United staðfesti Solskjær og Phelan Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. desember 2018 09:24 Norðmaðurinn er mættur aftur á Old Trafford vísir/getty Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. Frá því Jose Mourinho var rekinn í gær fóru sögusagnir á flug um hver myndi taka við. Félagið gaf strax út að það ætlaði að ráða bráðabirgðastjóra út tímabilið og taka sér tíma í að ræða framtíðarstjóra félagsins. Nafn Solskjær kom fljótt upp í umræðunni og á heimasíðu United í gær var Solskjær nefndur sem nýi bráðabirgðastjórinn en það var svo tekið út. Nú hefur félagið formlega kynnt Solskjær til leiks.We can confirm that Ole Gunnar Solskjaer has been appointed as caretaker manager until the end of the 2018/19 season. He will be joined by Mike Phelan as first-team coach, together with Michael Carrick and Kieran McKenna. #MUFC — Manchester United (@ManUtd) December 19, 2018 Solskjær þekkir vel til á Old Trafford en hann skoraði 126 mörk í 366 leikjum fyrir félagið á árunum 1996-2007. Frægast þeirra er líklega sigurmarkið gegn Bayern München í uppbótartíma í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 1999. Síðan Solskjær hætti að spila fótbolta hefur hann snúið sér að þjálfun. Hann stýrði varaliði United árið 2008 en tók svo við Molde í heimalandinu Noregi. Solskjær er ekki sá eini sem snýr aftur til Manchester því Mike Phelan verður við hlið Norðmannsins. Phelan spilaði fyrir United í fimm ár og var seinna í þjálfarateymi Sir Alex Ferguson til margra ára. Eftir að Sir Alex hætti hjá United fór Phelan til Norwich City. Hann var síðast í þjálfun hjá Hull City en var rekinn þaðan í janúar 2017. Solskjær og Phelan njóta einnig aðstoðar Michael Carrick og Kieran McKenna í þjálfarateymi United. „Manchester United á alltaf stað í hjarta mínu og það er frábært að fá að koma til baka í þessu hlutverki. Ég hlakka til að vinna með þeim hæfileikaríka hópi leikmanna sem við höfum og öllum hjá félaginu,“ sagði Solskjær í tilkynningu á heimasíðu United.Ole Gunnar Solskjaer's Premier League managerial record: Matches -- Wins -- Draws -- Losses -- Win ratio --% pic.twitter.com/Hn0aHYEclF — WhoScored.com (@WhoScored) December 19, 2018 Enski boltinn Tengdar fréttir Ættu miklu frekar að fá Eric Cantona til að taka við United Edward Freeman þekkir vel til hjá Manchester United eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá félaginu til fjölda ára. Hann vill miklu frekar að Eric Cantona taki við United heldur en Ole Gunnar Solskjær. 19. desember 2018 08:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn Sjá meira
Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. Frá því Jose Mourinho var rekinn í gær fóru sögusagnir á flug um hver myndi taka við. Félagið gaf strax út að það ætlaði að ráða bráðabirgðastjóra út tímabilið og taka sér tíma í að ræða framtíðarstjóra félagsins. Nafn Solskjær kom fljótt upp í umræðunni og á heimasíðu United í gær var Solskjær nefndur sem nýi bráðabirgðastjórinn en það var svo tekið út. Nú hefur félagið formlega kynnt Solskjær til leiks.We can confirm that Ole Gunnar Solskjaer has been appointed as caretaker manager until the end of the 2018/19 season. He will be joined by Mike Phelan as first-team coach, together with Michael Carrick and Kieran McKenna. #MUFC — Manchester United (@ManUtd) December 19, 2018 Solskjær þekkir vel til á Old Trafford en hann skoraði 126 mörk í 366 leikjum fyrir félagið á árunum 1996-2007. Frægast þeirra er líklega sigurmarkið gegn Bayern München í uppbótartíma í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 1999. Síðan Solskjær hætti að spila fótbolta hefur hann snúið sér að þjálfun. Hann stýrði varaliði United árið 2008 en tók svo við Molde í heimalandinu Noregi. Solskjær er ekki sá eini sem snýr aftur til Manchester því Mike Phelan verður við hlið Norðmannsins. Phelan spilaði fyrir United í fimm ár og var seinna í þjálfarateymi Sir Alex Ferguson til margra ára. Eftir að Sir Alex hætti hjá United fór Phelan til Norwich City. Hann var síðast í þjálfun hjá Hull City en var rekinn þaðan í janúar 2017. Solskjær og Phelan njóta einnig aðstoðar Michael Carrick og Kieran McKenna í þjálfarateymi United. „Manchester United á alltaf stað í hjarta mínu og það er frábært að fá að koma til baka í þessu hlutverki. Ég hlakka til að vinna með þeim hæfileikaríka hópi leikmanna sem við höfum og öllum hjá félaginu,“ sagði Solskjær í tilkynningu á heimasíðu United.Ole Gunnar Solskjaer's Premier League managerial record: Matches -- Wins -- Draws -- Losses -- Win ratio --% pic.twitter.com/Hn0aHYEclF — WhoScored.com (@WhoScored) December 19, 2018
Enski boltinn Tengdar fréttir Ættu miklu frekar að fá Eric Cantona til að taka við United Edward Freeman þekkir vel til hjá Manchester United eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá félaginu til fjölda ára. Hann vill miklu frekar að Eric Cantona taki við United heldur en Ole Gunnar Solskjær. 19. desember 2018 08:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn Sjá meira
Ættu miklu frekar að fá Eric Cantona til að taka við United Edward Freeman þekkir vel til hjá Manchester United eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá félaginu til fjölda ára. Hann vill miklu frekar að Eric Cantona taki við United heldur en Ole Gunnar Solskjær. 19. desember 2018 08:30