Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 08:19 Kim Jong Un ætlar að bjóða blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. Vísir/afp Kim Jong Un hefur ákveðið að loka kjarnavopnatilraunasvæði Norður-Kóreu strax í næsta mánuði. Hann ætlar jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðingu landsins. Yoon Young-chan, fjölmiðlafulltrúi Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu sagði að Kim Jong Un hefði sagt að það væri engin ástæða til eiga kjarnorkuvopn ef gagnkvæmt traust kæmist á í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þjóðarleiðtogarnir skyldu efla traust sín á milli með því að hittast á reglulegum fundum. „Þrátt fyrir að hafa óbeit á Norður – Kóreu verður Bandaríkjunum það ljóst þegar samningaviðræður hefjast að ég er ekki þess háttar manneskja sem gæti beitt kjarnorkuvopnum hvorki á Suður-Kóreu né Bandaríkin,“ er haft eftir leiðtoga Norður-Kóreu. Á sáttarfundi Kims Jong un og Moon Jae- in, forseta Suður-Kóreu, sem fór fram um helgina, voru þau heit strengd að Kóreuskaginn skyldi afkjarnorkuvæddur með öllu. Fréttastofa Reuters tekur þó fram að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi engin aðgerðaráætlun verið gerð til að tryggja að ríkin tvö nái settum markmiðum. Þetta var í fyrsta skiptið í ellefu ár sem leiðtogar ríkjanna tveggja hittast á fundi sem þykir vendipunktur í milliríkjasamskiptum. Á fundinum var sammælst um að koma á varanlegum friði. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Kim Jong Un hittist á fundi áður en langt um líður. Hvorki liggur fyrir hvenær sá fundur mun eiga sér stað né hvar hann verður haldinn. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Kim Jong Un hefur ákveðið að loka kjarnavopnatilraunasvæði Norður-Kóreu strax í næsta mánuði. Hann ætlar jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðingu landsins. Yoon Young-chan, fjölmiðlafulltrúi Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu sagði að Kim Jong Un hefði sagt að það væri engin ástæða til eiga kjarnorkuvopn ef gagnkvæmt traust kæmist á í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þjóðarleiðtogarnir skyldu efla traust sín á milli með því að hittast á reglulegum fundum. „Þrátt fyrir að hafa óbeit á Norður – Kóreu verður Bandaríkjunum það ljóst þegar samningaviðræður hefjast að ég er ekki þess háttar manneskja sem gæti beitt kjarnorkuvopnum hvorki á Suður-Kóreu né Bandaríkin,“ er haft eftir leiðtoga Norður-Kóreu. Á sáttarfundi Kims Jong un og Moon Jae- in, forseta Suður-Kóreu, sem fór fram um helgina, voru þau heit strengd að Kóreuskaginn skyldi afkjarnorkuvæddur með öllu. Fréttastofa Reuters tekur þó fram að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi engin aðgerðaráætlun verið gerð til að tryggja að ríkin tvö nái settum markmiðum. Þetta var í fyrsta skiptið í ellefu ár sem leiðtogar ríkjanna tveggja hittast á fundi sem þykir vendipunktur í milliríkjasamskiptum. Á fundinum var sammælst um að koma á varanlegum friði. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Kim Jong Un hittist á fundi áður en langt um líður. Hvorki liggur fyrir hvenær sá fundur mun eiga sér stað né hvar hann verður haldinn.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42
Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18