Enski knattspyrnumaðurinn Glenn Murray, sem hefur verið að gera góða hluti með liði Brighton, hefur áhyggjur af stöðu mála.
Murray sér leiðina í dag vera alltof torsótta fyrir enska leikmenn að vinna sig upp úr neðri deildunum og inn í úrvalsdeilderliðin. Hann telur að enska knattspyrnan sé að missa af tækifæri til að rækta upp hæfileikaríka enska leikmenn.
£880m of a £1.2bn transfer outlay was spent on overseas players in the summer by Premier League clubs.
And Glenn Murray believes young English talent is being missed.https://t.co/ukIjkRMMACpic.twitter.com/rec0o2Ucjq
— BBC Sport (@BBCSport) August 21, 2018
„Það eru leikmenn í ensku b-deildinni sem gætu auðveldlega spilað í úrvalsdeildinni en sumir fá aldrei tækifæri til þess. Oft er litið framhjá þeim af því að liðin eru að horfa til erlendra leikmanna,“ sagði Glenn Murray við BBC.
„Við sjáum að sum liðin sem voru að koma upp hafa losað sig við leikmenn og keypt stærri nöfn. Ég er þakklátur fyrir að okkar knattspyrnustjóri [Chris Hughton] gerði það ekki,“ sagði Glenn Murray.
Points & Goals - Off the mark for 18/19 #BHAFCpic.twitter.com/6fYjKOIUat
— Glenn Murray (@GM_83) August 19, 2018
Glenn Murray er 34 ára gamall en skoraði 12 deildarmörk á síðustu leiktíð þar sem Brighton liðið náði fimmtánda sæti á sínu fyrsta tímabili í efstu deild í 34 ár.
Murray skoraði síðan í sigurleik á móti Manchester United um helgina en hann hefur verið duglegur að skora á móti risunum í ensku úrvalsdeildinni.
„Okkar stjóri gaf öllum tækifæri sem hjálpuðu félaginu að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Ég tel að flestir okkar hafi nýtt það tækifæri,“ sagði Murray.
Glenn Murray reflected on his Albion career, after scoring against @ManUtd...
“It seems a long time since that first game for Brighton away at Northampton on a Tuesday night, but both me and the club have come a long way."#BHAFC
Read https://t.co/fi9xbUvqpXpic.twitter.com/pT90Q7bSzV
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) August 20, 2018