Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2018 21:00 Frá mótmælum í Chicago fyrr í dag. Vísir/AFP Búist er við því að hundruð þúsunda muni safnast saman á götum úti í um 300 borgum og bæjum í Bandaríkjunum um helgina. Um er að ræða annað árið í röð sem hinar svokölluðu kvennagöngur (e. Women‘s march) eru haldnar til að vekja athygli á málefnum kvenna, hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa. Í dag er einnig liðið eitt ár frá því að Donald Trump tók við embætti forsætisráðherra. Þetta er annað árið í röð sem boðað er til slíkra mótmæla víðs vegar um Bandaríkin. Kvennagangan 2017 var haldin dagana 21.-22. janúar og var elstum þeim mótmælum beint að hinum nýkjörna forseta. Á skiltum mótmælenda mátti sjá slagorð þar sem hvatt var til að berjast eins og stelpa, að kona ætti heima í Hvíta húsinu og að ef fólk kysi trúð ætti það að búast við því að fá sirkus. Trump sjálfur hefur tjáð sig um göngurnar og sagði hann á Twitter síðu sinni að í dag væri sérstaklega fallegur dagur fyrir kvennagöngu. Hvatti hann fólk til að fara út og fagna þeim merku áföngum sem hefðu náðst í baráttu kvenna síðastliðið árBeautiful weather all over our great country, a perfect day for all Women to March. Get out there now to celebrate the historic milestones and unprecedented economic success and wealth creation that has taken place over the last 12 months. Lowest female unemployment in 18 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Lokun bandaríska alríkisins skyggir einnig á eins árs afmæli Trump í embætti en greiðslur til ýmissa ríkisstofnana, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu að berast á miðnætti. Ástæðan er sú að ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings.Búist er við stærstu mótmælunum í Washington D.C., New York, Los Angeles og Boston. Leikkonan Viola Davis ávarpaði viðstadda í Los Angeles fyrr í dag og gerði hún MeToo byltinguna að umfjöllunarefni sínu.And back at the LA women's march, Viola Davis is now addressing the crowd https://t.co/Kh2niSEh8E— Meg Wagner (@megwagner) January 20, 2018 Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Búist er við því að hundruð þúsunda muni safnast saman á götum úti í um 300 borgum og bæjum í Bandaríkjunum um helgina. Um er að ræða annað árið í röð sem hinar svokölluðu kvennagöngur (e. Women‘s march) eru haldnar til að vekja athygli á málefnum kvenna, hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa. Í dag er einnig liðið eitt ár frá því að Donald Trump tók við embætti forsætisráðherra. Þetta er annað árið í röð sem boðað er til slíkra mótmæla víðs vegar um Bandaríkin. Kvennagangan 2017 var haldin dagana 21.-22. janúar og var elstum þeim mótmælum beint að hinum nýkjörna forseta. Á skiltum mótmælenda mátti sjá slagorð þar sem hvatt var til að berjast eins og stelpa, að kona ætti heima í Hvíta húsinu og að ef fólk kysi trúð ætti það að búast við því að fá sirkus. Trump sjálfur hefur tjáð sig um göngurnar og sagði hann á Twitter síðu sinni að í dag væri sérstaklega fallegur dagur fyrir kvennagöngu. Hvatti hann fólk til að fara út og fagna þeim merku áföngum sem hefðu náðst í baráttu kvenna síðastliðið árBeautiful weather all over our great country, a perfect day for all Women to March. Get out there now to celebrate the historic milestones and unprecedented economic success and wealth creation that has taken place over the last 12 months. Lowest female unemployment in 18 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Lokun bandaríska alríkisins skyggir einnig á eins árs afmæli Trump í embætti en greiðslur til ýmissa ríkisstofnana, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu að berast á miðnætti. Ástæðan er sú að ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings.Búist er við stærstu mótmælunum í Washington D.C., New York, Los Angeles og Boston. Leikkonan Viola Davis ávarpaði viðstadda í Los Angeles fyrr í dag og gerði hún MeToo byltinguna að umfjöllunarefni sínu.And back at the LA women's march, Viola Davis is now addressing the crowd https://t.co/Kh2niSEh8E— Meg Wagner (@megwagner) January 20, 2018
Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira