Biðjast afsökunar á að hafa sigað löggunni á svarta viðskiptavini Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 08:51 Starbucks hefur sætt gagnrýni fyrir að mismuna viðskiptavinum eftir kynþætti í kjölfar uppákomunnar. Vísir/AFP Forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur neyðst til að biðja tvo svarta viðskiptavini afsökunar á því að starfsmenn kaffihúss í Fíladelfíu hringdu á lögregluna til að láta vísa þeim út þegar þeir biðu eftir vini sínum. Snjallsímamyndband af uppákomunni fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla á fimmtudag. Mennirnir tveir sátu á kaffihúsi Starbucks og höfðu ekki pantað sér neitt því þeir voru enn að bíða eftir þriðja félaga sínum. Sex lögreglumenn sem starfsmenn höfðu kallað til báðu mennina tvo um að yfirgefa staðinn. Þegar vinur þeirra mætti á staðinn og reyndi að útskýra málið sögðu lögreglumennirnir honum að þeir hefðu óhlýðnast fyrirmælum og yrðu handteknir fyrir að vera á staðnum í leyfisleysi. Mönnunum tveimur var sleppt úr haldi lögreglu á föstudag. Þá höfðu þeir verið í haldi í nærri því níu klukkustundir að sögn lögmanns þeirra. Þeir voru ekki ákærðir, að sögn Washington Post.@Starbucks The police were called because these men hadn't ordered anything. They were waiting for a friend to show up, who did as they were taken out in handcuffs for doing nothing. All the other white ppl are wondering why it's never happened to us when we do the same thing. pic.twitter.com/0U4Pzs55Ci— Melissa DePino (@missydepino) April 12, 2018 Ámælisverð niðurstaða Starbucks var í kjölfarið sakað um að mismuna viðskiptasínum eftir kynþætti. Aldrei hefði verið hringt á lögreglu ef mennirnir hefðu verið hvítir. Kevin Johnson, forstjóri Starbucks, bað mennina tvo afsökunar í gær. Í yfirlýsingu til viðskiptavina og starfsmanna sagði hann að „niðurdrepandi“ uppákoma hefði átt sér stað á kaffihúsinu í Fíladelfíu sem hefði endað á „ámælisverðan hátt“. Sagði hann að Starbucks myndi rannsaka uppákomuna og gera þær breytingar sem til þarf til að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig. „Verslunarstjórinn okkar ætlaðist aldrei til þess að mennirnir yrðu handteknir og þetta hefði aldrei átt að stigmagnast eins og það gerðist,“ sagði Johnson en lögreglan í Fíladelfíu hefur einnig sætt gagnrýni fyrir handtöku mannanna. Bandaríkin Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur neyðst til að biðja tvo svarta viðskiptavini afsökunar á því að starfsmenn kaffihúss í Fíladelfíu hringdu á lögregluna til að láta vísa þeim út þegar þeir biðu eftir vini sínum. Snjallsímamyndband af uppákomunni fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla á fimmtudag. Mennirnir tveir sátu á kaffihúsi Starbucks og höfðu ekki pantað sér neitt því þeir voru enn að bíða eftir þriðja félaga sínum. Sex lögreglumenn sem starfsmenn höfðu kallað til báðu mennina tvo um að yfirgefa staðinn. Þegar vinur þeirra mætti á staðinn og reyndi að útskýra málið sögðu lögreglumennirnir honum að þeir hefðu óhlýðnast fyrirmælum og yrðu handteknir fyrir að vera á staðnum í leyfisleysi. Mönnunum tveimur var sleppt úr haldi lögreglu á föstudag. Þá höfðu þeir verið í haldi í nærri því níu klukkustundir að sögn lögmanns þeirra. Þeir voru ekki ákærðir, að sögn Washington Post.@Starbucks The police were called because these men hadn't ordered anything. They were waiting for a friend to show up, who did as they were taken out in handcuffs for doing nothing. All the other white ppl are wondering why it's never happened to us when we do the same thing. pic.twitter.com/0U4Pzs55Ci— Melissa DePino (@missydepino) April 12, 2018 Ámælisverð niðurstaða Starbucks var í kjölfarið sakað um að mismuna viðskiptasínum eftir kynþætti. Aldrei hefði verið hringt á lögreglu ef mennirnir hefðu verið hvítir. Kevin Johnson, forstjóri Starbucks, bað mennina tvo afsökunar í gær. Í yfirlýsingu til viðskiptavina og starfsmanna sagði hann að „niðurdrepandi“ uppákoma hefði átt sér stað á kaffihúsinu í Fíladelfíu sem hefði endað á „ámælisverðan hátt“. Sagði hann að Starbucks myndi rannsaka uppákomuna og gera þær breytingar sem til þarf til að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig. „Verslunarstjórinn okkar ætlaðist aldrei til þess að mennirnir yrðu handteknir og þetta hefði aldrei átt að stigmagnast eins og það gerðist,“ sagði Johnson en lögreglan í Fíladelfíu hefur einnig sætt gagnrýni fyrir handtöku mannanna.
Bandaríkin Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira