Þetta væri skýrt merki um fall hennar og til marks um það hversu erfitt það væri að kynnast fólki á 21. öldinni. „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl,“ sagði maðurinn sem bætti við að hann treysti engum eftir þessa lífsreynslu.The scene pic.twitter.com/U0ROAWKDQc— миша (@bvdhai) August 19, 2018
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira