Varað við nýrri hrinu tölvuárása Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 17:52 Smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi. vísir/getty Ekki hafa borist upplýsingar um tölvuárásir hér á landi líkt og gerðar voru í nokkrum Evrópulöndum í dag. Póst- og fjarskiptastofnun sér hins vegar ástæðu til þess að vara við slíkum árásum og biður fólk um að láta verði það fyrir tölvuárás. Um er að ræða nýtt afbrigði af hugbúnaði sem þekktur er undir nafninu „Petya“. Búnaðurinn hefur herjað á tölvukerfi í nokkrum löndum, svo sem í Danmörku, Bretlandi, Úkraínu og Rússlandi. Spilliforritið er gagnagíslataka þannig að gögn viðkomandi tölvu eru dulkóðuð og krafist er lausnargjalds í skiptum fyrir gögnin. Stofnunin segir að vísbendingar séu um að þetta afbrigði noti sömu smitleið og WannaCry, sem fréttir bárust af í síðasta mánuði, en Microsoft hefur þegar gefið út öryggisuppfærslu sem lokar þeirri smitleið. Á vefsíðu netöryggissveitarinnar CERT-ÍS segir að smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi, en að vitað sé til þess að óværunni hafi verið dreift með viðhengi í tölvupósti. Netöryggissveitin óskar eftir tilkynningum um atvik sem kunna að eiga sér stað á netfangið cert@cert.is. Tölvupóstunum skuli fylgja sem ítarlegastar upplýsingar, til að mynda fjárkúgunarbréf og spillikóða. Þá mælir Póst- og fjarskiptastofnun með að gætt sé að því að:Afritataka sé trygg og regluleg svo viðkvæm gögn tapist ekki í árásum sem þessum. Afrit skal helst geyma þannig að þau séu ekki tengd við tölvur eða net.Stýrikerfi og varnarbúnaður svo sem vírusvarnir séu uppfærð með nýjustu öryggisuppfærslum frá framleiðendum.Að ekki sé smellt á viðhengi eða hlekki sem koma í óumbeðnum tölvupósti, burtséð frá því hvort sendanda sé treyst eða ekki.Ef sýking finnst skal tilkynna það til CERT-ÍSEf tölva reynist sýkt skal taka hana úr sambandi við netið strax, bæði netsnúru og WiFi. Annars er hætt við að hún sýki aðrar tölvur.Mikilvægt er að tilkynna smit til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Vinsamlega sendið tilkynningar á netfangið cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509.Í tilkynningunni komi fram hver varð fyrir árás, hvaða stýrikerfi er um að ræða, hvernig afleiðingarnar lýsa sér í stuttu máli og nafn, sími og tölvupóstur tengiliðar.Vefsíða netöryggissveitarinnar er á www.cert.is . Þar er að finna tæknilegar upplýsingar sem tengjast árásinni,að því er segir á vef Póst- og fjarskiptastofnunar. Tengdar fréttir Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Ekki hafa borist upplýsingar um tölvuárásir hér á landi líkt og gerðar voru í nokkrum Evrópulöndum í dag. Póst- og fjarskiptastofnun sér hins vegar ástæðu til þess að vara við slíkum árásum og biður fólk um að láta verði það fyrir tölvuárás. Um er að ræða nýtt afbrigði af hugbúnaði sem þekktur er undir nafninu „Petya“. Búnaðurinn hefur herjað á tölvukerfi í nokkrum löndum, svo sem í Danmörku, Bretlandi, Úkraínu og Rússlandi. Spilliforritið er gagnagíslataka þannig að gögn viðkomandi tölvu eru dulkóðuð og krafist er lausnargjalds í skiptum fyrir gögnin. Stofnunin segir að vísbendingar séu um að þetta afbrigði noti sömu smitleið og WannaCry, sem fréttir bárust af í síðasta mánuði, en Microsoft hefur þegar gefið út öryggisuppfærslu sem lokar þeirri smitleið. Á vefsíðu netöryggissveitarinnar CERT-ÍS segir að smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi, en að vitað sé til þess að óværunni hafi verið dreift með viðhengi í tölvupósti. Netöryggissveitin óskar eftir tilkynningum um atvik sem kunna að eiga sér stað á netfangið cert@cert.is. Tölvupóstunum skuli fylgja sem ítarlegastar upplýsingar, til að mynda fjárkúgunarbréf og spillikóða. Þá mælir Póst- og fjarskiptastofnun með að gætt sé að því að:Afritataka sé trygg og regluleg svo viðkvæm gögn tapist ekki í árásum sem þessum. Afrit skal helst geyma þannig að þau séu ekki tengd við tölvur eða net.Stýrikerfi og varnarbúnaður svo sem vírusvarnir séu uppfærð með nýjustu öryggisuppfærslum frá framleiðendum.Að ekki sé smellt á viðhengi eða hlekki sem koma í óumbeðnum tölvupósti, burtséð frá því hvort sendanda sé treyst eða ekki.Ef sýking finnst skal tilkynna það til CERT-ÍSEf tölva reynist sýkt skal taka hana úr sambandi við netið strax, bæði netsnúru og WiFi. Annars er hætt við að hún sýki aðrar tölvur.Mikilvægt er að tilkynna smit til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Vinsamlega sendið tilkynningar á netfangið cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509.Í tilkynningunni komi fram hver varð fyrir árás, hvaða stýrikerfi er um að ræða, hvernig afleiðingarnar lýsa sér í stuttu máli og nafn, sími og tölvupóstur tengiliðar.Vefsíða netöryggissveitarinnar er á www.cert.is . Þar er að finna tæknilegar upplýsingar sem tengjast árásinni,að því er segir á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.
Tengdar fréttir Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41