Melania og Ivanka ósammála forsetanum Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2018 19:34 Ivanka Trump og Melania Trump eru ekki alltaf sammála því sem Bandaríkjaforseti segir. Vísir/EPA Tíst Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um gáfnafar körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim. Viðbrögð forsetafrúarinnar Melaniu Trump voru af allt öðrum toga en gagnrýni forsetans. James ræddi síðastliðinn föstudag við þáttastjórnandann Don Lemon á CNN, þar hélt hann áfram að gagnrýna forsetans og sagðist ekki vera viljugur að ræða við hann ef tækifæri myndi gefast. James hefur áður verið harðorður í garð forsetans. James sagði í september 2017 að hefðbundin heimsókn NBA meistara í Hvíta Húsið hefði verið mikill heiður áður en að Trump tók við embættinu, einnig kallaði James forsetann ónytjung. U bum @StephenCurry30 already said he ain't going! So therefore ain't no invite. Going to White House was a great honor until you showed up!— LeBron James (@KingJames) September 23, 2017 Trump brást við gagnrýninni sem kom fram í þættinum í tísti þar sem hann sagði að James hefði verið tekinn í viðtal af heimskasta manninum í sjónvarpi sem hefði látið James líta út fyrir að vera klár sem væri ekki auðvelt að gera. Einnig bætti hann við að hann kynni betur við Michael Jordan.Sjá: Trump gerir lítið úr LeBron JamesLebron James was just interviewed by the dumbest man on television, Don Lemon. He made Lebron look smart, which isn't easy to do. I like Mike!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2018 Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu í kjölfar deilunnar þar sem hún hrósaði LeBron James fyrir vinnu sína til að bæta líf ungu kynslóðarinnar og hvatti hann til dáða en hún er mikil baráttukona fyrir réttindum barna. Einnig sagðist Melania vera viljug til að heimsækja I Promise skólann sem James hefur opnað í heimabæ sínum Akron í Ohio fylki.Sjá: Melania Trump segir LeBron gera góða hlutiIvanka og Melania Trump ósammála forsetanum. Viðbrögð Melaniu í þessu máli er ekki fyrsta skiptið sem konurnar í lífi Trump virðast vera ósammála forsetanum. Yfirlýsingar forsetans um fjölmiðla vestanhafs, þar sem hann segir til dæmis að fjölmiðlar séu óvinir fólksins, hafa verið umdeildar og dóttir Trump, Ivanka hefur gefið út yfirlýsingar þar sem hún segist ósammála föður sínum. Það gerði einnig ráðgjafi forsetans Kellyanne Conway, þrátt fyrir tilraunir þeirra til skaðaminnkunar fyrir forsetann hélt hann áfram að gagnrýna fjölmiðla.Fjölmiðlar vestanhafs telja að yfirlýsingar á borð við þessar frá Melaniu Trump, forsetafrú og Ivönku Trump, séu til þess fallnar að höfða til kvenkyns kjósenda sem hafa hóflegri skoðanir heldur en forsetinn.CNN gagnrýnir þó forsetafrúnna, Ivönku Trump og Kellyanne Conway fyrir að gera ekki nógu mikið til að stilla skoðunum forsetans í hóf. CNN segir þær frekar reyna að draga úr yfirlýsingum forsetans sem kynnu að skaða embættið heldur en að koma í veg fyrir þær. Donald Trump Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Tíst Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um gáfnafar körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim. Viðbrögð forsetafrúarinnar Melaniu Trump voru af allt öðrum toga en gagnrýni forsetans. James ræddi síðastliðinn föstudag við þáttastjórnandann Don Lemon á CNN, þar hélt hann áfram að gagnrýna forsetans og sagðist ekki vera viljugur að ræða við hann ef tækifæri myndi gefast. James hefur áður verið harðorður í garð forsetans. James sagði í september 2017 að hefðbundin heimsókn NBA meistara í Hvíta Húsið hefði verið mikill heiður áður en að Trump tók við embættinu, einnig kallaði James forsetann ónytjung. U bum @StephenCurry30 already said he ain't going! So therefore ain't no invite. Going to White House was a great honor until you showed up!— LeBron James (@KingJames) September 23, 2017 Trump brást við gagnrýninni sem kom fram í þættinum í tísti þar sem hann sagði að James hefði verið tekinn í viðtal af heimskasta manninum í sjónvarpi sem hefði látið James líta út fyrir að vera klár sem væri ekki auðvelt að gera. Einnig bætti hann við að hann kynni betur við Michael Jordan.Sjá: Trump gerir lítið úr LeBron JamesLebron James was just interviewed by the dumbest man on television, Don Lemon. He made Lebron look smart, which isn't easy to do. I like Mike!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2018 Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu í kjölfar deilunnar þar sem hún hrósaði LeBron James fyrir vinnu sína til að bæta líf ungu kynslóðarinnar og hvatti hann til dáða en hún er mikil baráttukona fyrir réttindum barna. Einnig sagðist Melania vera viljug til að heimsækja I Promise skólann sem James hefur opnað í heimabæ sínum Akron í Ohio fylki.Sjá: Melania Trump segir LeBron gera góða hlutiIvanka og Melania Trump ósammála forsetanum. Viðbrögð Melaniu í þessu máli er ekki fyrsta skiptið sem konurnar í lífi Trump virðast vera ósammála forsetanum. Yfirlýsingar forsetans um fjölmiðla vestanhafs, þar sem hann segir til dæmis að fjölmiðlar séu óvinir fólksins, hafa verið umdeildar og dóttir Trump, Ivanka hefur gefið út yfirlýsingar þar sem hún segist ósammála föður sínum. Það gerði einnig ráðgjafi forsetans Kellyanne Conway, þrátt fyrir tilraunir þeirra til skaðaminnkunar fyrir forsetann hélt hann áfram að gagnrýna fjölmiðla.Fjölmiðlar vestanhafs telja að yfirlýsingar á borð við þessar frá Melaniu Trump, forsetafrú og Ivönku Trump, séu til þess fallnar að höfða til kvenkyns kjósenda sem hafa hóflegri skoðanir heldur en forsetinn.CNN gagnrýnir þó forsetafrúnna, Ivönku Trump og Kellyanne Conway fyrir að gera ekki nógu mikið til að stilla skoðunum forsetans í hóf. CNN segir þær frekar reyna að draga úr yfirlýsingum forsetans sem kynnu að skaða embættið heldur en að koma í veg fyrir þær.
Donald Trump Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira