Mourinho eins og lag með Maus: Allt sem þið lesið er lygi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 10:30 Jose Mourinho. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir enga ólgu vera innan síns liðs þótt að ekkert hafi gengið að styrkja liðið áður en félagsskiptaglugginn lokaði í gær. Manchester United og Leicester City spila opnunarleik tímabilsins á Old Trafford í kvöld en í gær snérist allt um það hvort Mourinho tækist að ná í nýjan miðvörð. United bauð í Diego Godin hjá Atletico Madrid án árangurs og ekkert varð að því að menn eins og Harry Maguire, Toby Alderweireld, Jerome Boateng eða Yerry Mina kæmu til United. Jose Mourinho hljómaði eins og lag með Maus þegar hann svaraði spurningum um ólgu og ósætti innan United liðsins. „Ef lygi er endurtekin þúsund sinnum þá er hún ennþá lygi þótt að fólk sé farið að halda annað,“ sagði Jose Mourinho. Sky Sports segir frá. „Ef þið endurtakið það þúsund sinnum að samband mitt og leikmanna minna sé slæmt þá er það lygi sem er endurtekin þúsund sinnum en það er samt lygi,“ sagði Mourinho. „Ég er með leikmenn og ég er ánægður með mína leikmenn. Ég vil vinna með þeim,“ sagði Mourinho.Jose Mourinho hits out at 'lies' and insists he likes his Manchester United players By @mjcritchleyhttps://t.co/y9LdDDfEkWpic.twitter.com/ccrXwMQZIR — Indy Football (@IndyFootball) August 10, 2018 „Hugmyndir fólks eftir að hafa lesið þetta er kannski öðruvísi en ég er ánægður með mína leikmenn og minn leikmannahóp. Ég naut síðasta tímabils þar sem við vorum með í baráttunni til enda og náðum besta árangri félagsins í fimm eða sex ár,“ sagði Mourinho. „Ég ætla líka að hafa gaman af þessu tímabili. Í lok nóvember að í desember þá munið þið sjá hvaða lið eru líklegust til að vinna ensku deildina. Það sem er sagt á þessari stundu er því ekki mikilvægt,“ sagði Mourinho. „Nú skulum við spila fótbolta og sjáum svo til í lok nóvember eða í desember hver staðan er,“ sagði Mourinho.Leikur Manchester United og Leicester verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir enga ólgu vera innan síns liðs þótt að ekkert hafi gengið að styrkja liðið áður en félagsskiptaglugginn lokaði í gær. Manchester United og Leicester City spila opnunarleik tímabilsins á Old Trafford í kvöld en í gær snérist allt um það hvort Mourinho tækist að ná í nýjan miðvörð. United bauð í Diego Godin hjá Atletico Madrid án árangurs og ekkert varð að því að menn eins og Harry Maguire, Toby Alderweireld, Jerome Boateng eða Yerry Mina kæmu til United. Jose Mourinho hljómaði eins og lag með Maus þegar hann svaraði spurningum um ólgu og ósætti innan United liðsins. „Ef lygi er endurtekin þúsund sinnum þá er hún ennþá lygi þótt að fólk sé farið að halda annað,“ sagði Jose Mourinho. Sky Sports segir frá. „Ef þið endurtakið það þúsund sinnum að samband mitt og leikmanna minna sé slæmt þá er það lygi sem er endurtekin þúsund sinnum en það er samt lygi,“ sagði Mourinho. „Ég er með leikmenn og ég er ánægður með mína leikmenn. Ég vil vinna með þeim,“ sagði Mourinho.Jose Mourinho hits out at 'lies' and insists he likes his Manchester United players By @mjcritchleyhttps://t.co/y9LdDDfEkWpic.twitter.com/ccrXwMQZIR — Indy Football (@IndyFootball) August 10, 2018 „Hugmyndir fólks eftir að hafa lesið þetta er kannski öðruvísi en ég er ánægður með mína leikmenn og minn leikmannahóp. Ég naut síðasta tímabils þar sem við vorum með í baráttunni til enda og náðum besta árangri félagsins í fimm eða sex ár,“ sagði Mourinho. „Ég ætla líka að hafa gaman af þessu tímabili. Í lok nóvember að í desember þá munið þið sjá hvaða lið eru líklegust til að vinna ensku deildina. Það sem er sagt á þessari stundu er því ekki mikilvægt,“ sagði Mourinho. „Nú skulum við spila fótbolta og sjáum svo til í lok nóvember eða í desember hver staðan er,“ sagði Mourinho.Leikur Manchester United og Leicester verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira