Oft ódýrara að kaupa stærri skammt af ávanabindandi lyfjum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2017 19:30 Embætti landlæknis hefur sent velferðarráðuneytinu erindi vegna verðs á ávanabindandi lyfjum en í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni. Læknir hjá embættinu segir það hafa áhyggjur enda auðveldara að misnota lyfin sé þeim ávísað í stærri skömmtum en nauðsyn ber til. Samkvæmt lyfjaverðskrá má sjá að í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni af ávanabindandi lyfjum. „Skýrasta dæmið er Imovane, sem er mest notaða svefnlyfiðáÍslandi, og þá kostar þrjátíu stykkja pakkning færri krónur (1534 krónur) heldur en tíu stykkja pakkning (1563 krónur). Þetta er lyf sem er ætlað til skammtímanotkunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis. Þannig er nokkuð ódýrara að kaupa þrjátíu stykki af lyfinu en tíu stykki. Þetta á við um fleiri ávanabindandi lyf. Til dæmis er hver tafla ódýrari því stærri skammtur sem keyptur er af verkjalyfinu Tramadol en tuttugu stykki kosta 1540 krónur á meðan hundrað stykki kosta aðeins 1679 krónur. „Við höfum áhyggjur af þessu því mörg af þessum lyfjum eru mikið notuð, í stórum skömmtum og í langan tíma og meira en góðu hófi gegnir og meira en í nágrannalöndunum okkar,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að læknar deili þessum áhyggjum og hafi margsinnið kvartað til embættisins enda vilji þeir ekki gefa eins stóra skammta og einstaklingar biðja þá um. „Þeir eru undir þrýstingi frá skólstæðingum sínum varðandi þessi atriði og þeim finnst þeir eiga erfitt með að neita þegar þeir eru beðnir um stærri pakkningu vegna þess aðþað sparar sjúklingnum pening. Þetta stuðlar beinlínis að ofnotkun og misnotkun að okkar mati,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að embættið hafi nú reynt að bregðast við meðþví að senda erindi til velferðarráðuneytisins. Það er þó ekki í fyrsta skipti sem embættið reynir að bregðast við en fyrir nokkru var haldinn fundur með lyfjagreiðslunefnd vegna málsins. „Þar sem við bendum áþá skoðun okkur aðþegar um er að ræða ávanabindandi lyf þá ætti einingaverð að vera það sama óháð pakningastærðþannig það sé ekki, eins og núna er, hvati til aðávísa og nota stærri pakningar heldur en minni,“ segir Magnús. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Embætti landlæknis hefur sent velferðarráðuneytinu erindi vegna verðs á ávanabindandi lyfjum en í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni. Læknir hjá embættinu segir það hafa áhyggjur enda auðveldara að misnota lyfin sé þeim ávísað í stærri skömmtum en nauðsyn ber til. Samkvæmt lyfjaverðskrá má sjá að í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni af ávanabindandi lyfjum. „Skýrasta dæmið er Imovane, sem er mest notaða svefnlyfiðáÍslandi, og þá kostar þrjátíu stykkja pakkning færri krónur (1534 krónur) heldur en tíu stykkja pakkning (1563 krónur). Þetta er lyf sem er ætlað til skammtímanotkunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis. Þannig er nokkuð ódýrara að kaupa þrjátíu stykki af lyfinu en tíu stykki. Þetta á við um fleiri ávanabindandi lyf. Til dæmis er hver tafla ódýrari því stærri skammtur sem keyptur er af verkjalyfinu Tramadol en tuttugu stykki kosta 1540 krónur á meðan hundrað stykki kosta aðeins 1679 krónur. „Við höfum áhyggjur af þessu því mörg af þessum lyfjum eru mikið notuð, í stórum skömmtum og í langan tíma og meira en góðu hófi gegnir og meira en í nágrannalöndunum okkar,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að læknar deili þessum áhyggjum og hafi margsinnið kvartað til embættisins enda vilji þeir ekki gefa eins stóra skammta og einstaklingar biðja þá um. „Þeir eru undir þrýstingi frá skólstæðingum sínum varðandi þessi atriði og þeim finnst þeir eiga erfitt með að neita þegar þeir eru beðnir um stærri pakkningu vegna þess aðþað sparar sjúklingnum pening. Þetta stuðlar beinlínis að ofnotkun og misnotkun að okkar mati,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að embættið hafi nú reynt að bregðast við meðþví að senda erindi til velferðarráðuneytisins. Það er þó ekki í fyrsta skipti sem embættið reynir að bregðast við en fyrir nokkru var haldinn fundur með lyfjagreiðslunefnd vegna málsins. „Þar sem við bendum áþá skoðun okkur aðþegar um er að ræða ávanabindandi lyf þá ætti einingaverð að vera það sama óháð pakningastærðþannig það sé ekki, eins og núna er, hvati til aðávísa og nota stærri pakningar heldur en minni,“ segir Magnús.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira