Segir merkingum við ár ábótavant: Tjón geti hlaupið á milljónum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2018 19:00 Björgunarsveitarmaður segir sárt að hugsa til þess að ferðamenn greiði hátt í tvær milljónir fyrir tjón á bifreiðum sem verður þegar þeir festast í ám og straumvötnum. Hann segir leiðbeiningar við ár ábótavant en auðvelt sé að fækka tjónum verði merkingum komið upp. Í sumar hefur verið nokkuð um útköll hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar sem bílar ferðamanna sitji fastir í ám, straumvötnum og jafnvel drullu. Algengt er að slík tilvik hlaupi á tugum en mest fari þau upp í annað hundrað útkalla. „Oft fer fólk vitlaust yfir ána, það keyrir beint yfir sem er oft dýpsti staðurinn og er botninn jafnvel lausastur þar. Þá verður fólk hrætt og gefur í. Þá festist bíllinn og vatn fer inn á vélina. Tjónið sem verður getur hlaupið á hundruðum þúsunda jafnvel milljónum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Þá segir hann tjónin ekki falla undir tryggingu. Því bíði ferðamenn oft eftir björgunarsveit í geðshræringu en fyrir marga er fríið þá ónýtt sökum þess að þeir þurfi að staðgreiða hátt upp í tvær milljónir vegna tjónsins sem verður á bílaleigubílnum.Skjáskot úr fréttHann segir merkingum og leiðbeiningum við ár ábótavant. En ferðamenn renni blint í sjóinn þegar farið er yfir ár sökum þess að engar merkingar eru á slíkum svæðum. „Það vantar merkingar og leiðbeiningar sem sýna fólki hvernig keyra eigi yfir ána. Fyrir nokkrum árum úthlutaði Stjórnstöð ferðamála, Vegagerðinni fjármagn til að setja upp merkingar. Mér er ekki kunnugt um að þær séu komnar upp en það bráðvantar að ráða bót á því,“ segir Jónas. Þá segir hann ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni en ef leiðbeiningar væru á svæðum þar sem keyra þarf yfir ár, myndi tilvikum fækka um tugi prósenta.Hefur rigningin áhrif á þessi tilvik? „Hún hefur áhrif á þessi tilvik. En þegar blautt er hækkar í ám og drulla verður meiri. Þá fjölgar tilvikum,“ segir Jónas. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Björgunarsveitarmaður segir sárt að hugsa til þess að ferðamenn greiði hátt í tvær milljónir fyrir tjón á bifreiðum sem verður þegar þeir festast í ám og straumvötnum. Hann segir leiðbeiningar við ár ábótavant en auðvelt sé að fækka tjónum verði merkingum komið upp. Í sumar hefur verið nokkuð um útköll hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar sem bílar ferðamanna sitji fastir í ám, straumvötnum og jafnvel drullu. Algengt er að slík tilvik hlaupi á tugum en mest fari þau upp í annað hundrað útkalla. „Oft fer fólk vitlaust yfir ána, það keyrir beint yfir sem er oft dýpsti staðurinn og er botninn jafnvel lausastur þar. Þá verður fólk hrætt og gefur í. Þá festist bíllinn og vatn fer inn á vélina. Tjónið sem verður getur hlaupið á hundruðum þúsunda jafnvel milljónum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Þá segir hann tjónin ekki falla undir tryggingu. Því bíði ferðamenn oft eftir björgunarsveit í geðshræringu en fyrir marga er fríið þá ónýtt sökum þess að þeir þurfi að staðgreiða hátt upp í tvær milljónir vegna tjónsins sem verður á bílaleigubílnum.Skjáskot úr fréttHann segir merkingum og leiðbeiningum við ár ábótavant. En ferðamenn renni blint í sjóinn þegar farið er yfir ár sökum þess að engar merkingar eru á slíkum svæðum. „Það vantar merkingar og leiðbeiningar sem sýna fólki hvernig keyra eigi yfir ána. Fyrir nokkrum árum úthlutaði Stjórnstöð ferðamála, Vegagerðinni fjármagn til að setja upp merkingar. Mér er ekki kunnugt um að þær séu komnar upp en það bráðvantar að ráða bót á því,“ segir Jónas. Þá segir hann ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni en ef leiðbeiningar væru á svæðum þar sem keyra þarf yfir ár, myndi tilvikum fækka um tugi prósenta.Hefur rigningin áhrif á þessi tilvik? „Hún hefur áhrif á þessi tilvik. En þegar blautt er hækkar í ám og drulla verður meiri. Þá fjölgar tilvikum,“ segir Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira