Biðjast afsökunar á að hafa sigað löggunni á svarta viðskiptavini Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 08:51 Starbucks hefur sætt gagnrýni fyrir að mismuna viðskiptavinum eftir kynþætti í kjölfar uppákomunnar. Vísir/AFP Forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur neyðst til að biðja tvo svarta viðskiptavini afsökunar á því að starfsmenn kaffihúss í Fíladelfíu hringdu á lögregluna til að láta vísa þeim út þegar þeir biðu eftir vini sínum. Snjallsímamyndband af uppákomunni fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla á fimmtudag. Mennirnir tveir sátu á kaffihúsi Starbucks og höfðu ekki pantað sér neitt því þeir voru enn að bíða eftir þriðja félaga sínum. Sex lögreglumenn sem starfsmenn höfðu kallað til báðu mennina tvo um að yfirgefa staðinn. Þegar vinur þeirra mætti á staðinn og reyndi að útskýra málið sögðu lögreglumennirnir honum að þeir hefðu óhlýðnast fyrirmælum og yrðu handteknir fyrir að vera á staðnum í leyfisleysi. Mönnunum tveimur var sleppt úr haldi lögreglu á föstudag. Þá höfðu þeir verið í haldi í nærri því níu klukkustundir að sögn lögmanns þeirra. Þeir voru ekki ákærðir, að sögn Washington Post.@Starbucks The police were called because these men hadn't ordered anything. They were waiting for a friend to show up, who did as they were taken out in handcuffs for doing nothing. All the other white ppl are wondering why it's never happened to us when we do the same thing. pic.twitter.com/0U4Pzs55Ci— Melissa DePino (@missydepino) April 12, 2018 Ámælisverð niðurstaða Starbucks var í kjölfarið sakað um að mismuna viðskiptasínum eftir kynþætti. Aldrei hefði verið hringt á lögreglu ef mennirnir hefðu verið hvítir. Kevin Johnson, forstjóri Starbucks, bað mennina tvo afsökunar í gær. Í yfirlýsingu til viðskiptavina og starfsmanna sagði hann að „niðurdrepandi“ uppákoma hefði átt sér stað á kaffihúsinu í Fíladelfíu sem hefði endað á „ámælisverðan hátt“. Sagði hann að Starbucks myndi rannsaka uppákomuna og gera þær breytingar sem til þarf til að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig. „Verslunarstjórinn okkar ætlaðist aldrei til þess að mennirnir yrðu handteknir og þetta hefði aldrei átt að stigmagnast eins og það gerðist,“ sagði Johnson en lögreglan í Fíladelfíu hefur einnig sætt gagnrýni fyrir handtöku mannanna. Bandaríkin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur neyðst til að biðja tvo svarta viðskiptavini afsökunar á því að starfsmenn kaffihúss í Fíladelfíu hringdu á lögregluna til að láta vísa þeim út þegar þeir biðu eftir vini sínum. Snjallsímamyndband af uppákomunni fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla á fimmtudag. Mennirnir tveir sátu á kaffihúsi Starbucks og höfðu ekki pantað sér neitt því þeir voru enn að bíða eftir þriðja félaga sínum. Sex lögreglumenn sem starfsmenn höfðu kallað til báðu mennina tvo um að yfirgefa staðinn. Þegar vinur þeirra mætti á staðinn og reyndi að útskýra málið sögðu lögreglumennirnir honum að þeir hefðu óhlýðnast fyrirmælum og yrðu handteknir fyrir að vera á staðnum í leyfisleysi. Mönnunum tveimur var sleppt úr haldi lögreglu á föstudag. Þá höfðu þeir verið í haldi í nærri því níu klukkustundir að sögn lögmanns þeirra. Þeir voru ekki ákærðir, að sögn Washington Post.@Starbucks The police were called because these men hadn't ordered anything. They were waiting for a friend to show up, who did as they were taken out in handcuffs for doing nothing. All the other white ppl are wondering why it's never happened to us when we do the same thing. pic.twitter.com/0U4Pzs55Ci— Melissa DePino (@missydepino) April 12, 2018 Ámælisverð niðurstaða Starbucks var í kjölfarið sakað um að mismuna viðskiptasínum eftir kynþætti. Aldrei hefði verið hringt á lögreglu ef mennirnir hefðu verið hvítir. Kevin Johnson, forstjóri Starbucks, bað mennina tvo afsökunar í gær. Í yfirlýsingu til viðskiptavina og starfsmanna sagði hann að „niðurdrepandi“ uppákoma hefði átt sér stað á kaffihúsinu í Fíladelfíu sem hefði endað á „ámælisverðan hátt“. Sagði hann að Starbucks myndi rannsaka uppákomuna og gera þær breytingar sem til þarf til að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig. „Verslunarstjórinn okkar ætlaðist aldrei til þess að mennirnir yrðu handteknir og þetta hefði aldrei átt að stigmagnast eins og það gerðist,“ sagði Johnson en lögreglan í Fíladelfíu hefur einnig sætt gagnrýni fyrir handtöku mannanna.
Bandaríkin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent