Vinnustaðasálfræðingur með starfsmenn Rásar 1 í meðferð Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 09:48 Þröstur segir að þau á Rás 1 hafi verið að vinna í að efla innra samtal og samstarf, efla teymið með aðstoð sérfræðinga. Að undanförnu hefur vinnusálfræðingur verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Nýverið var gerð könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar, sem telur um 250 starfsmenn, var ánægja ríkjandi. Nema, könnunin leiddi í ljós óánægju meðal starfsmanna á Rás 1 en þar eru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir hefur rætt við nokkra starfsmenn á RÚV sem lýsa þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum sem fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir telja þennan vanda snúa að einum manni sem er Þröstur Helgason yfirmaður Rásar 1. Hann þykir ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum.Mannauðsstjóri kannaðist ekki við neina vinnustaðasálfræðinga Þegar Vísir bar þetta undir Þóru Margréti Pálsdóttur mannauðsstjóra stofnunarinnar sagði hún þetta ekki rétt. Og að hún hafi ekkert um svona mál að segja. Breytti engu þó henni væri bent á að Vísir hefði fyrir þessu margvíslegar heimildir. En, sem betur fer kannaðist Þröstur Helgason hins vegar við málið, þegar í hann náðist:Þóra Margrét mannauðsstjóri kannaðist ekkert við málið.„Við erum alltaf að kappkosta að gera betur og eitt af því sem við höfum verið að vinna í er að efla innra samtal og samstarf, efla teymið. Ég sem stjórnandi reyni að bregðast við þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Þröstur og lýsir því að þau á Rás 1 hafi ákveðið að þjappa hópnum saman með vinnufundum þar sem sérfræðingur leiðir umræður í hópnum um vinnuna, samskiptin og álag í starfi. „Þetta hefur gert okkur gott og mér þar á meðal. Markmiðið er að halda áfram að bæta dagskrána á Rás 1 á sama tíma og við þjöppum hópnum saman.“Rás 1 í stórsókn Þröstur gefur ekkert út á það að hann þyki ekki það sem einn starfsmanna RÚV kallaði „peoples person“ en, það fylgdi jafnframt sögunni að hlustun á Rás 1 hefur aukist mjög undir stjórn Þrastar. „Jú, það er rétt, hlutdeild Rásar 1 í útvarpshlustun hefur aukist umtalsvert síðustu misseri og ár. Hlustunin hefur ekki verið meiri um árabil en aukningin er um það bil 20 prósent. Á þessu ári hefur hlutdeild Rásar 1 verið 23 prósent en hún var 16 prósent árið 2014.“ Þröstur segir hlutdeild Rásar 1 hafa á þessu ári farið mest upp í 27 prósent en það er mesta hlutdeild sem mælst hefur frá því að rafrænar mælingar hófust fyrir áratug eða svo. „Við erum afskaplega stolt af þessu enda ekki sjálfgefið á þessum tímum að vandað útvarp þar sem gefinn er tími til að kryfja mál fái meiri hlustun. Ástæðan er auðvitað sú að við búum að einstaklega sterkum hópi dagskrárgerðamanna.“ Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Að undanförnu hefur vinnusálfræðingur verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Nýverið var gerð könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar, sem telur um 250 starfsmenn, var ánægja ríkjandi. Nema, könnunin leiddi í ljós óánægju meðal starfsmanna á Rás 1 en þar eru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir hefur rætt við nokkra starfsmenn á RÚV sem lýsa þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum sem fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir telja þennan vanda snúa að einum manni sem er Þröstur Helgason yfirmaður Rásar 1. Hann þykir ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum.Mannauðsstjóri kannaðist ekki við neina vinnustaðasálfræðinga Þegar Vísir bar þetta undir Þóru Margréti Pálsdóttur mannauðsstjóra stofnunarinnar sagði hún þetta ekki rétt. Og að hún hafi ekkert um svona mál að segja. Breytti engu þó henni væri bent á að Vísir hefði fyrir þessu margvíslegar heimildir. En, sem betur fer kannaðist Þröstur Helgason hins vegar við málið, þegar í hann náðist:Þóra Margrét mannauðsstjóri kannaðist ekkert við málið.„Við erum alltaf að kappkosta að gera betur og eitt af því sem við höfum verið að vinna í er að efla innra samtal og samstarf, efla teymið. Ég sem stjórnandi reyni að bregðast við þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Þröstur og lýsir því að þau á Rás 1 hafi ákveðið að þjappa hópnum saman með vinnufundum þar sem sérfræðingur leiðir umræður í hópnum um vinnuna, samskiptin og álag í starfi. „Þetta hefur gert okkur gott og mér þar á meðal. Markmiðið er að halda áfram að bæta dagskrána á Rás 1 á sama tíma og við þjöppum hópnum saman.“Rás 1 í stórsókn Þröstur gefur ekkert út á það að hann þyki ekki það sem einn starfsmanna RÚV kallaði „peoples person“ en, það fylgdi jafnframt sögunni að hlustun á Rás 1 hefur aukist mjög undir stjórn Þrastar. „Jú, það er rétt, hlutdeild Rásar 1 í útvarpshlustun hefur aukist umtalsvert síðustu misseri og ár. Hlustunin hefur ekki verið meiri um árabil en aukningin er um það bil 20 prósent. Á þessu ári hefur hlutdeild Rásar 1 verið 23 prósent en hún var 16 prósent árið 2014.“ Þröstur segir hlutdeild Rásar 1 hafa á þessu ári farið mest upp í 27 prósent en það er mesta hlutdeild sem mælst hefur frá því að rafrænar mælingar hófust fyrir áratug eða svo. „Við erum afskaplega stolt af þessu enda ekki sjálfgefið á þessum tímum að vandað útvarp þar sem gefinn er tími til að kryfja mál fái meiri hlustun. Ástæðan er auðvitað sú að við búum að einstaklega sterkum hópi dagskrárgerðamanna.“
Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira