19 ára rappari handtekinn fyrir mannrán Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. febrúar 2018 15:51 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem YoungBoy Never Broke Again kemst í kast við lögin. Vísir/Getty 19 ára gamli bandaríski rapparinn Kendell Desean Gaulden, sem er betur þekktur undir nafninu YoungBoy Never Broke Again, var handtekinn aðfaranótt sunnudags í Tallahassee í Flórída. Hann var í þann mund að fara að koma fram fyrir fullu húsi á tónleikum á klúbbnum The Moon þegar handtakan fór fram. Í Waycross í Georgíu hafði hann áður verið sakaður um líkamsárás, vopnalagabrot og mannrán. Hann var þar með á flótta undan handtökuskipun og handtók lögreglan í Tallahassee hann fyrir þær sakir. TMZ greindi fyrst frá en skýrslur löreglustjóra Leon-sýslu staðfesta þetta. Rapparinn var í ágúst í fyrra dæmdur í 10 ára fangelsi vegna skotárásar, en hann er talinn hafa átt þátt í svokallaðri „drive-by“ árás í Baton Rouge 2. nóvember 2016. Honum var sleppt úr haldi og dómur hans styttur í þriggja ára skilorðsbundinn dóm eftir að hann samþykkti að játa sig sekan fyrir vægara brot, en upprunalega var hann kærður fyrir morð af fyrstu gráðu. Hann er því á skilorði og hefur mögulega rofið það í þessari atburðarás. Fyrir þá sem ekki þekkja til rapparans hefur hann vakið mikla athygli á síðustu misserum fyrir lög á borð við „Untouchable“, „Outside Today“ o.fl., en von er á fyrstu plötu hans sem ber titilinn Until Death Call My Name 2. mars næstkomandi. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
19 ára gamli bandaríski rapparinn Kendell Desean Gaulden, sem er betur þekktur undir nafninu YoungBoy Never Broke Again, var handtekinn aðfaranótt sunnudags í Tallahassee í Flórída. Hann var í þann mund að fara að koma fram fyrir fullu húsi á tónleikum á klúbbnum The Moon þegar handtakan fór fram. Í Waycross í Georgíu hafði hann áður verið sakaður um líkamsárás, vopnalagabrot og mannrán. Hann var þar með á flótta undan handtökuskipun og handtók lögreglan í Tallahassee hann fyrir þær sakir. TMZ greindi fyrst frá en skýrslur löreglustjóra Leon-sýslu staðfesta þetta. Rapparinn var í ágúst í fyrra dæmdur í 10 ára fangelsi vegna skotárásar, en hann er talinn hafa átt þátt í svokallaðri „drive-by“ árás í Baton Rouge 2. nóvember 2016. Honum var sleppt úr haldi og dómur hans styttur í þriggja ára skilorðsbundinn dóm eftir að hann samþykkti að játa sig sekan fyrir vægara brot, en upprunalega var hann kærður fyrir morð af fyrstu gráðu. Hann er því á skilorði og hefur mögulega rofið það í þessari atburðarás. Fyrir þá sem ekki þekkja til rapparans hefur hann vakið mikla athygli á síðustu misserum fyrir lög á borð við „Untouchable“, „Outside Today“ o.fl., en von er á fyrstu plötu hans sem ber titilinn Until Death Call My Name 2. mars næstkomandi.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira