Oft ódýrara að kaupa stærri skammt af ávanabindandi lyfjum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2017 19:30 Embætti landlæknis hefur sent velferðarráðuneytinu erindi vegna verðs á ávanabindandi lyfjum en í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni. Læknir hjá embættinu segir það hafa áhyggjur enda auðveldara að misnota lyfin sé þeim ávísað í stærri skömmtum en nauðsyn ber til. Samkvæmt lyfjaverðskrá má sjá að í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni af ávanabindandi lyfjum. „Skýrasta dæmið er Imovane, sem er mest notaða svefnlyfiðáÍslandi, og þá kostar þrjátíu stykkja pakkning færri krónur (1534 krónur) heldur en tíu stykkja pakkning (1563 krónur). Þetta er lyf sem er ætlað til skammtímanotkunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis. Þannig er nokkuð ódýrara að kaupa þrjátíu stykki af lyfinu en tíu stykki. Þetta á við um fleiri ávanabindandi lyf. Til dæmis er hver tafla ódýrari því stærri skammtur sem keyptur er af verkjalyfinu Tramadol en tuttugu stykki kosta 1540 krónur á meðan hundrað stykki kosta aðeins 1679 krónur. „Við höfum áhyggjur af þessu því mörg af þessum lyfjum eru mikið notuð, í stórum skömmtum og í langan tíma og meira en góðu hófi gegnir og meira en í nágrannalöndunum okkar,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að læknar deili þessum áhyggjum og hafi margsinnið kvartað til embættisins enda vilji þeir ekki gefa eins stóra skammta og einstaklingar biðja þá um. „Þeir eru undir þrýstingi frá skólstæðingum sínum varðandi þessi atriði og þeim finnst þeir eiga erfitt með að neita þegar þeir eru beðnir um stærri pakkningu vegna þess aðþað sparar sjúklingnum pening. Þetta stuðlar beinlínis að ofnotkun og misnotkun að okkar mati,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að embættið hafi nú reynt að bregðast við meðþví að senda erindi til velferðarráðuneytisins. Það er þó ekki í fyrsta skipti sem embættið reynir að bregðast við en fyrir nokkru var haldinn fundur með lyfjagreiðslunefnd vegna málsins. „Þar sem við bendum áþá skoðun okkur aðþegar um er að ræða ávanabindandi lyf þá ætti einingaverð að vera það sama óháð pakningastærðþannig það sé ekki, eins og núna er, hvati til aðávísa og nota stærri pakningar heldur en minni,“ segir Magnús. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Embætti landlæknis hefur sent velferðarráðuneytinu erindi vegna verðs á ávanabindandi lyfjum en í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni. Læknir hjá embættinu segir það hafa áhyggjur enda auðveldara að misnota lyfin sé þeim ávísað í stærri skömmtum en nauðsyn ber til. Samkvæmt lyfjaverðskrá má sjá að í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni af ávanabindandi lyfjum. „Skýrasta dæmið er Imovane, sem er mest notaða svefnlyfiðáÍslandi, og þá kostar þrjátíu stykkja pakkning færri krónur (1534 krónur) heldur en tíu stykkja pakkning (1563 krónur). Þetta er lyf sem er ætlað til skammtímanotkunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis. Þannig er nokkuð ódýrara að kaupa þrjátíu stykki af lyfinu en tíu stykki. Þetta á við um fleiri ávanabindandi lyf. Til dæmis er hver tafla ódýrari því stærri skammtur sem keyptur er af verkjalyfinu Tramadol en tuttugu stykki kosta 1540 krónur á meðan hundrað stykki kosta aðeins 1679 krónur. „Við höfum áhyggjur af þessu því mörg af þessum lyfjum eru mikið notuð, í stórum skömmtum og í langan tíma og meira en góðu hófi gegnir og meira en í nágrannalöndunum okkar,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að læknar deili þessum áhyggjum og hafi margsinnið kvartað til embættisins enda vilji þeir ekki gefa eins stóra skammta og einstaklingar biðja þá um. „Þeir eru undir þrýstingi frá skólstæðingum sínum varðandi þessi atriði og þeim finnst þeir eiga erfitt með að neita þegar þeir eru beðnir um stærri pakkningu vegna þess aðþað sparar sjúklingnum pening. Þetta stuðlar beinlínis að ofnotkun og misnotkun að okkar mati,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að embættið hafi nú reynt að bregðast við meðþví að senda erindi til velferðarráðuneytisins. Það er þó ekki í fyrsta skipti sem embættið reynir að bregðast við en fyrir nokkru var haldinn fundur með lyfjagreiðslunefnd vegna málsins. „Þar sem við bendum áþá skoðun okkur aðþegar um er að ræða ávanabindandi lyf þá ætti einingaverð að vera það sama óháð pakningastærðþannig það sé ekki, eins og núna er, hvati til aðávísa og nota stærri pakningar heldur en minni,“ segir Magnús.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira