„Skylda mín að standa með almenningi en ekki erlendum stórfyrirtækjum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. apríl 2017 13:30 Björt nefnir fjóra þætti sem þarf að skoða áður en að rekstur verksmiðjunnar geti haldið áfram. Vísir „Ég hef miklar áhyggjur af starfsemi þessarar verksmiðju, og hef haft þær áhyggjur lengi,“ segir Björt Ólafsdóttir Umhverfisráðherra. „Ég hef hvatt Umhverfisstofnun, mína undirstofnun, til þess að beita ítrustu varúð þegar hún er að höndla málefni verksmiðjunnar.“ Skoðun ráðherra er sú að þegar allir vankantar eru skoðaðir og þeir þættir komi saman þurfi greinilega að loka verksmiðjunni tímabundið. Hún nefnir sérstaklega fjóra þætti. „Í fyrsta lagi þarf að útskýra af hverju íbúar í grennd upplifi einkenni sem að mengunarmælingar mæla ekki. Það þarf þá að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Hversu mikilli mengun starfsmenn eru að verða fyrir hverju sinni. Síðan þarf að skoða öryggisaðstæður við þennan bruna í nótt.“Sjá einnig: Eldur á þremur hæðum í Kísilveri United Silicon Þá telur hún að skoða þurfi fjárhag verksmiðjunnar sérstaklega. „Það liggur ljóst fyrir að reksturinn hefur gengið á afturfótunum og United Silicon er augljóslega fjárþurfi,“ segir hún. „Ég hef áhyggjur af því hvort það séu almennir fjárfestar, til dæmis lífeyrissjóðirnir, sem ætli að hlaupa undir bagga þarna. Ef þeir ætla að fjárfesta í fyrirtækinu væri það að mínu viti slæm fjárfesting fyrir lífeyri almennings,“ segir Björt. Átta íslenskir lífeyrissjóðir eru meðal hluthafa í United Silicon. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í fyrra furða sig á að lífeyrissjóðirnir leggi fé í jafn áhættusaman rekstur og kísiliðnað. „Þarna er mikil óvissa og áhættan mikil, þess vegna er ég mjög undrandi á að lífeyrissjóðir séu að taka þátt í þessu,“ sagði hann.Sjá einnig: Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir verðfall Björt segir það þá í höndum Umhverfisstofnunar að fara með lokunarferli verksmiðjunnar komi til þess. „Umhverfisstofnun fer með lokunarheimildir og hefur haldið vel á málum, hefur gætt ítrustu varúðar og verið með verksmiðjuna í hálfgerðri gjörgæslu. Það er svo skylda mín sem stjórnmálamanns og ráðherra að standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum og ég vil styðja Umhverfisstofnun til að beita öllum sínum ráðum til að búa svo um hnútana að þessir þættir sem ég taldi upp áðan verða allir kannaðir áður en að verksmiðjan getur haldið áfram að ganga.“ United Silicon Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
„Ég hef miklar áhyggjur af starfsemi þessarar verksmiðju, og hef haft þær áhyggjur lengi,“ segir Björt Ólafsdóttir Umhverfisráðherra. „Ég hef hvatt Umhverfisstofnun, mína undirstofnun, til þess að beita ítrustu varúð þegar hún er að höndla málefni verksmiðjunnar.“ Skoðun ráðherra er sú að þegar allir vankantar eru skoðaðir og þeir þættir komi saman þurfi greinilega að loka verksmiðjunni tímabundið. Hún nefnir sérstaklega fjóra þætti. „Í fyrsta lagi þarf að útskýra af hverju íbúar í grennd upplifi einkenni sem að mengunarmælingar mæla ekki. Það þarf þá að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Hversu mikilli mengun starfsmenn eru að verða fyrir hverju sinni. Síðan þarf að skoða öryggisaðstæður við þennan bruna í nótt.“Sjá einnig: Eldur á þremur hæðum í Kísilveri United Silicon Þá telur hún að skoða þurfi fjárhag verksmiðjunnar sérstaklega. „Það liggur ljóst fyrir að reksturinn hefur gengið á afturfótunum og United Silicon er augljóslega fjárþurfi,“ segir hún. „Ég hef áhyggjur af því hvort það séu almennir fjárfestar, til dæmis lífeyrissjóðirnir, sem ætli að hlaupa undir bagga þarna. Ef þeir ætla að fjárfesta í fyrirtækinu væri það að mínu viti slæm fjárfesting fyrir lífeyri almennings,“ segir Björt. Átta íslenskir lífeyrissjóðir eru meðal hluthafa í United Silicon. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í fyrra furða sig á að lífeyrissjóðirnir leggi fé í jafn áhættusaman rekstur og kísiliðnað. „Þarna er mikil óvissa og áhættan mikil, þess vegna er ég mjög undrandi á að lífeyrissjóðir séu að taka þátt í þessu,“ sagði hann.Sjá einnig: Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir verðfall Björt segir það þá í höndum Umhverfisstofnunar að fara með lokunarferli verksmiðjunnar komi til þess. „Umhverfisstofnun fer með lokunarheimildir og hefur haldið vel á málum, hefur gætt ítrustu varúðar og verið með verksmiðjuna í hálfgerðri gjörgæslu. Það er svo skylda mín sem stjórnmálamanns og ráðherra að standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum og ég vil styðja Umhverfisstofnun til að beita öllum sínum ráðum til að búa svo um hnútana að þessir þættir sem ég taldi upp áðan verða allir kannaðir áður en að verksmiðjan getur haldið áfram að ganga.“
United Silicon Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira