Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2018 17:37 Borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmarsdóttir birti þessa mynd af smáhýsum með fréttinni. Mynd/Facebooksíða Heiðu Bjargar Reykjavíkurborg hyggst verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í miklum félagslegum vanda. Þetta var samþykkt í borgarráði í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að smáhýsin verði tengd veitukerfi og að verið sé að kalla lóðir sem gætu hentað undir þau. Málefni heimilislausra voru mikið í deigunni í sumar og sagði minnihlutinn í borgarstjórn að algert aðgerðaleysi ríkti í málaflokknum hjá borginni. Greint var frá því í sumar að umboðsmaður Alþingis hafi sagt að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012.Hlutafjárframlög til FélagsbústaðaBorgarráð samþykkti einnig að auka stuðning við Félagsbústaði vegna kaupa og uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði. Segir í tilkynningu frá borginni að borgarsjóður muni veita sérstök fjárframlög til að byggja fleiri leiguíbúðir umfram það sem þegar er gert, bæði að hálfu ríkis og borgar. Stuðningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2018 og felur í sér 50-75 milljón króna hækkun á framlögum til uppbyggingar félagslegs húsnæðis. Ákveðið var að biðla til ráðherra um að afnema fjármagnstekjuskatt af lánum sem borgarsjóður veitir Félagsbústöðum ehf. Á þessu ári er gert ráð fyrir að leiguíbúðum Félagsbústaða fjölgi um 100 íbúðir,“ segir í tilkynningunni.Að neðan má sjá Facebook-færslu Heiðu Bjargar. Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. 14. september 2018 19:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í miklum félagslegum vanda. Þetta var samþykkt í borgarráði í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að smáhýsin verði tengd veitukerfi og að verið sé að kalla lóðir sem gætu hentað undir þau. Málefni heimilislausra voru mikið í deigunni í sumar og sagði minnihlutinn í borgarstjórn að algert aðgerðaleysi ríkti í málaflokknum hjá borginni. Greint var frá því í sumar að umboðsmaður Alþingis hafi sagt að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012.Hlutafjárframlög til FélagsbústaðaBorgarráð samþykkti einnig að auka stuðning við Félagsbústaði vegna kaupa og uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði. Segir í tilkynningu frá borginni að borgarsjóður muni veita sérstök fjárframlög til að byggja fleiri leiguíbúðir umfram það sem þegar er gert, bæði að hálfu ríkis og borgar. Stuðningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2018 og felur í sér 50-75 milljón króna hækkun á framlögum til uppbyggingar félagslegs húsnæðis. Ákveðið var að biðla til ráðherra um að afnema fjármagnstekjuskatt af lánum sem borgarsjóður veitir Félagsbústöðum ehf. Á þessu ári er gert ráð fyrir að leiguíbúðum Félagsbústaða fjölgi um 100 íbúðir,“ segir í tilkynningunni.Að neðan má sjá Facebook-færslu Heiðu Bjargar.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. 14. september 2018 19:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30
Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16
Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. 14. september 2018 19:00