Breska félagið AMS kafar eftir þýska gullinu í Minden á næstu dögum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Hin meinta fjársjóðskista í Minden var mynduð úr fjarstýrðum kafbát í apríl á þessu ári. „Landhelgisgæslu Íslands hefur borist tilkynning frá Advanced Marine Services Ltd. um að á næstu dögum hefjist framkvæmdir við skipsflakið Minden,“ segir í svari Landhelgisgæslunnar til Fréttablaðsins. Umhverfisstofnun veitti í gær lögmanni breska félagsins Advanced Marine Services sjö daga frest til að færa rök fyrir því hvers vegna stofnunin eigi ekki að veita Fréttablaðinu aðgang að upplýsingum um hvenær félagið hyggst ná verðmætum úr flutningaskipinu Minden. Er spurst var fyrir hjá Umhverfisstofnun kom í ljós að umboðsmaður AMS sendi stofnuninni bréf 9. nóvember um upphaf aðgerða. Er þar krafist að bréfið sé undanskilið upplýsingarétti upplýsingalaga. Umhverfisstofnun veitti í október AMS starfsleyfi til að rjúfa gat á Minden og gildir leyfið til 1. maí á næsta ári. Þar sem AMS bar að tilkynna með sjö daga fyrirvara um leiðangur sinn gæti aðgerðin hafa byrjað strax í gær og þar með verið lokið áður en Umhverfisstofnun næði að taka ákvörðun um aðgang að fyrrnefndu skjali. Engin svör fást frá umboðsmanni AMS hérlendis.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. vísir/GVA„Já, samkvæmt ákvæði starfsleyfis sem gerir ráð fyrir tilkynningu að minnsta kosti viku fyrir er ljóst – þar sem við höfum þá skyldu að veita þeim sjö daga andmælafrest – að framkvæmdinni gæti verið lokið áður en við náum að taka ákvörðun,“ svarar Kristín Linda Árnadóttir, forstöðumaður Umhverfisstofnunar. „Það kemur fram í bréfinu hvenær þeir ætla að fara en bréfið sjálft í heild sinni telja þeir vera undanþegið upplýsingaskyldu og þar með getum við auðvitað ekki tjáð okkur um efni þess eins og sakir standa,“ útskýrir forstjórinn. Fram hefur komið að AMS telur að í skáp í Minden leynist gull. Gætu þar verið gríðarleg auðævi. Þjóðverjar sökktu þessu flutningaskipi sínu sjálfir í september 1939 til að forða því undan Bretum. Flakið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur undan strönd Íslands. Kristín Linda segir AMS skylt að gefa Umhverfisstofnun skýrslu og upplýsingar, meðal annars um magn og gerð þeirra hluta sem teknir verða úr Minden. „Og að sjálfsögðu verðum við í samstarfi við Landhelgisgæsluna sem verður með skipið í vöktun á framkvæmdatíma,“ segir forstjórinn. „Að svo stöddu áformar Landhelgisgæslan ekki sérstakan viðbúnað, umfram þann sem kveðið er á um í starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá því í október,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Frá því var greint í Fréttablaðinu 5. október að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd AG hafði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst sig eiganda að flaki Minden og öllu sem í því kann að vera. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
„Landhelgisgæslu Íslands hefur borist tilkynning frá Advanced Marine Services Ltd. um að á næstu dögum hefjist framkvæmdir við skipsflakið Minden,“ segir í svari Landhelgisgæslunnar til Fréttablaðsins. Umhverfisstofnun veitti í gær lögmanni breska félagsins Advanced Marine Services sjö daga frest til að færa rök fyrir því hvers vegna stofnunin eigi ekki að veita Fréttablaðinu aðgang að upplýsingum um hvenær félagið hyggst ná verðmætum úr flutningaskipinu Minden. Er spurst var fyrir hjá Umhverfisstofnun kom í ljós að umboðsmaður AMS sendi stofnuninni bréf 9. nóvember um upphaf aðgerða. Er þar krafist að bréfið sé undanskilið upplýsingarétti upplýsingalaga. Umhverfisstofnun veitti í október AMS starfsleyfi til að rjúfa gat á Minden og gildir leyfið til 1. maí á næsta ári. Þar sem AMS bar að tilkynna með sjö daga fyrirvara um leiðangur sinn gæti aðgerðin hafa byrjað strax í gær og þar með verið lokið áður en Umhverfisstofnun næði að taka ákvörðun um aðgang að fyrrnefndu skjali. Engin svör fást frá umboðsmanni AMS hérlendis.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. vísir/GVA„Já, samkvæmt ákvæði starfsleyfis sem gerir ráð fyrir tilkynningu að minnsta kosti viku fyrir er ljóst – þar sem við höfum þá skyldu að veita þeim sjö daga andmælafrest – að framkvæmdinni gæti verið lokið áður en við náum að taka ákvörðun,“ svarar Kristín Linda Árnadóttir, forstöðumaður Umhverfisstofnunar. „Það kemur fram í bréfinu hvenær þeir ætla að fara en bréfið sjálft í heild sinni telja þeir vera undanþegið upplýsingaskyldu og þar með getum við auðvitað ekki tjáð okkur um efni þess eins og sakir standa,“ útskýrir forstjórinn. Fram hefur komið að AMS telur að í skáp í Minden leynist gull. Gætu þar verið gríðarleg auðævi. Þjóðverjar sökktu þessu flutningaskipi sínu sjálfir í september 1939 til að forða því undan Bretum. Flakið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur undan strönd Íslands. Kristín Linda segir AMS skylt að gefa Umhverfisstofnun skýrslu og upplýsingar, meðal annars um magn og gerð þeirra hluta sem teknir verða úr Minden. „Og að sjálfsögðu verðum við í samstarfi við Landhelgisgæsluna sem verður með skipið í vöktun á framkvæmdatíma,“ segir forstjórinn. „Að svo stöddu áformar Landhelgisgæslan ekki sérstakan viðbúnað, umfram þann sem kveðið er á um í starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá því í október,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Frá því var greint í Fréttablaðinu 5. október að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd AG hafði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst sig eiganda að flaki Minden og öllu sem í því kann að vera.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira