Biðjast afsökunar á að hafa sigað löggunni á svarta viðskiptavini Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 08:51 Starbucks hefur sætt gagnrýni fyrir að mismuna viðskiptavinum eftir kynþætti í kjölfar uppákomunnar. Vísir/AFP Forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur neyðst til að biðja tvo svarta viðskiptavini afsökunar á því að starfsmenn kaffihúss í Fíladelfíu hringdu á lögregluna til að láta vísa þeim út þegar þeir biðu eftir vini sínum. Snjallsímamyndband af uppákomunni fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla á fimmtudag. Mennirnir tveir sátu á kaffihúsi Starbucks og höfðu ekki pantað sér neitt því þeir voru enn að bíða eftir þriðja félaga sínum. Sex lögreglumenn sem starfsmenn höfðu kallað til báðu mennina tvo um að yfirgefa staðinn. Þegar vinur þeirra mætti á staðinn og reyndi að útskýra málið sögðu lögreglumennirnir honum að þeir hefðu óhlýðnast fyrirmælum og yrðu handteknir fyrir að vera á staðnum í leyfisleysi. Mönnunum tveimur var sleppt úr haldi lögreglu á föstudag. Þá höfðu þeir verið í haldi í nærri því níu klukkustundir að sögn lögmanns þeirra. Þeir voru ekki ákærðir, að sögn Washington Post.@Starbucks The police were called because these men hadn't ordered anything. They were waiting for a friend to show up, who did as they were taken out in handcuffs for doing nothing. All the other white ppl are wondering why it's never happened to us when we do the same thing. pic.twitter.com/0U4Pzs55Ci— Melissa DePino (@missydepino) April 12, 2018 Ámælisverð niðurstaða Starbucks var í kjölfarið sakað um að mismuna viðskiptasínum eftir kynþætti. Aldrei hefði verið hringt á lögreglu ef mennirnir hefðu verið hvítir. Kevin Johnson, forstjóri Starbucks, bað mennina tvo afsökunar í gær. Í yfirlýsingu til viðskiptavina og starfsmanna sagði hann að „niðurdrepandi“ uppákoma hefði átt sér stað á kaffihúsinu í Fíladelfíu sem hefði endað á „ámælisverðan hátt“. Sagði hann að Starbucks myndi rannsaka uppákomuna og gera þær breytingar sem til þarf til að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig. „Verslunarstjórinn okkar ætlaðist aldrei til þess að mennirnir yrðu handteknir og þetta hefði aldrei átt að stigmagnast eins og það gerðist,“ sagði Johnson en lögreglan í Fíladelfíu hefur einnig sætt gagnrýni fyrir handtöku mannanna. Bandaríkin Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur neyðst til að biðja tvo svarta viðskiptavini afsökunar á því að starfsmenn kaffihúss í Fíladelfíu hringdu á lögregluna til að láta vísa þeim út þegar þeir biðu eftir vini sínum. Snjallsímamyndband af uppákomunni fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla á fimmtudag. Mennirnir tveir sátu á kaffihúsi Starbucks og höfðu ekki pantað sér neitt því þeir voru enn að bíða eftir þriðja félaga sínum. Sex lögreglumenn sem starfsmenn höfðu kallað til báðu mennina tvo um að yfirgefa staðinn. Þegar vinur þeirra mætti á staðinn og reyndi að útskýra málið sögðu lögreglumennirnir honum að þeir hefðu óhlýðnast fyrirmælum og yrðu handteknir fyrir að vera á staðnum í leyfisleysi. Mönnunum tveimur var sleppt úr haldi lögreglu á föstudag. Þá höfðu þeir verið í haldi í nærri því níu klukkustundir að sögn lögmanns þeirra. Þeir voru ekki ákærðir, að sögn Washington Post.@Starbucks The police were called because these men hadn't ordered anything. They were waiting for a friend to show up, who did as they were taken out in handcuffs for doing nothing. All the other white ppl are wondering why it's never happened to us when we do the same thing. pic.twitter.com/0U4Pzs55Ci— Melissa DePino (@missydepino) April 12, 2018 Ámælisverð niðurstaða Starbucks var í kjölfarið sakað um að mismuna viðskiptasínum eftir kynþætti. Aldrei hefði verið hringt á lögreglu ef mennirnir hefðu verið hvítir. Kevin Johnson, forstjóri Starbucks, bað mennina tvo afsökunar í gær. Í yfirlýsingu til viðskiptavina og starfsmanna sagði hann að „niðurdrepandi“ uppákoma hefði átt sér stað á kaffihúsinu í Fíladelfíu sem hefði endað á „ámælisverðan hátt“. Sagði hann að Starbucks myndi rannsaka uppákomuna og gera þær breytingar sem til þarf til að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig. „Verslunarstjórinn okkar ætlaðist aldrei til þess að mennirnir yrðu handteknir og þetta hefði aldrei átt að stigmagnast eins og það gerðist,“ sagði Johnson en lögreglan í Fíladelfíu hefur einnig sætt gagnrýni fyrir handtöku mannanna.
Bandaríkin Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira