Löng bið á enda hjá Laurent Koscielny í leik á móti Hannesi og félögum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2018 15:00 Laurent Koscielny. Vísir/Getty Franski miðvörðurinn Laurent Koscielny snýr aftur í aðallið Arsenal í dag eftir sjö mánaða fjarveru. Laurent Koscielny sleit hásin 3. maí síðastliðinn í seinni undanúrslitaleiknum á móti Atlético Madrid í Evrópudeildinni. Laurent Koscielny hafði verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu sem og undanfarin ár. Koscielny missti fyrir vikið að síðustu leikjum tímabilsins sem og heimsmeistaramótinu með Frökkum en franska liðið fór þar alla leið og varð heimsmeistari. Laurent Koscielny spilaði með 21 árs liði Arsenal í síðustu viku og er búin að ná sér að fullu af hásinarmeiðslunum.Should we expect to see these against @FKQarabaghEN?#UEL — Arsenal FC (@Arsenal) December 12, 2018Laurent Koscielny kemur inn í byrjunarlið Arsenal í kvöld á móti Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Qarabag. Hannes hefur staðið í markinu í síðustu tveimur leikjum Qarabag í Evrópudeildinni en var ekki með í fyrri leiknum á móti Arsenal. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti endurkomu Koscielny á blaðamannafundi fyrir leikinn en hann var hinsvegar ekki tilbúinn að gefa það út hvað hann ætlar að gera með Mesut Özil í leiknum kvöld sem fer fram á heimavelli Arsenal. BBC segir frá. Aaron Ramsey ætti að koma til baka eftir meiðsli en Arsenal verður án þeirra Konstantinos Mavropanos, Danny Welbeck og Shkodran Mustafi. Það vantar líka Rob Holding sem meiddist illa á dögunum en Holding, Mavropanos og Mustafi eru allir miðverðir og því kemur endurkoma Koscielny sér vel.Back in business! It's a big night for Arsenal's Laurent Koscielny.https://t.co/XG3QBOMHUq#AFCpic.twitter.com/vemR4DNB6c — BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2018„Við ætlum að skoða hvort hann geti spilað 90 mínútur í þessum leik,“ sagði Unai Emery um möguleikann á því að Laurent Koscielny spili líka á móti Southampton á sunnudaginn. „Við getum notað annan leikmann í þessari stöðu, eins og sem dæmi Nacho Monreal sem hefur spilað sem miðvörður á sínum ferli,“ sagði Emery en Nacho Monreal spilar vanalega sem bakvörður. „Við munum taka þessa ákvörðun þegar við þurfum þess en nú þurfum við bara að hugsa um þennan leik og sjá hvernig honum líður eftir hann,“ sagði Emery.Leikur Arsenal og Qarabag hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Franski miðvörðurinn Laurent Koscielny snýr aftur í aðallið Arsenal í dag eftir sjö mánaða fjarveru. Laurent Koscielny sleit hásin 3. maí síðastliðinn í seinni undanúrslitaleiknum á móti Atlético Madrid í Evrópudeildinni. Laurent Koscielny hafði verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu sem og undanfarin ár. Koscielny missti fyrir vikið að síðustu leikjum tímabilsins sem og heimsmeistaramótinu með Frökkum en franska liðið fór þar alla leið og varð heimsmeistari. Laurent Koscielny spilaði með 21 árs liði Arsenal í síðustu viku og er búin að ná sér að fullu af hásinarmeiðslunum.Should we expect to see these against @FKQarabaghEN?#UEL — Arsenal FC (@Arsenal) December 12, 2018Laurent Koscielny kemur inn í byrjunarlið Arsenal í kvöld á móti Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Qarabag. Hannes hefur staðið í markinu í síðustu tveimur leikjum Qarabag í Evrópudeildinni en var ekki með í fyrri leiknum á móti Arsenal. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti endurkomu Koscielny á blaðamannafundi fyrir leikinn en hann var hinsvegar ekki tilbúinn að gefa það út hvað hann ætlar að gera með Mesut Özil í leiknum kvöld sem fer fram á heimavelli Arsenal. BBC segir frá. Aaron Ramsey ætti að koma til baka eftir meiðsli en Arsenal verður án þeirra Konstantinos Mavropanos, Danny Welbeck og Shkodran Mustafi. Það vantar líka Rob Holding sem meiddist illa á dögunum en Holding, Mavropanos og Mustafi eru allir miðverðir og því kemur endurkoma Koscielny sér vel.Back in business! It's a big night for Arsenal's Laurent Koscielny.https://t.co/XG3QBOMHUq#AFCpic.twitter.com/vemR4DNB6c — BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2018„Við ætlum að skoða hvort hann geti spilað 90 mínútur í þessum leik,“ sagði Unai Emery um möguleikann á því að Laurent Koscielny spili líka á móti Southampton á sunnudaginn. „Við getum notað annan leikmann í þessari stöðu, eins og sem dæmi Nacho Monreal sem hefur spilað sem miðvörður á sínum ferli,“ sagði Emery en Nacho Monreal spilar vanalega sem bakvörður. „Við munum taka þessa ákvörðun þegar við þurfum þess en nú þurfum við bara að hugsa um þennan leik og sjá hvernig honum líður eftir hann,“ sagði Emery.Leikur Arsenal og Qarabag hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira