Erlent

Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi.
Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. Nordicphotos/Getty

Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Cosby, sem er 81 ára gamall, mun þurfa að afplána að minnsta kosti þrjú ár í fangelsi en í mesta lagi tíu ár fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum.Auk þeirra þriggja sem sóttu hann til saka hafa á sjötta tug kvenna stigið fram og sakað hann um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun. Málið hefur vakið heimsathygli frá því fréttir af kynferðisglæpum Cosbys tóku að spyrjast út.Réttarhöldin hafa staðið yfir í gær og í dag en dómur var kveðinn upp nú síðdegis. Cosby var í apríl fundinn sekur um að hafa byrlað þremur konum ólyfjan og brotið á þeim kynferðislega.

Skráður á lista yfir kynferðisglæpamenn

Auk þess að þurfa að afplána í fangelsi fyrir glæpi sína er hann skilgreindur sem ofbeldishneigður kynferðisglæpamaður. Þegar hann hefur lokið afplánun fer hann á lista yfir kynferðisglæpamenn og mun hann þurfa reglubundna ráðgjöf út ævina.Cosby verður gert að láta ríkislögreglu vita þegar hann flytur sig um set auk þess sem honum verður gert að upplýsa nágranna sína og fólki í viðkomandi hverfi um að hann sé kynferðisglæpamaður. Skólayfirvöld og forsvarsmenn leikskóla verða jafnframt látnir vita hvar Cosby heldur til.Sálfræðingurinn Kristen Dudley, sem fengin var til þess að meta geðheilsu Cosbys, sagði að hann hafi sýnt einhver merki um geðræn vandamál en jafnframt að hann væri líklegur til að brjóta aftur af sér.


Tengdar fréttir

Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby

Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.