Fleiri fórnarlömb parsins stíga fram Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2018 10:16 Grant William Robicheaux og Cerissa Riley. Vísir/EPA Skurðlæknirinn Grant William Robicheaux og kærasta hans Cerissa Riley þvertaka fyrir að hafa byrlað minnst tveimur konum ólyfjan og nauðgað þeim. Þau hafa verið ákærð fyrir að nauðga tveimur konum en grunur leikur á að fórnarlömbin hafi verið mun fleiri. Minnst sex konur hafa stigið fram til viðbótar en mikill fjöldi myndbanda fannst á símum þeirra sem þau munu hafa tekið af meintum fórnarlömbum sínum. Saksóknarar segja bersýnilegt á nokkrum myndböndum að konunum hefði verið byrlað ólyfjan.USA Today segir rannsakendur gruna parið um að hafa farið á fjölda tónlistarhátíða á undanförnum árum til að leita að fórnarlömbum. Robicheaux og Riley eru frá Kaliforníu. Hins vegar eru tvær af konunum sex sem hafa stigið fram eftir að fyrstu ákærurnar voru opinberaðar frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna.Sjá einnig: Bandarískur skurðlæknir og kærasta hans grunuð um fjölda nauðganaLögmaður parsins gaf í gærkvöldi út tilkynningu þar sem haft er eftir þeim að þau þvertaki fyrir að hafa brotið gegn konum. Þar segir að þau hafi vitað af ásökununum um nokkuð skeið og muni neita þeim fyrir dómi. Þá sagði lögmaðurinn að ákærurnar kæmu störfum Robicheaux ekkert við. Í tilkynningunni segir enn fremur að parið telji ásakanirnar grafa undan „raunverulegum fórnarlömbum kynferðisofbeldis“. Verði þau fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að 30 til 40 ára fangelsisvist. Tengdar fréttir Bandarískur skurðlæknir og kærasta hans grunuð um fjölda nauðgana Sögð hafa nýtt sér fagurt útlit og persónutöfra til að lokka til sín fórnarlömb. 18. september 2018 23:42 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Skurðlæknirinn Grant William Robicheaux og kærasta hans Cerissa Riley þvertaka fyrir að hafa byrlað minnst tveimur konum ólyfjan og nauðgað þeim. Þau hafa verið ákærð fyrir að nauðga tveimur konum en grunur leikur á að fórnarlömbin hafi verið mun fleiri. Minnst sex konur hafa stigið fram til viðbótar en mikill fjöldi myndbanda fannst á símum þeirra sem þau munu hafa tekið af meintum fórnarlömbum sínum. Saksóknarar segja bersýnilegt á nokkrum myndböndum að konunum hefði verið byrlað ólyfjan.USA Today segir rannsakendur gruna parið um að hafa farið á fjölda tónlistarhátíða á undanförnum árum til að leita að fórnarlömbum. Robicheaux og Riley eru frá Kaliforníu. Hins vegar eru tvær af konunum sex sem hafa stigið fram eftir að fyrstu ákærurnar voru opinberaðar frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna.Sjá einnig: Bandarískur skurðlæknir og kærasta hans grunuð um fjölda nauðganaLögmaður parsins gaf í gærkvöldi út tilkynningu þar sem haft er eftir þeim að þau þvertaki fyrir að hafa brotið gegn konum. Þar segir að þau hafi vitað af ásökununum um nokkuð skeið og muni neita þeim fyrir dómi. Þá sagði lögmaðurinn að ákærurnar kæmu störfum Robicheaux ekkert við. Í tilkynningunni segir enn fremur að parið telji ásakanirnar grafa undan „raunverulegum fórnarlömbum kynferðisofbeldis“. Verði þau fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að 30 til 40 ára fangelsisvist.
Tengdar fréttir Bandarískur skurðlæknir og kærasta hans grunuð um fjölda nauðgana Sögð hafa nýtt sér fagurt útlit og persónutöfra til að lokka til sín fórnarlömb. 18. september 2018 23:42 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Bandarískur skurðlæknir og kærasta hans grunuð um fjölda nauðgana Sögð hafa nýtt sér fagurt útlit og persónutöfra til að lokka til sín fórnarlömb. 18. september 2018 23:42