Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2018 18:33 Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. Nordicphotos/Getty Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Cosby, sem er 81 ára gamall, mun þurfa að afplána að minnsta kosti þrjú ár í fangelsi en í mesta lagi tíu ár fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum. Auk þeirra þriggja sem sóttu hann til saka hafa á sjötta tug kvenna stigið fram og sakað hann um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun. Málið hefur vakið heimsathygli frá því fréttir af kynferðisglæpum Cosbys tóku að spyrjast út. Réttarhöldin hafa staðið yfir í gær og í dag en dómur var kveðinn upp nú síðdegis. Cosby var í apríl fundinn sekur um að hafa byrlað þremur konum ólyfjan og brotið á þeim kynferðislega. Skráður á lista yfir kynferðisglæpamenn Auk þess að þurfa að afplána í fangelsi fyrir glæpi sína er hann skilgreindur sem ofbeldishneigður kynferðisglæpamaður. Þegar hann hefur lokið afplánun fer hann á lista yfir kynferðisglæpamenn og mun hann þurfa reglubundna ráðgjöf út ævina. Cosby verður gert að láta ríkislögreglu vita þegar hann flytur sig um set auk þess sem honum verður gert að upplýsa nágranna sína og fólki í viðkomandi hverfi um að hann sé kynferðisglæpamaður. Skólayfirvöld og forsvarsmenn leikskóla verða jafnframt látnir vita hvar Cosby heldur til. Sálfræðingurinn Kristen Dudley, sem fengin var til þess að meta geðheilsu Cosbys, sagði að hann hafi sýnt einhver merki um geðræn vandamál en jafnframt að hann væri líklegur til að brjóta aftur af sér. MeToo Mál Bill Cosby Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Cosby, sem er 81 ára gamall, mun þurfa að afplána að minnsta kosti þrjú ár í fangelsi en í mesta lagi tíu ár fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum. Auk þeirra þriggja sem sóttu hann til saka hafa á sjötta tug kvenna stigið fram og sakað hann um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun. Málið hefur vakið heimsathygli frá því fréttir af kynferðisglæpum Cosbys tóku að spyrjast út. Réttarhöldin hafa staðið yfir í gær og í dag en dómur var kveðinn upp nú síðdegis. Cosby var í apríl fundinn sekur um að hafa byrlað þremur konum ólyfjan og brotið á þeim kynferðislega. Skráður á lista yfir kynferðisglæpamenn Auk þess að þurfa að afplána í fangelsi fyrir glæpi sína er hann skilgreindur sem ofbeldishneigður kynferðisglæpamaður. Þegar hann hefur lokið afplánun fer hann á lista yfir kynferðisglæpamenn og mun hann þurfa reglubundna ráðgjöf út ævina. Cosby verður gert að láta ríkislögreglu vita þegar hann flytur sig um set auk þess sem honum verður gert að upplýsa nágranna sína og fólki í viðkomandi hverfi um að hann sé kynferðisglæpamaður. Skólayfirvöld og forsvarsmenn leikskóla verða jafnframt látnir vita hvar Cosby heldur til. Sálfræðingurinn Kristen Dudley, sem fengin var til þess að meta geðheilsu Cosbys, sagði að hann hafi sýnt einhver merki um geðræn vandamál en jafnframt að hann væri líklegur til að brjóta aftur af sér.
MeToo Mál Bill Cosby Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48
Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21