Mugabe snýr baki við gömlum félögum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2018 05:30 Robert Mugabe, sem var forseti Simbabve í 37 ár, styður ekki fyrrum samherja sína í kosningunum sem fram fara í dag. Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki styðja fyrrverandi samflokksmenn sína í Zanu-FP flokknum í kosningunum sem fram fara í landinu í dag. Þá verður kosinn nýr forseti auk þess sem kosið verður til beggja deilda þingsins. Mugabe hefur ekkert komið fram opinberlega síðan herinn steypti honum af stóli í nóvember síðastliðnum. Hinn 94 ára gamli Mugabe styður MDC, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Forsetaframbjóðandi MDC er hinn fertugi Nelson Chamisa. Á óvæntum fundi með blaðamönnum sagðist Mugabe ekki geta kosið sinn gamla flokk né þá sem væru við völd þar sem þeir hafi valdið sér miklum kvölum. Fréttaskýrendur telja óljóst hvaða áhrif þetta óvænta útspil Mugabe hafi á niðurstöður kosninganna. Meðal þess sem kom fram hjá Mugabe var að hann telur að herinn hafi framið valdarán í nóvember. Þá sakar hann herinn um að brjóta niður lýðræðið. Hann sagði einnig að ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði ætlað að láta eiginkonu sína, Grace Mugabe, taka við forsetaembættinu. Emmerson Mnangagwa, sem kemur úr Zanu-FP flokknum, hefur setið sem forseti frá því að Mugabe lét af völdum. Búist er við að baráttan muni standa milli hins 75 ára gamla starfandi forseta og Chamisa. Kannanir þykja óáreiðanlegar en samkvæmt þeim hefur sitjandi forseti örlítið forskot á Chamisa. Alls eru tuttugu og þrír frambjóðendur í framboði í forsetakosningunum. Mnangagwa var áður einn nánasti samstarfsmaður Mugabe. Hann sakar Chamisa um að hafa gert samkomulag við Mugabe. Hann segir að þeir sem kjósi Chamisa séu í raun að kjósa Mugabe. Valkosturinn sé nýtt Simbabve undir forystu sinni og ZANU-PF flokksins. Rúmlega 5,6 milljónir Simbabvebúa hafa skráð sig á kjörskrá og er tæpur helmingur þeirra 35 ára eða yngri. Ljóst er að næsta forseta landsins bíða ærin verkefni en landið glímir við ýmis alvarleg vandamál í kjölfar 37 ára valdatíðar Mugabe. Skortur er á fjárfestingum, mennta- og heilbrigðiskerfið er sagt í molum auk þess sem atvinnuleysi er gríðarlegt. Þannig er því jafnvel haldið fram að um 90 prósent séu án vinnu sem leitt hefur til þess að margir hafa yfirgefið landið og leitað vinnu í Suður-Afríku. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki styðja fyrrverandi samflokksmenn sína í Zanu-FP flokknum í kosningunum sem fram fara í landinu í dag. Þá verður kosinn nýr forseti auk þess sem kosið verður til beggja deilda þingsins. Mugabe hefur ekkert komið fram opinberlega síðan herinn steypti honum af stóli í nóvember síðastliðnum. Hinn 94 ára gamli Mugabe styður MDC, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Forsetaframbjóðandi MDC er hinn fertugi Nelson Chamisa. Á óvæntum fundi með blaðamönnum sagðist Mugabe ekki geta kosið sinn gamla flokk né þá sem væru við völd þar sem þeir hafi valdið sér miklum kvölum. Fréttaskýrendur telja óljóst hvaða áhrif þetta óvænta útspil Mugabe hafi á niðurstöður kosninganna. Meðal þess sem kom fram hjá Mugabe var að hann telur að herinn hafi framið valdarán í nóvember. Þá sakar hann herinn um að brjóta niður lýðræðið. Hann sagði einnig að ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði ætlað að láta eiginkonu sína, Grace Mugabe, taka við forsetaembættinu. Emmerson Mnangagwa, sem kemur úr Zanu-FP flokknum, hefur setið sem forseti frá því að Mugabe lét af völdum. Búist er við að baráttan muni standa milli hins 75 ára gamla starfandi forseta og Chamisa. Kannanir þykja óáreiðanlegar en samkvæmt þeim hefur sitjandi forseti örlítið forskot á Chamisa. Alls eru tuttugu og þrír frambjóðendur í framboði í forsetakosningunum. Mnangagwa var áður einn nánasti samstarfsmaður Mugabe. Hann sakar Chamisa um að hafa gert samkomulag við Mugabe. Hann segir að þeir sem kjósi Chamisa séu í raun að kjósa Mugabe. Valkosturinn sé nýtt Simbabve undir forystu sinni og ZANU-PF flokksins. Rúmlega 5,6 milljónir Simbabvebúa hafa skráð sig á kjörskrá og er tæpur helmingur þeirra 35 ára eða yngri. Ljóst er að næsta forseta landsins bíða ærin verkefni en landið glímir við ýmis alvarleg vandamál í kjölfar 37 ára valdatíðar Mugabe. Skortur er á fjárfestingum, mennta- og heilbrigðiskerfið er sagt í molum auk þess sem atvinnuleysi er gríðarlegt. Þannig er því jafnvel haldið fram að um 90 prósent séu án vinnu sem leitt hefur til þess að margir hafa yfirgefið landið og leitað vinnu í Suður-Afríku.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35
Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21