Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2018 09:00 Nadia Murad. Getty Norska Nóbelsnefndin tilkynnti í morgun að þau Denis Mukwege og Nadia Murad hljóti Friðarverðlaun Nóbels árið 2018. Þau fá verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kynferðisofbeldi í stríðsrekstri. Í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar segir að bæði hafi þau lagt sitt af mörkum til að beina kastljósinu að slíkum stríðsglæpum. „Mukwege er hjálparstarfsmaðurinn sem helgaði líf sitt því að verja þessi fórnarlömb. Murad er sjónarvotturinn sem greinir frá ofbeldinu sem hún og aðrir hafa þurft að þola.“Hefur starfað í Kongó Mukwege hefur starfað í Lýðveldinu Kongó og frá því að Panzi sjúkrahúsinu var komið á laggirnar í Buvaku árið 2008 hafa Mukwege og starfsmenn hans aðstoðað þúsundir sjúklinga sem hafa þurft að þola slíkar árásir. Borgarstríð hefur staðið í Kongó um langt skeið og hafa rúmlega sex milljónir manna fallið í átökunum.Denis Mukwege.Getty/Victor BoykoSlapp úr kynlífsánauð Murad tilheyrir minnihlutahópi Jasída í norðurhluta Íraks þar sem hún bjó með fjölskyldu sinni í afskekktu þorpi, Kocko. Hryðjuverkasamtökin ISIS hófu í ágúst 2014 skipulagðar árásir gegn Jasídum sem miðaði að því að útrýma þeim og var yngri konum mörgum rænt og þær gerðar að kynlífsþrælum. Áætlað er að Murad sé ein um þrjú þúsund kvenna og stúlkna úr hópi Jasída sem eru fórnarlömb brota liðsmanna ISIS. Murad tókst að flýja eftir um þrjá mánuði í haldi ISIS-liða. Hún hefur rætt opinberlega um þær raunir sem hún og aðrar konur hafa þurft að þola og árið 2016 var hún gerð að velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna. Austur-Kongó Írak Nóbelsverðlaun Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin tilkynnti í morgun að þau Denis Mukwege og Nadia Murad hljóti Friðarverðlaun Nóbels árið 2018. Þau fá verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kynferðisofbeldi í stríðsrekstri. Í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar segir að bæði hafi þau lagt sitt af mörkum til að beina kastljósinu að slíkum stríðsglæpum. „Mukwege er hjálparstarfsmaðurinn sem helgaði líf sitt því að verja þessi fórnarlömb. Murad er sjónarvotturinn sem greinir frá ofbeldinu sem hún og aðrir hafa þurft að þola.“Hefur starfað í Kongó Mukwege hefur starfað í Lýðveldinu Kongó og frá því að Panzi sjúkrahúsinu var komið á laggirnar í Buvaku árið 2008 hafa Mukwege og starfsmenn hans aðstoðað þúsundir sjúklinga sem hafa þurft að þola slíkar árásir. Borgarstríð hefur staðið í Kongó um langt skeið og hafa rúmlega sex milljónir manna fallið í átökunum.Denis Mukwege.Getty/Victor BoykoSlapp úr kynlífsánauð Murad tilheyrir minnihlutahópi Jasída í norðurhluta Íraks þar sem hún bjó með fjölskyldu sinni í afskekktu þorpi, Kocko. Hryðjuverkasamtökin ISIS hófu í ágúst 2014 skipulagðar árásir gegn Jasídum sem miðaði að því að útrýma þeim og var yngri konum mörgum rænt og þær gerðar að kynlífsþrælum. Áætlað er að Murad sé ein um þrjú þúsund kvenna og stúlkna úr hópi Jasída sem eru fórnarlömb brota liðsmanna ISIS. Murad tókst að flýja eftir um þrjá mánuði í haldi ISIS-liða. Hún hefur rætt opinberlega um þær raunir sem hún og aðrar konur hafa þurft að þola og árið 2016 var hún gerð að velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna.
Austur-Kongó Írak Nóbelsverðlaun Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira