Breskur „njósnari“ segist hafa verið pyntaður Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2018 14:20 Matthew Hedges og eiginkona hans Daniela Tejada. EPA/DANIELA TEJADA Matthew Hedges, sem dæmdur var fyrir njósnir í Sameinuðu arabíska furstadæmunum, segist hafa verið andlega pyntaður í haldi yfirvalda. Hann segist einnig hafa verið beðinn um að gerast útsendari gegn bresku ríkisstjórninni. Hedges var handtekinn í maí og sat í einangrun í marga mánuði. Hann var svo dæmdur í lífstíðarfangelsi þann 21. nóvember og náðaður fimm dögum seinna. Hann segist hafa játað að vera breskur njósnari vegna áðurnefndra pyntingar. „Á þeim tímapunkti átti ég engra kosta völ,“ sagði Hedges í viðtali við BBC.Hann segir fangaverði sína hafa haldið sér í algerri einangrun. Hann hafi einungis fengið að ræða við eiginkonu sína einu sinni í viku og mjög sjaldan fengið að sjá til sólar. Þá segir Hedges að lyfjum hafi nánast verið dælt í hann og hann hafi verið þvingaður til að standa heilu dagana. Hedges átti bókaðan tíma hjá sálfræðingi vegna þunglyndis og kvíða þegar hann var handtekinn og segir fangavistina ekki hafa hjálpað honum á þeim vettvangi. Hann hafi reglulega fengið hræðsluköst og jafnvel íhugað að hengja sig í klefa sínum. Hedges ferðaðist til Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að stunda rannsóknir vegna doktorsritgerðar sinnar um afleiðingar arabíska vorsins svokallaða. Hann hafi verið með ýmis skjöl í fórum sínum þegar hann var handtekinn. Hann hafði varið tíma í landinu á árum áður þegar hann var yngri og hafði jafnvel unnið þar í nokkur ár.Samkvæmt samantekt BBC starfaði Hedges hjá ráðgjafafyrirtæki varðandi net-njósnir í Bretlandi og sem greinandi hjá öðru ráðgjafafyrirtæki og var hann sérhæfður í málefnum Mið-Austurlanda. Þrátt fyrir að hann hafi verið náðaður staðhæfa yfirvöld Sameinuðu arabísku furstadæmanna að Hedges sé njósnari. Tengdar fréttir Doktorsnemi sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi náðaður Breskur doktorsnemi sem var í liðinni viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur verið náðaður. 26. nóvember 2018 08:29 Breskur doktorsnemi dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir Dómstóll í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dæmt 31 árs gamlan breskan doktorsnema í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. 21. nóvember 2018 13:35 Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin.“ 23. ágúst 2018 12:04 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Matthew Hedges, sem dæmdur var fyrir njósnir í Sameinuðu arabíska furstadæmunum, segist hafa verið andlega pyntaður í haldi yfirvalda. Hann segist einnig hafa verið beðinn um að gerast útsendari gegn bresku ríkisstjórninni. Hedges var handtekinn í maí og sat í einangrun í marga mánuði. Hann var svo dæmdur í lífstíðarfangelsi þann 21. nóvember og náðaður fimm dögum seinna. Hann segist hafa játað að vera breskur njósnari vegna áðurnefndra pyntingar. „Á þeim tímapunkti átti ég engra kosta völ,“ sagði Hedges í viðtali við BBC.Hann segir fangaverði sína hafa haldið sér í algerri einangrun. Hann hafi einungis fengið að ræða við eiginkonu sína einu sinni í viku og mjög sjaldan fengið að sjá til sólar. Þá segir Hedges að lyfjum hafi nánast verið dælt í hann og hann hafi verið þvingaður til að standa heilu dagana. Hedges átti bókaðan tíma hjá sálfræðingi vegna þunglyndis og kvíða þegar hann var handtekinn og segir fangavistina ekki hafa hjálpað honum á þeim vettvangi. Hann hafi reglulega fengið hræðsluköst og jafnvel íhugað að hengja sig í klefa sínum. Hedges ferðaðist til Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að stunda rannsóknir vegna doktorsritgerðar sinnar um afleiðingar arabíska vorsins svokallaða. Hann hafi verið með ýmis skjöl í fórum sínum þegar hann var handtekinn. Hann hafði varið tíma í landinu á árum áður þegar hann var yngri og hafði jafnvel unnið þar í nokkur ár.Samkvæmt samantekt BBC starfaði Hedges hjá ráðgjafafyrirtæki varðandi net-njósnir í Bretlandi og sem greinandi hjá öðru ráðgjafafyrirtæki og var hann sérhæfður í málefnum Mið-Austurlanda. Þrátt fyrir að hann hafi verið náðaður staðhæfa yfirvöld Sameinuðu arabísku furstadæmanna að Hedges sé njósnari.
Tengdar fréttir Doktorsnemi sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi náðaður Breskur doktorsnemi sem var í liðinni viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur verið náðaður. 26. nóvember 2018 08:29 Breskur doktorsnemi dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir Dómstóll í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dæmt 31 árs gamlan breskan doktorsnema í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. 21. nóvember 2018 13:35 Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin.“ 23. ágúst 2018 12:04 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Doktorsnemi sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi náðaður Breskur doktorsnemi sem var í liðinni viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur verið náðaður. 26. nóvember 2018 08:29
Breskur doktorsnemi dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir Dómstóll í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dæmt 31 árs gamlan breskan doktorsnema í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. 21. nóvember 2018 13:35
Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin.“ 23. ágúst 2018 12:04
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila