De Bruyne: Ekki hægt að bera City saman við United og Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 10:30 De Bruyne á blaðamannafundi City í gær. Vísir/Getty Það er ekki hægt að bera sögu Manchester City í Evrópukeppnum við sögu Manchester United og Liverpool. Þetta segir Kevin De Bruyne, leikmaður City sem mætir Monaco í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. City komst alla leið í undanúrslit keppninnar í fyrra. Það var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem liðið komst svo langt en liðið féll þá úr leik fyrir verðandi Evrópumeisturum Real Madrid. De Bruyne var hetjan þegar City sló út PSG í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra en þeir bláklæddu mæta nú öðru frönsku liði, Monaco í 16-liða úrslitum keppninnar en fyrri leikur liðanna er klukkan 19.45 í kvöld. Sjá einnig: Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik „Fólk talar um lið eins og Manchester United og Liverpool og sögu þessara félaga,“ sagði Belgíumaðurinn við enska fjölmiðla. „Þetta eru auðvitað frábær lið og það er ekki hægt að bera okkur saman við þau því að við eigum ekki sama bakgrunn í Evrópukeppnum.“ „United og Liverpool hafa spilað í Evrópukeppnum í áraraðir en við í bara 5-6 ár. Við þurfum meiri tíma til að hægt að bera þessi lið saman.“ Sjá einnig: Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum De Bruyne segist ekki velta sögunni mikið fyrir sér en að hún skipti marga miklu máli. Þess vegna sé talað öðruvísi um Manchester City og hin stóru liðin. „Það vilja allir í Englandi að ensk lið standi sig vel í Evrópukeppnum. Við viljum leggja okkar af mörkum á þeim vettvangi. Ef okkur tekst það næstu 50 árin og vinnum nokkra Evróputitla verður kannski litið á okkur með öðrum augum.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sturridge flýgur veikur heim Daniel Sturridge er á leiðinni heim frá La Manga eftir að framherji Liverpool greindist með vírus. Liverpool segir frá þessu á heimasíðu félagsins. 17. febrúar 2017 11:15 Engin leið í gegn fyrir City-menn Huddersfield Town og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 0-0 jafntefli á John Smith's Stadium í dag. 18. febrúar 2017 16:45 Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. febrúar 2017 06:30 Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn muni fá það óþvegið komist þeir ekki áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 20. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Það er ekki hægt að bera sögu Manchester City í Evrópukeppnum við sögu Manchester United og Liverpool. Þetta segir Kevin De Bruyne, leikmaður City sem mætir Monaco í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. City komst alla leið í undanúrslit keppninnar í fyrra. Það var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem liðið komst svo langt en liðið féll þá úr leik fyrir verðandi Evrópumeisturum Real Madrid. De Bruyne var hetjan þegar City sló út PSG í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra en þeir bláklæddu mæta nú öðru frönsku liði, Monaco í 16-liða úrslitum keppninnar en fyrri leikur liðanna er klukkan 19.45 í kvöld. Sjá einnig: Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik „Fólk talar um lið eins og Manchester United og Liverpool og sögu þessara félaga,“ sagði Belgíumaðurinn við enska fjölmiðla. „Þetta eru auðvitað frábær lið og það er ekki hægt að bera okkur saman við þau því að við eigum ekki sama bakgrunn í Evrópukeppnum.“ „United og Liverpool hafa spilað í Evrópukeppnum í áraraðir en við í bara 5-6 ár. Við þurfum meiri tíma til að hægt að bera þessi lið saman.“ Sjá einnig: Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum De Bruyne segist ekki velta sögunni mikið fyrir sér en að hún skipti marga miklu máli. Þess vegna sé talað öðruvísi um Manchester City og hin stóru liðin. „Það vilja allir í Englandi að ensk lið standi sig vel í Evrópukeppnum. Við viljum leggja okkar af mörkum á þeim vettvangi. Ef okkur tekst það næstu 50 árin og vinnum nokkra Evróputitla verður kannski litið á okkur með öðrum augum.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sturridge flýgur veikur heim Daniel Sturridge er á leiðinni heim frá La Manga eftir að framherji Liverpool greindist með vírus. Liverpool segir frá þessu á heimasíðu félagsins. 17. febrúar 2017 11:15 Engin leið í gegn fyrir City-menn Huddersfield Town og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 0-0 jafntefli á John Smith's Stadium í dag. 18. febrúar 2017 16:45 Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. febrúar 2017 06:30 Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn muni fá það óþvegið komist þeir ekki áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 20. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Sturridge flýgur veikur heim Daniel Sturridge er á leiðinni heim frá La Manga eftir að framherji Liverpool greindist með vírus. Liverpool segir frá þessu á heimasíðu félagsins. 17. febrúar 2017 11:15
Engin leið í gegn fyrir City-menn Huddersfield Town og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 0-0 jafntefli á John Smith's Stadium í dag. 18. febrúar 2017 16:45
Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. febrúar 2017 06:30
Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn muni fá það óþvegið komist þeir ekki áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 20. febrúar 2017 23:15