Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. desember 2018 11:44 Mótmælendur klæddir gulum vestum hafa valdið miklum usla víðs vegar um Frakkland síðsutu vikurnar. Etienne De Malglaive/Getty Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. Mikill viðbúnaður er á götum Parísar vegna mótmælanna. Þúsundir lögreglumanna hafa verið ræstar út og tugir mótmælenda hafa nú þegar verið handteknir. Þá hefur ýmsum verslunum og söfnum í frönsku höfuðborginni verið lokað vegna óeirðanna. Eiffel-turninn og Louvre-safnið, þekktustu ferðamannastaðir Parísar, verða þó að óbreyttu aðgengileg almenningi í dag. Mótmæli gulvestunganna hafa vakið heimsathygli, en upphaflega beindust mótmæli þeirra að hækkuðum álögum á eldsneyti en fljótlega breyttist tónn mótmælanna og þróaðist út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og bættust þá fleiri í hóp þeirra. Nú virðist hins vegar vera að draga úr fjölda mótmælenda en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir tugir manna verið handteknir í dag samanborið við þau 300 sem höfðu verið tekin föst vegna mótmælanna á sama tíma síðustu helgi. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur nú þegar brugðist við óánægju mótmælenda með því að draga til baka áform sín um að hækka eldsneytisskatt. Þá hefur hann lofað því að hækka lágmarkslaun um hundrað evrur, eða um 14 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem hann hefur lofað skattaafslætti fyrir ellilífeyrisþega. Loforð forsetans virðast hafa sefað stóran hluta mótmælenda en þrátt fyrir það eru enn einhverjir sem telja stjórnvöld ekki hafa mætt kröfum mótmælenda á fullnægjandi hátt. Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. 11. desember 2018 19:46 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. Mikill viðbúnaður er á götum Parísar vegna mótmælanna. Þúsundir lögreglumanna hafa verið ræstar út og tugir mótmælenda hafa nú þegar verið handteknir. Þá hefur ýmsum verslunum og söfnum í frönsku höfuðborginni verið lokað vegna óeirðanna. Eiffel-turninn og Louvre-safnið, þekktustu ferðamannastaðir Parísar, verða þó að óbreyttu aðgengileg almenningi í dag. Mótmæli gulvestunganna hafa vakið heimsathygli, en upphaflega beindust mótmæli þeirra að hækkuðum álögum á eldsneyti en fljótlega breyttist tónn mótmælanna og þróaðist út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og bættust þá fleiri í hóp þeirra. Nú virðist hins vegar vera að draga úr fjölda mótmælenda en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir tugir manna verið handteknir í dag samanborið við þau 300 sem höfðu verið tekin föst vegna mótmælanna á sama tíma síðustu helgi. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur nú þegar brugðist við óánægju mótmælenda með því að draga til baka áform sín um að hækka eldsneytisskatt. Þá hefur hann lofað því að hækka lágmarkslaun um hundrað evrur, eða um 14 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem hann hefur lofað skattaafslætti fyrir ellilífeyrisþega. Loforð forsetans virðast hafa sefað stóran hluta mótmælenda en þrátt fyrir það eru enn einhverjir sem telja stjórnvöld ekki hafa mætt kröfum mótmælenda á fullnægjandi hátt.
Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. 11. desember 2018 19:46 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50
Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. 11. desember 2018 19:46
Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02