Liverpool sýndi á sér tvær hliðar í leiknum, liðið skoraði öll þrjú mörkin sín og lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik og gaf Manchester City síðan engin færi á sér með skipulögðum varnarleik í þeim síðari.
Mark Lawrenson, knattspyrnusérfræðingur á BBC, skrifaði pistil um leikinn á Anfield í gær og reyndi að finna út ástæðurnar fyrir því að Liverpool tókst að vinna svona stóran sigur á yfirburðarliði ensku úrvalsdeildarinnar.
„Liverpool spilaði mjög ólíkan leikstíl eftir hálfleikum í þessum leik en báðar leikaðferðir heppnuðust fullkomlega,“ skrifaði Mark Lawrenson.
'A swarm of bees then defensive discipline.' @MTLawrenson on how Liverpool took control of their #UCL tie https://t.co/uoXYgXx56jpic.twitter.com/VXLygdm8U1
— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2018
„Eftir að Liverpool komst í 3-0 þá sýndi liðið líka aga í varnarleik sem maður er ekki vanur að sjá til þessa liðs. Sú staðreynd að Loris Karius hafi ekki fengið á sig eitt einasta skot í leiknum sýnir best hversu vel varnarlínan var að spila í þessum leik,“ skrifaði Mark Lawrenson sem sjálfur lék 356 leiki í vörn Liverpool frá 1981 til 1988.
„Ég held samt að það hafi ekki komið neinum á óvart af hve miklum krafti Livepool byrjaði þennan leik. City menn hljóta hafa átt von á þessu og að þeir þyrftu bara að lifa storminn af. Ég held bara að vandamálið fyrir liðið hans Pep Guardiola hafi verið að það eru svo fá lið sem sækja á City liðið að þeir þekkja þessa stöðu ekki nægilega vel,“ skrifaði Lawrenson.
„Þeir sem lið eru ekki vanir að vera að bakka eða að fá á sig svona pressu. Alltaf þegar David Silva eða Kevin de Bruyne fengu boltann þá voru þeir að flýta sér of mikið vegna pressunnar. Þegar slíkt gerist þá skiptir ekki máli hversu góður þú ert, þú gerir alltaf mistök. Liverpool vissi það og var með City liðið þar sem þeir vildu hafa þá,“ skrifaði Mark Lawrenson en það má sjá allan pistilinn hans hér.