Innlent

Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mennirnir eru taldir hafa hótað öðrum manni með skotvopni áður en þeir rændu hann, en ekki hafa fengist upplýsingar um hvað þeir tóku. Manninn sakaði ekki að sögn lögreglu.
Mennirnir eru taldir hafa hótað öðrum manni með skotvopni áður en þeir rændu hann, en ekki hafa fengist upplýsingar um hvað þeir tóku. Manninn sakaði ekki að sögn lögreglu. Vísir/Eyþór
Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni síðdegis í dag. Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn.

Lögregla segist í tilkynningu ekki geta gefið frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa rænt mann á bílaplaninu við Costco í dag og hótað honum með byssu. Lögreglan og sérsveitin vopnuðust í framhaldinu og hófu leit að mönnunum.


Tengdar fréttir

Talinn hafa hótað manninum með byssu

Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×