Ætlar ekki að segja af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 23:34 Al Franken, þingmaður Demókrata. Vísir/Getty Bandaríski þingmaðurinn Al Franken ætlar ekki að segja af sér en sagðist þó skammast sín fyrir hegðun sína en hann hefur verið sakaður um að káfa á konum og snerta þær á óviðeigandi hátt. Franken er Demókrati og hefur verið þingmaður Minnesota-fylkis frá árinu 2009. Hann veitti blaðamönnum viðtal fyrr í dag, það fyrsta frá því ásakanirnar litu dagsins ljós, þar sem hann sagðist hlakka til að snúa aftur til vinnu á mánudag. „Ég skammast mín. Ég hef brugðist mörgum og vonast til að geta bætt það upp og unnið mér traust þeirra aftur,“ sagði Franken við Minneapolis Star Tribune. Franken var ósáttur við að vera borinn saman við Repúblikann Roy Moore sem hefur verið sakaður um ósæmilega hegðun í garð táningsstúlkna fyrir nokkrum áratugum síðan. „Ég mun axla ábyrgð. Ég mun þurfa að svara fyrir siðanefnd,“ sagði Franken en hegðun annars er til rannsóknar hjá siðanefnd bandaríska þingsins. „Vonandi verður mín rödd í þessu máli að gagni. Ég virði konur. Það sem pirrar mig er að þetta gefur fólki ástæðu til að trúa því að ég virði ekki konur.“ Hann sagðist ekki hafa íhugað afsögn og sagðist ætla að vera afar samvinnuþýður þegar kemur að störfum siðanefndarinnar. Útvarpskonan Leann Tweeden var sú fyrsta til að saka Franken um kynferðislega áreitni. Hún sagði FRanken hafa kysst hana gegn hennar vilja árið 2006 og þá náðist ljósmynd af því þegar hann var með hönd sína yfir bringu hennar á meðan hún svaf. Önnur kona, Lindsay Menz, sagði við fréttastofu CNN að Franken hefði snert á henni rassinn þegar þau voru mynduð saman árið 2010. Franken hefur beðið Tweeden afsökunar en segist ekki muna eftir atvikinu með Menz. Huffington Post birti ásakanir tveggja kvenna á hendur Franken sem sögðu hann hafa snert afturenda þeirra í tveimur aðskildum atvikum. Tengdar fréttir Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Al Franken er nú sakaður um að hafa gripið í rass konu þegar hann var orðinn þingmaður. Hann hafði áður beðið konu afsökunar á atviki sem átti sér stað áður en stjórnmálaferill hans hófst. 20. nóvember 2017 19:07 Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15 Konur Saturday Night Live styðja Franken Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu. 21. nóvember 2017 14:54 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Bandaríski þingmaðurinn Al Franken ætlar ekki að segja af sér en sagðist þó skammast sín fyrir hegðun sína en hann hefur verið sakaður um að káfa á konum og snerta þær á óviðeigandi hátt. Franken er Demókrati og hefur verið þingmaður Minnesota-fylkis frá árinu 2009. Hann veitti blaðamönnum viðtal fyrr í dag, það fyrsta frá því ásakanirnar litu dagsins ljós, þar sem hann sagðist hlakka til að snúa aftur til vinnu á mánudag. „Ég skammast mín. Ég hef brugðist mörgum og vonast til að geta bætt það upp og unnið mér traust þeirra aftur,“ sagði Franken við Minneapolis Star Tribune. Franken var ósáttur við að vera borinn saman við Repúblikann Roy Moore sem hefur verið sakaður um ósæmilega hegðun í garð táningsstúlkna fyrir nokkrum áratugum síðan. „Ég mun axla ábyrgð. Ég mun þurfa að svara fyrir siðanefnd,“ sagði Franken en hegðun annars er til rannsóknar hjá siðanefnd bandaríska þingsins. „Vonandi verður mín rödd í þessu máli að gagni. Ég virði konur. Það sem pirrar mig er að þetta gefur fólki ástæðu til að trúa því að ég virði ekki konur.“ Hann sagðist ekki hafa íhugað afsögn og sagðist ætla að vera afar samvinnuþýður þegar kemur að störfum siðanefndarinnar. Útvarpskonan Leann Tweeden var sú fyrsta til að saka Franken um kynferðislega áreitni. Hún sagði FRanken hafa kysst hana gegn hennar vilja árið 2006 og þá náðist ljósmynd af því þegar hann var með hönd sína yfir bringu hennar á meðan hún svaf. Önnur kona, Lindsay Menz, sagði við fréttastofu CNN að Franken hefði snert á henni rassinn þegar þau voru mynduð saman árið 2010. Franken hefur beðið Tweeden afsökunar en segist ekki muna eftir atvikinu með Menz. Huffington Post birti ásakanir tveggja kvenna á hendur Franken sem sögðu hann hafa snert afturenda þeirra í tveimur aðskildum atvikum.
Tengdar fréttir Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Al Franken er nú sakaður um að hafa gripið í rass konu þegar hann var orðinn þingmaður. Hann hafði áður beðið konu afsökunar á atviki sem átti sér stað áður en stjórnmálaferill hans hófst. 20. nóvember 2017 19:07 Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15 Konur Saturday Night Live styðja Franken Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu. 21. nóvember 2017 14:54 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Al Franken er nú sakaður um að hafa gripið í rass konu þegar hann var orðinn þingmaður. Hann hafði áður beðið konu afsökunar á atviki sem átti sér stað áður en stjórnmálaferill hans hófst. 20. nóvember 2017 19:07
Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15
Konur Saturday Night Live styðja Franken Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu. 21. nóvember 2017 14:54