Breskur „njósnari“ segist hafa verið pyntaður Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2018 14:20 Matthew Hedges og eiginkona hans Daniela Tejada. EPA/DANIELA TEJADA Matthew Hedges, sem dæmdur var fyrir njósnir í Sameinuðu arabíska furstadæmunum, segist hafa verið andlega pyntaður í haldi yfirvalda. Hann segist einnig hafa verið beðinn um að gerast útsendari gegn bresku ríkisstjórninni. Hedges var handtekinn í maí og sat í einangrun í marga mánuði. Hann var svo dæmdur í lífstíðarfangelsi þann 21. nóvember og náðaður fimm dögum seinna. Hann segist hafa játað að vera breskur njósnari vegna áðurnefndra pyntingar. „Á þeim tímapunkti átti ég engra kosta völ,“ sagði Hedges í viðtali við BBC.Hann segir fangaverði sína hafa haldið sér í algerri einangrun. Hann hafi einungis fengið að ræða við eiginkonu sína einu sinni í viku og mjög sjaldan fengið að sjá til sólar. Þá segir Hedges að lyfjum hafi nánast verið dælt í hann og hann hafi verið þvingaður til að standa heilu dagana. Hedges átti bókaðan tíma hjá sálfræðingi vegna þunglyndis og kvíða þegar hann var handtekinn og segir fangavistina ekki hafa hjálpað honum á þeim vettvangi. Hann hafi reglulega fengið hræðsluköst og jafnvel íhugað að hengja sig í klefa sínum. Hedges ferðaðist til Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að stunda rannsóknir vegna doktorsritgerðar sinnar um afleiðingar arabíska vorsins svokallaða. Hann hafi verið með ýmis skjöl í fórum sínum þegar hann var handtekinn. Hann hafði varið tíma í landinu á árum áður þegar hann var yngri og hafði jafnvel unnið þar í nokkur ár.Samkvæmt samantekt BBC starfaði Hedges hjá ráðgjafafyrirtæki varðandi net-njósnir í Bretlandi og sem greinandi hjá öðru ráðgjafafyrirtæki og var hann sérhæfður í málefnum Mið-Austurlanda. Þrátt fyrir að hann hafi verið náðaður staðhæfa yfirvöld Sameinuðu arabísku furstadæmanna að Hedges sé njósnari. Tengdar fréttir Doktorsnemi sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi náðaður Breskur doktorsnemi sem var í liðinni viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur verið náðaður. 26. nóvember 2018 08:29 Breskur doktorsnemi dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir Dómstóll í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dæmt 31 árs gamlan breskan doktorsnema í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. 21. nóvember 2018 13:35 Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin.“ 23. ágúst 2018 12:04 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Matthew Hedges, sem dæmdur var fyrir njósnir í Sameinuðu arabíska furstadæmunum, segist hafa verið andlega pyntaður í haldi yfirvalda. Hann segist einnig hafa verið beðinn um að gerast útsendari gegn bresku ríkisstjórninni. Hedges var handtekinn í maí og sat í einangrun í marga mánuði. Hann var svo dæmdur í lífstíðarfangelsi þann 21. nóvember og náðaður fimm dögum seinna. Hann segist hafa játað að vera breskur njósnari vegna áðurnefndra pyntingar. „Á þeim tímapunkti átti ég engra kosta völ,“ sagði Hedges í viðtali við BBC.Hann segir fangaverði sína hafa haldið sér í algerri einangrun. Hann hafi einungis fengið að ræða við eiginkonu sína einu sinni í viku og mjög sjaldan fengið að sjá til sólar. Þá segir Hedges að lyfjum hafi nánast verið dælt í hann og hann hafi verið þvingaður til að standa heilu dagana. Hedges átti bókaðan tíma hjá sálfræðingi vegna þunglyndis og kvíða þegar hann var handtekinn og segir fangavistina ekki hafa hjálpað honum á þeim vettvangi. Hann hafi reglulega fengið hræðsluköst og jafnvel íhugað að hengja sig í klefa sínum. Hedges ferðaðist til Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að stunda rannsóknir vegna doktorsritgerðar sinnar um afleiðingar arabíska vorsins svokallaða. Hann hafi verið með ýmis skjöl í fórum sínum þegar hann var handtekinn. Hann hafði varið tíma í landinu á árum áður þegar hann var yngri og hafði jafnvel unnið þar í nokkur ár.Samkvæmt samantekt BBC starfaði Hedges hjá ráðgjafafyrirtæki varðandi net-njósnir í Bretlandi og sem greinandi hjá öðru ráðgjafafyrirtæki og var hann sérhæfður í málefnum Mið-Austurlanda. Þrátt fyrir að hann hafi verið náðaður staðhæfa yfirvöld Sameinuðu arabísku furstadæmanna að Hedges sé njósnari.
Tengdar fréttir Doktorsnemi sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi náðaður Breskur doktorsnemi sem var í liðinni viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur verið náðaður. 26. nóvember 2018 08:29 Breskur doktorsnemi dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir Dómstóll í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dæmt 31 árs gamlan breskan doktorsnema í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. 21. nóvember 2018 13:35 Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin.“ 23. ágúst 2018 12:04 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Doktorsnemi sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi náðaður Breskur doktorsnemi sem var í liðinni viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur verið náðaður. 26. nóvember 2018 08:29
Breskur doktorsnemi dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir Dómstóll í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dæmt 31 árs gamlan breskan doktorsnema í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. 21. nóvember 2018 13:35
Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin.“ 23. ágúst 2018 12:04