Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. september 2018 19:00 Hátt í tuttugu manns bjuggu á tjaldsvæðinu síðasta vetur. Ekki stendur til að bjóða upp á langtímaleigu þar í vetur. Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur og þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. Að sögn stjórnenda tjaldsvæðisins í Laugardal verður hámarksdvalartími í vetur ein vika og hvorki verður heimilt að vera með hjólhýsi né húsbíla á svæðinu. Þarna verður því einungis rekin skammtímaþjónusta fyrir ferðamenn. Þetta er eina heilsárstjaldsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og í fyrra bjuggu þar hátt í tuttugu heimilislausir einstaklingar yfir vetrartímann. Í minnisblaði sem stjórnandi tjaldsvæðisins sendi Reykjavíkurborg í byrjun ágúst sagðist hann opinn fyrir viðræðum um samstarf við borgina um leigu fyrir þá sem búsetuúrræði vantar fyrir. Borgin hefur ekki formlega leitað eftir samstarfi þrátt fyrir að einhverjar viðræður hafi átt sér stað. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, sem hefur dreift tjöldum til heimilislausra, telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni standi þeim ekkert tjaldsvæði opið. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar,Vísir/Ernir„Þá er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér Öskjuhlíðin og Elliðaárdalur. Eða bara svona nærliggjandi umhverfi borgarinnar. Sem er auðvitað ekki gott þar sem þar er ekki aðgengi að salerni og ekki aðgendi að hreinlætisaðstöðu," segir Svala Jóhannesdóttir. Þeim sem höfðust við á tjaldstæðinu í Laugardal í vetur var boðin aðstaða í Víðinesi en fáir þáðu boðið og þótti úrræðið ekki henta mörgum. Fólkið hefur verið á öðrum tjaldsvæðum í sumar og meðal annars á Víðistaðatúni í Hafnafirði. Því verður hins vegar lokað á morgun og þegar fréttastofa leit við í gær vissi fólk ekki hvert hægt yrði að leita eftir það. „Þetta mun verða mikil breyting fyrir það fólk sem hefur í rauninni engan annan kost en að nýta sér tjaldsvæðin," segir Svala. Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09 Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur og þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. Að sögn stjórnenda tjaldsvæðisins í Laugardal verður hámarksdvalartími í vetur ein vika og hvorki verður heimilt að vera með hjólhýsi né húsbíla á svæðinu. Þarna verður því einungis rekin skammtímaþjónusta fyrir ferðamenn. Þetta er eina heilsárstjaldsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og í fyrra bjuggu þar hátt í tuttugu heimilislausir einstaklingar yfir vetrartímann. Í minnisblaði sem stjórnandi tjaldsvæðisins sendi Reykjavíkurborg í byrjun ágúst sagðist hann opinn fyrir viðræðum um samstarf við borgina um leigu fyrir þá sem búsetuúrræði vantar fyrir. Borgin hefur ekki formlega leitað eftir samstarfi þrátt fyrir að einhverjar viðræður hafi átt sér stað. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, sem hefur dreift tjöldum til heimilislausra, telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni standi þeim ekkert tjaldsvæði opið. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar,Vísir/Ernir„Þá er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér Öskjuhlíðin og Elliðaárdalur. Eða bara svona nærliggjandi umhverfi borgarinnar. Sem er auðvitað ekki gott þar sem þar er ekki aðgengi að salerni og ekki aðgendi að hreinlætisaðstöðu," segir Svala Jóhannesdóttir. Þeim sem höfðust við á tjaldstæðinu í Laugardal í vetur var boðin aðstaða í Víðinesi en fáir þáðu boðið og þótti úrræðið ekki henta mörgum. Fólkið hefur verið á öðrum tjaldsvæðum í sumar og meðal annars á Víðistaðatúni í Hafnafirði. Því verður hins vegar lokað á morgun og þegar fréttastofa leit við í gær vissi fólk ekki hvert hægt yrði að leita eftir það. „Þetta mun verða mikil breyting fyrir það fólk sem hefur í rauninni engan annan kost en að nýta sér tjaldsvæðin," segir Svala.
Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09 Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16
Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09
Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15