Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2017 07:00 Mennirnir eru taldir hafa hótað öðrum manni með skotvopni áður en þeir rændu hann, en ekki hafa fengist upplýsingar um hvað þeir tóku. Manninn sakaði ekki að sögn lögreglu. Vísir/Eyþór Fjórir menn voru handteknir í íbúð á Laugarnesvegi rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Garðabæ á bílastæði í Kauptúni fyrr um daginn. Í íbúðinni fundust fíkniefni sem og skotvopn. Íbúar í húsinu segjast hafa látið lögreglu ítrekað vita af því sem fram fór í íbúðinni. Lögreglunni barst tilkynning um ránið á þriðja tímanum í gær. Lögreglan, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, brást skjótt við og meðal annars vopnaðist hluti lögregluliðsins vegna þessa. „Lögreglan hefur verið hér talsvert undanfarna daga. Þeir mættu kringum fréttatímann sírenulausir á nokkrum bílum og fóru þarna inn,“ segir Jón Hermannsson, íbúi í húsinu gegnt húsinu þar sem hinir handteknu héldu til. Bergþór Óttar Bergþórsson býr í húsinu þar sem handatakan átti sér stað. Dyrabjalla hans hringdi, hann leit fram og þar stóðu sérsveitarmenn gráir fyrir járnum. Skömmu síðar lék allt húsið á reiðiskjálfi að sögn Bergþórs. „Það hefur verið viðvarandi ónæði vegna þessa síðan í september,“ segir Bergþór. „Stundum hefur lögreglan komið hingað nær daglega og stundum oft á dag út af hávaða og alls konar veseni.“ Að sögn Bergþórs eru íbúar í húsinu orðnir langþreyttir á hávaðanum, ónæðinu og óþverranum sem fylgir líferni hinna handteknu og vina þeirra. Lítið sé hins vegar hægt að gera þar sem þeir búi í íbúðinni með leyfi eiganda hennar. „Lögreglan hefur oft komið hingað en á endanum þurft frá að hverfa eftir að hafa verið kjöftuð í kaf af þeim sem þarna eru. Þetta er ákveðinn kjarni, á að giska tíu manns, sem heldur þarna til og það er talsvert um það að fólk komi í íbúðina á öllum tímum sólarhrings. Maður er alveg að gefast upp á þessu.“ Rannsókn málsins er í fullum gangi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Fjórir menn voru handteknir í íbúð á Laugarnesvegi rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Garðabæ á bílastæði í Kauptúni fyrr um daginn. Í íbúðinni fundust fíkniefni sem og skotvopn. Íbúar í húsinu segjast hafa látið lögreglu ítrekað vita af því sem fram fór í íbúðinni. Lögreglunni barst tilkynning um ránið á þriðja tímanum í gær. Lögreglan, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, brást skjótt við og meðal annars vopnaðist hluti lögregluliðsins vegna þessa. „Lögreglan hefur verið hér talsvert undanfarna daga. Þeir mættu kringum fréttatímann sírenulausir á nokkrum bílum og fóru þarna inn,“ segir Jón Hermannsson, íbúi í húsinu gegnt húsinu þar sem hinir handteknu héldu til. Bergþór Óttar Bergþórsson býr í húsinu þar sem handatakan átti sér stað. Dyrabjalla hans hringdi, hann leit fram og þar stóðu sérsveitarmenn gráir fyrir járnum. Skömmu síðar lék allt húsið á reiðiskjálfi að sögn Bergþórs. „Það hefur verið viðvarandi ónæði vegna þessa síðan í september,“ segir Bergþór. „Stundum hefur lögreglan komið hingað nær daglega og stundum oft á dag út af hávaða og alls konar veseni.“ Að sögn Bergþórs eru íbúar í húsinu orðnir langþreyttir á hávaðanum, ónæðinu og óþverranum sem fylgir líferni hinna handteknu og vina þeirra. Lítið sé hins vegar hægt að gera þar sem þeir búi í íbúðinni með leyfi eiganda hennar. „Lögreglan hefur oft komið hingað en á endanum þurft frá að hverfa eftir að hafa verið kjöftuð í kaf af þeim sem þarna eru. Þetta er ákveðinn kjarni, á að giska tíu manns, sem heldur þarna til og það er talsvert um það að fólk komi í íbúðina á öllum tímum sólarhrings. Maður er alveg að gefast upp á þessu.“ Rannsókn málsins er í fullum gangi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40
Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21
Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11