Breska félagið AMS kafar eftir þýska gullinu í Minden á næstu dögum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Hin meinta fjársjóðskista í Minden var mynduð úr fjarstýrðum kafbát í apríl á þessu ári. „Landhelgisgæslu Íslands hefur borist tilkynning frá Advanced Marine Services Ltd. um að á næstu dögum hefjist framkvæmdir við skipsflakið Minden,“ segir í svari Landhelgisgæslunnar til Fréttablaðsins. Umhverfisstofnun veitti í gær lögmanni breska félagsins Advanced Marine Services sjö daga frest til að færa rök fyrir því hvers vegna stofnunin eigi ekki að veita Fréttablaðinu aðgang að upplýsingum um hvenær félagið hyggst ná verðmætum úr flutningaskipinu Minden. Er spurst var fyrir hjá Umhverfisstofnun kom í ljós að umboðsmaður AMS sendi stofnuninni bréf 9. nóvember um upphaf aðgerða. Er þar krafist að bréfið sé undanskilið upplýsingarétti upplýsingalaga. Umhverfisstofnun veitti í október AMS starfsleyfi til að rjúfa gat á Minden og gildir leyfið til 1. maí á næsta ári. Þar sem AMS bar að tilkynna með sjö daga fyrirvara um leiðangur sinn gæti aðgerðin hafa byrjað strax í gær og þar með verið lokið áður en Umhverfisstofnun næði að taka ákvörðun um aðgang að fyrrnefndu skjali. Engin svör fást frá umboðsmanni AMS hérlendis.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. vísir/GVA„Já, samkvæmt ákvæði starfsleyfis sem gerir ráð fyrir tilkynningu að minnsta kosti viku fyrir er ljóst – þar sem við höfum þá skyldu að veita þeim sjö daga andmælafrest – að framkvæmdinni gæti verið lokið áður en við náum að taka ákvörðun,“ svarar Kristín Linda Árnadóttir, forstöðumaður Umhverfisstofnunar. „Það kemur fram í bréfinu hvenær þeir ætla að fara en bréfið sjálft í heild sinni telja þeir vera undanþegið upplýsingaskyldu og þar með getum við auðvitað ekki tjáð okkur um efni þess eins og sakir standa,“ útskýrir forstjórinn. Fram hefur komið að AMS telur að í skáp í Minden leynist gull. Gætu þar verið gríðarleg auðævi. Þjóðverjar sökktu þessu flutningaskipi sínu sjálfir í september 1939 til að forða því undan Bretum. Flakið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur undan strönd Íslands. Kristín Linda segir AMS skylt að gefa Umhverfisstofnun skýrslu og upplýsingar, meðal annars um magn og gerð þeirra hluta sem teknir verða úr Minden. „Og að sjálfsögðu verðum við í samstarfi við Landhelgisgæsluna sem verður með skipið í vöktun á framkvæmdatíma,“ segir forstjórinn. „Að svo stöddu áformar Landhelgisgæslan ekki sérstakan viðbúnað, umfram þann sem kveðið er á um í starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá því í október,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Frá því var greint í Fréttablaðinu 5. október að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd AG hafði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst sig eiganda að flaki Minden og öllu sem í því kann að vera. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Landhelgisgæslu Íslands hefur borist tilkynning frá Advanced Marine Services Ltd. um að á næstu dögum hefjist framkvæmdir við skipsflakið Minden,“ segir í svari Landhelgisgæslunnar til Fréttablaðsins. Umhverfisstofnun veitti í gær lögmanni breska félagsins Advanced Marine Services sjö daga frest til að færa rök fyrir því hvers vegna stofnunin eigi ekki að veita Fréttablaðinu aðgang að upplýsingum um hvenær félagið hyggst ná verðmætum úr flutningaskipinu Minden. Er spurst var fyrir hjá Umhverfisstofnun kom í ljós að umboðsmaður AMS sendi stofnuninni bréf 9. nóvember um upphaf aðgerða. Er þar krafist að bréfið sé undanskilið upplýsingarétti upplýsingalaga. Umhverfisstofnun veitti í október AMS starfsleyfi til að rjúfa gat á Minden og gildir leyfið til 1. maí á næsta ári. Þar sem AMS bar að tilkynna með sjö daga fyrirvara um leiðangur sinn gæti aðgerðin hafa byrjað strax í gær og þar með verið lokið áður en Umhverfisstofnun næði að taka ákvörðun um aðgang að fyrrnefndu skjali. Engin svör fást frá umboðsmanni AMS hérlendis.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. vísir/GVA„Já, samkvæmt ákvæði starfsleyfis sem gerir ráð fyrir tilkynningu að minnsta kosti viku fyrir er ljóst – þar sem við höfum þá skyldu að veita þeim sjö daga andmælafrest – að framkvæmdinni gæti verið lokið áður en við náum að taka ákvörðun,“ svarar Kristín Linda Árnadóttir, forstöðumaður Umhverfisstofnunar. „Það kemur fram í bréfinu hvenær þeir ætla að fara en bréfið sjálft í heild sinni telja þeir vera undanþegið upplýsingaskyldu og þar með getum við auðvitað ekki tjáð okkur um efni þess eins og sakir standa,“ útskýrir forstjórinn. Fram hefur komið að AMS telur að í skáp í Minden leynist gull. Gætu þar verið gríðarleg auðævi. Þjóðverjar sökktu þessu flutningaskipi sínu sjálfir í september 1939 til að forða því undan Bretum. Flakið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur undan strönd Íslands. Kristín Linda segir AMS skylt að gefa Umhverfisstofnun skýrslu og upplýsingar, meðal annars um magn og gerð þeirra hluta sem teknir verða úr Minden. „Og að sjálfsögðu verðum við í samstarfi við Landhelgisgæsluna sem verður með skipið í vöktun á framkvæmdatíma,“ segir forstjórinn. „Að svo stöddu áformar Landhelgisgæslan ekki sérstakan viðbúnað, umfram þann sem kveðið er á um í starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá því í október,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Frá því var greint í Fréttablaðinu 5. október að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd AG hafði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst sig eiganda að flaki Minden og öllu sem í því kann að vera.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira