Varað við nýrri hrinu tölvuárása Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 17:52 Smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi. vísir/getty Ekki hafa borist upplýsingar um tölvuárásir hér á landi líkt og gerðar voru í nokkrum Evrópulöndum í dag. Póst- og fjarskiptastofnun sér hins vegar ástæðu til þess að vara við slíkum árásum og biður fólk um að láta verði það fyrir tölvuárás. Um er að ræða nýtt afbrigði af hugbúnaði sem þekktur er undir nafninu „Petya“. Búnaðurinn hefur herjað á tölvukerfi í nokkrum löndum, svo sem í Danmörku, Bretlandi, Úkraínu og Rússlandi. Spilliforritið er gagnagíslataka þannig að gögn viðkomandi tölvu eru dulkóðuð og krafist er lausnargjalds í skiptum fyrir gögnin. Stofnunin segir að vísbendingar séu um að þetta afbrigði noti sömu smitleið og WannaCry, sem fréttir bárust af í síðasta mánuði, en Microsoft hefur þegar gefið út öryggisuppfærslu sem lokar þeirri smitleið. Á vefsíðu netöryggissveitarinnar CERT-ÍS segir að smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi, en að vitað sé til þess að óværunni hafi verið dreift með viðhengi í tölvupósti. Netöryggissveitin óskar eftir tilkynningum um atvik sem kunna að eiga sér stað á netfangið cert@cert.is. Tölvupóstunum skuli fylgja sem ítarlegastar upplýsingar, til að mynda fjárkúgunarbréf og spillikóða. Þá mælir Póst- og fjarskiptastofnun með að gætt sé að því að:Afritataka sé trygg og regluleg svo viðkvæm gögn tapist ekki í árásum sem þessum. Afrit skal helst geyma þannig að þau séu ekki tengd við tölvur eða net.Stýrikerfi og varnarbúnaður svo sem vírusvarnir séu uppfærð með nýjustu öryggisuppfærslum frá framleiðendum.Að ekki sé smellt á viðhengi eða hlekki sem koma í óumbeðnum tölvupósti, burtséð frá því hvort sendanda sé treyst eða ekki.Ef sýking finnst skal tilkynna það til CERT-ÍSEf tölva reynist sýkt skal taka hana úr sambandi við netið strax, bæði netsnúru og WiFi. Annars er hætt við að hún sýki aðrar tölvur.Mikilvægt er að tilkynna smit til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Vinsamlega sendið tilkynningar á netfangið cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509.Í tilkynningunni komi fram hver varð fyrir árás, hvaða stýrikerfi er um að ræða, hvernig afleiðingarnar lýsa sér í stuttu máli og nafn, sími og tölvupóstur tengiliðar.Vefsíða netöryggissveitarinnar er á www.cert.is . Þar er að finna tæknilegar upplýsingar sem tengjast árásinni,að því er segir á vef Póst- og fjarskiptastofnunar. Tengdar fréttir Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Ekki hafa borist upplýsingar um tölvuárásir hér á landi líkt og gerðar voru í nokkrum Evrópulöndum í dag. Póst- og fjarskiptastofnun sér hins vegar ástæðu til þess að vara við slíkum árásum og biður fólk um að láta verði það fyrir tölvuárás. Um er að ræða nýtt afbrigði af hugbúnaði sem þekktur er undir nafninu „Petya“. Búnaðurinn hefur herjað á tölvukerfi í nokkrum löndum, svo sem í Danmörku, Bretlandi, Úkraínu og Rússlandi. Spilliforritið er gagnagíslataka þannig að gögn viðkomandi tölvu eru dulkóðuð og krafist er lausnargjalds í skiptum fyrir gögnin. Stofnunin segir að vísbendingar séu um að þetta afbrigði noti sömu smitleið og WannaCry, sem fréttir bárust af í síðasta mánuði, en Microsoft hefur þegar gefið út öryggisuppfærslu sem lokar þeirri smitleið. Á vefsíðu netöryggissveitarinnar CERT-ÍS segir að smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi, en að vitað sé til þess að óværunni hafi verið dreift með viðhengi í tölvupósti. Netöryggissveitin óskar eftir tilkynningum um atvik sem kunna að eiga sér stað á netfangið cert@cert.is. Tölvupóstunum skuli fylgja sem ítarlegastar upplýsingar, til að mynda fjárkúgunarbréf og spillikóða. Þá mælir Póst- og fjarskiptastofnun með að gætt sé að því að:Afritataka sé trygg og regluleg svo viðkvæm gögn tapist ekki í árásum sem þessum. Afrit skal helst geyma þannig að þau séu ekki tengd við tölvur eða net.Stýrikerfi og varnarbúnaður svo sem vírusvarnir séu uppfærð með nýjustu öryggisuppfærslum frá framleiðendum.Að ekki sé smellt á viðhengi eða hlekki sem koma í óumbeðnum tölvupósti, burtséð frá því hvort sendanda sé treyst eða ekki.Ef sýking finnst skal tilkynna það til CERT-ÍSEf tölva reynist sýkt skal taka hana úr sambandi við netið strax, bæði netsnúru og WiFi. Annars er hætt við að hún sýki aðrar tölvur.Mikilvægt er að tilkynna smit til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Vinsamlega sendið tilkynningar á netfangið cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509.Í tilkynningunni komi fram hver varð fyrir árás, hvaða stýrikerfi er um að ræða, hvernig afleiðingarnar lýsa sér í stuttu máli og nafn, sími og tölvupóstur tengiliðar.Vefsíða netöryggissveitarinnar er á www.cert.is . Þar er að finna tæknilegar upplýsingar sem tengjast árásinni,að því er segir á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.
Tengdar fréttir Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41