Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2018 06:52 Michael Flynn laug að FBI um samskipti sem hann átti við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Hann sagði af sér og játaði síðar á sig sök. Vísir/AFP Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta en hann játaði við yfirheyrslur að hafa logið að alríkislögreglunni. Slíkir lygar eru litnir alvarlegum augum en þrátt fyrir það mun Mueller ekki krefjast þungrar refsingar yfir honum. Í minnisblaði sem lekið var til fjölmiðla vestanhafs segir saksóknarinn að Flynn hafi útvegað rannsóknarnefndinni gagnlegar upplýsingar um möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trumps og rússneskra erindreka. Þrátt fyrir að aðeins hluti minniblaðsins sé orðinn opinber telur breska ríkisútvarpið það engu að síður benda til þess að fleiri uppljóstranir séu í vændum sem gætu komið Bandaríkjaforseta illa.Hér má sjá brot úr minnisblaðinu sem gert hefur verið opinbert. Eins og sést er búið að strika yfir stóran hluta þess, sem talinn er innihalda viðkvæmar upplýsingar.Trump hefur dregið réttmæti rannsóknarinnar í efa og sagt hana minna á nornaveiðar. Hann hefur ætíð þvertekið fyrir að nokkur tengsl hafi verið milli kosningaliðs hans og rússneskra stjórnvalda, sem eiga að hafa aðstoðað Trump við að landa sigri í forsetakosningunum árið 2016. Minnisblaðið er ætlað dómaranum sem mun ákvarða örlög Flynn þann 18. desember næstkomandi. Í því segir að Flynn hafi rétt hjálparhönd og útvegað upplýsingar fyrir marga anga rannsóknarinnar, þar með talið um samstarf rússneskra stjórnvalda og kosningaliðsins. Þrátt fyrir að fjöldi einstaklinga hafi verið ákærðir í tengslum við rannsókn Muellers er Flynn sá eini sem hefur gengist við brotum sínum. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa rætt við sendiherra Rússlands í Washington um að afnema viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gegn Rússum þegar Trump tæki við embætti. Hann átti síðar eftir að segja varaforseta Bandaríkjanna ósatt um efni og eðli samtalsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Örlagavaldur í rannsókninni á Trump á ráðstefnu í Hörpu Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, er í hringiðu rannsóknar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann tekur þátt í umræðum á Arctic Circle á morgun. 18. október 2018 09:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta en hann játaði við yfirheyrslur að hafa logið að alríkislögreglunni. Slíkir lygar eru litnir alvarlegum augum en þrátt fyrir það mun Mueller ekki krefjast þungrar refsingar yfir honum. Í minnisblaði sem lekið var til fjölmiðla vestanhafs segir saksóknarinn að Flynn hafi útvegað rannsóknarnefndinni gagnlegar upplýsingar um möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trumps og rússneskra erindreka. Þrátt fyrir að aðeins hluti minniblaðsins sé orðinn opinber telur breska ríkisútvarpið það engu að síður benda til þess að fleiri uppljóstranir séu í vændum sem gætu komið Bandaríkjaforseta illa.Hér má sjá brot úr minnisblaðinu sem gert hefur verið opinbert. Eins og sést er búið að strika yfir stóran hluta þess, sem talinn er innihalda viðkvæmar upplýsingar.Trump hefur dregið réttmæti rannsóknarinnar í efa og sagt hana minna á nornaveiðar. Hann hefur ætíð þvertekið fyrir að nokkur tengsl hafi verið milli kosningaliðs hans og rússneskra stjórnvalda, sem eiga að hafa aðstoðað Trump við að landa sigri í forsetakosningunum árið 2016. Minnisblaðið er ætlað dómaranum sem mun ákvarða örlög Flynn þann 18. desember næstkomandi. Í því segir að Flynn hafi rétt hjálparhönd og útvegað upplýsingar fyrir marga anga rannsóknarinnar, þar með talið um samstarf rússneskra stjórnvalda og kosningaliðsins. Þrátt fyrir að fjöldi einstaklinga hafi verið ákærðir í tengslum við rannsókn Muellers er Flynn sá eini sem hefur gengist við brotum sínum. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa rætt við sendiherra Rússlands í Washington um að afnema viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gegn Rússum þegar Trump tæki við embætti. Hann átti síðar eftir að segja varaforseta Bandaríkjanna ósatt um efni og eðli samtalsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Örlagavaldur í rannsókninni á Trump á ráðstefnu í Hörpu Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, er í hringiðu rannsóknar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann tekur þátt í umræðum á Arctic Circle á morgun. 18. október 2018 09:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Örlagavaldur í rannsókninni á Trump á ráðstefnu í Hörpu Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, er í hringiðu rannsóknar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann tekur þátt í umræðum á Arctic Circle á morgun. 18. október 2018 09:00
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00