Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2017 07:00 Mennirnir eru taldir hafa hótað öðrum manni með skotvopni áður en þeir rændu hann, en ekki hafa fengist upplýsingar um hvað þeir tóku. Manninn sakaði ekki að sögn lögreglu. Vísir/Eyþór Fjórir menn voru handteknir í íbúð á Laugarnesvegi rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Garðabæ á bílastæði í Kauptúni fyrr um daginn. Í íbúðinni fundust fíkniefni sem og skotvopn. Íbúar í húsinu segjast hafa látið lögreglu ítrekað vita af því sem fram fór í íbúðinni. Lögreglunni barst tilkynning um ránið á þriðja tímanum í gær. Lögreglan, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, brást skjótt við og meðal annars vopnaðist hluti lögregluliðsins vegna þessa. „Lögreglan hefur verið hér talsvert undanfarna daga. Þeir mættu kringum fréttatímann sírenulausir á nokkrum bílum og fóru þarna inn,“ segir Jón Hermannsson, íbúi í húsinu gegnt húsinu þar sem hinir handteknu héldu til. Bergþór Óttar Bergþórsson býr í húsinu þar sem handatakan átti sér stað. Dyrabjalla hans hringdi, hann leit fram og þar stóðu sérsveitarmenn gráir fyrir járnum. Skömmu síðar lék allt húsið á reiðiskjálfi að sögn Bergþórs. „Það hefur verið viðvarandi ónæði vegna þessa síðan í september,“ segir Bergþór. „Stundum hefur lögreglan komið hingað nær daglega og stundum oft á dag út af hávaða og alls konar veseni.“ Að sögn Bergþórs eru íbúar í húsinu orðnir langþreyttir á hávaðanum, ónæðinu og óþverranum sem fylgir líferni hinna handteknu og vina þeirra. Lítið sé hins vegar hægt að gera þar sem þeir búi í íbúðinni með leyfi eiganda hennar. „Lögreglan hefur oft komið hingað en á endanum þurft frá að hverfa eftir að hafa verið kjöftuð í kaf af þeim sem þarna eru. Þetta er ákveðinn kjarni, á að giska tíu manns, sem heldur þarna til og það er talsvert um það að fólk komi í íbúðina á öllum tímum sólarhrings. Maður er alveg að gefast upp á þessu.“ Rannsókn málsins er í fullum gangi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Fjórir menn voru handteknir í íbúð á Laugarnesvegi rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Garðabæ á bílastæði í Kauptúni fyrr um daginn. Í íbúðinni fundust fíkniefni sem og skotvopn. Íbúar í húsinu segjast hafa látið lögreglu ítrekað vita af því sem fram fór í íbúðinni. Lögreglunni barst tilkynning um ránið á þriðja tímanum í gær. Lögreglan, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, brást skjótt við og meðal annars vopnaðist hluti lögregluliðsins vegna þessa. „Lögreglan hefur verið hér talsvert undanfarna daga. Þeir mættu kringum fréttatímann sírenulausir á nokkrum bílum og fóru þarna inn,“ segir Jón Hermannsson, íbúi í húsinu gegnt húsinu þar sem hinir handteknu héldu til. Bergþór Óttar Bergþórsson býr í húsinu þar sem handatakan átti sér stað. Dyrabjalla hans hringdi, hann leit fram og þar stóðu sérsveitarmenn gráir fyrir járnum. Skömmu síðar lék allt húsið á reiðiskjálfi að sögn Bergþórs. „Það hefur verið viðvarandi ónæði vegna þessa síðan í september,“ segir Bergþór. „Stundum hefur lögreglan komið hingað nær daglega og stundum oft á dag út af hávaða og alls konar veseni.“ Að sögn Bergþórs eru íbúar í húsinu orðnir langþreyttir á hávaðanum, ónæðinu og óþverranum sem fylgir líferni hinna handteknu og vina þeirra. Lítið sé hins vegar hægt að gera þar sem þeir búi í íbúðinni með leyfi eiganda hennar. „Lögreglan hefur oft komið hingað en á endanum þurft frá að hverfa eftir að hafa verið kjöftuð í kaf af þeim sem þarna eru. Þetta er ákveðinn kjarni, á að giska tíu manns, sem heldur þarna til og það er talsvert um það að fólk komi í íbúðina á öllum tímum sólarhrings. Maður er alveg að gefast upp á þessu.“ Rannsókn málsins er í fullum gangi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40
Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21
Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11