Nýtt listaverk eftir Banksy til varnar Kúrdum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2018 21:08 Nýjasta verkið úr smiðju Banksy er vegglistaverk sem beinist mjög gegn yfirvöldum í Tyrklandi. Þegar borgarbúar í New York fóru á stjá á fimmtudagsmorgun blasti við þeim stórt og mikið listaverk eftir götulistamanninn Banksy. Striginn sem hann notar er jafnan óhefðbundinn en í þetta skiptið varð fyrir vali hans heil hlið húss sem stendur við Houstonstræti í Manhattan. Þetta kemur fram á vef New York Times.Frelsum Zehru DoganListaverkið er hápólitískt en með veggjalistinni beinir hann spjótum sínum að yfirvöldum í Tyrklandi fyrir að hafa handtekið blaða-og listakonuna Zehru Dogan sem er Kúrdi, búsett í Tyrklandi. Dogan var dæmd til rúmlega þriggja ára fangelsisvistar fyrir að mála kúrdíska fánann á byggingu sem var aðeins rústir einar. Tyrkneskir dómstólar mátu þetta sem svo að hún hafi haft í frammi „hryðjuverkaáróður“ með list sinni. Ein hlið hússins er alþakin rimlum og á bak við nokkra þeirra er mynd af Zehru Dogan. Neðst til hægri stendur síðan „Frelsum Zehru Dogan“.Tyrkneski fáninn dreginn að húni í miðborg Afrin.VISIR/AFPHertóku Afrín-borg í dagÍ dag gerði Tyrkneski herinn, auk sýrlenskra uppreisnarmanna, áhlaup á Afrín-hérað í Sýrlandi en svæðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Liðsmenn þjóðvarðsveitar Kúrda, YPG, hafa ýmist fallið eða þurft að hörfa. Aðgerðirnar beindust einkum gegn YPG, sem Tyrkir segja að séu hryðjuverkasamtök. Um hundrað og fimmtíu þúsund almennra borgara hafa þurft að yfirgefa Afrín-hérað á síðustu dögum eftir að Tyrkneski herinn réðist til atlögu.Óhefðbundið tjáningarform Listaverk Banksy hafa prýtt veggi um heim allan en hann kýs að fara huldu höfði. Í viðtali frá því í sumar segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, að Banksy hafi þurft að halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist væri „ekki beint“ lögleg. „Veggurinn er almenningsrými og veggjalist felur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki stað inn í listasafni heldur líka úti á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur. Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Þegar borgarbúar í New York fóru á stjá á fimmtudagsmorgun blasti við þeim stórt og mikið listaverk eftir götulistamanninn Banksy. Striginn sem hann notar er jafnan óhefðbundinn en í þetta skiptið varð fyrir vali hans heil hlið húss sem stendur við Houstonstræti í Manhattan. Þetta kemur fram á vef New York Times.Frelsum Zehru DoganListaverkið er hápólitískt en með veggjalistinni beinir hann spjótum sínum að yfirvöldum í Tyrklandi fyrir að hafa handtekið blaða-og listakonuna Zehru Dogan sem er Kúrdi, búsett í Tyrklandi. Dogan var dæmd til rúmlega þriggja ára fangelsisvistar fyrir að mála kúrdíska fánann á byggingu sem var aðeins rústir einar. Tyrkneskir dómstólar mátu þetta sem svo að hún hafi haft í frammi „hryðjuverkaáróður“ með list sinni. Ein hlið hússins er alþakin rimlum og á bak við nokkra þeirra er mynd af Zehru Dogan. Neðst til hægri stendur síðan „Frelsum Zehru Dogan“.Tyrkneski fáninn dreginn að húni í miðborg Afrin.VISIR/AFPHertóku Afrín-borg í dagÍ dag gerði Tyrkneski herinn, auk sýrlenskra uppreisnarmanna, áhlaup á Afrín-hérað í Sýrlandi en svæðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Liðsmenn þjóðvarðsveitar Kúrda, YPG, hafa ýmist fallið eða þurft að hörfa. Aðgerðirnar beindust einkum gegn YPG, sem Tyrkir segja að séu hryðjuverkasamtök. Um hundrað og fimmtíu þúsund almennra borgara hafa þurft að yfirgefa Afrín-hérað á síðustu dögum eftir að Tyrkneski herinn réðist til atlögu.Óhefðbundið tjáningarform Listaverk Banksy hafa prýtt veggi um heim allan en hann kýs að fara huldu höfði. Í viðtali frá því í sumar segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, að Banksy hafi þurft að halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist væri „ekki beint“ lögleg. „Veggurinn er almenningsrými og veggjalist felur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki stað inn í listasafni heldur líka úti á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur.
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira