Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að tveir öflugir leikmenn snúa aftur um helgina.
Manchester United mætir Newcastle á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni á morgun og þeir Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba eru báðir í leikmannahópnum.
Zlatan Ibrahimovic hefur ekki spilað á tímabilinu en hann sleit krossband undir lok síðasta tímabils sem var hans fyrsta með liðinu.
Paul Pogba tognaði aftan í læri í Evrópuleik á móti Basel í september og hefur ekkert spilað síðan. Pogba var með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum á tímabilinu þar sem United fékk 10 stig af 12 mögulegum.
Hinn 36 ára gamli Zlatan Ibrahimovic var með kominn með 28 mörk og 10 stoðsendingar í 46 leikjum í öllum keppnum þegar hann meiddist í Evrópuleik á móti Anderlecht 20. apríl síðastliðinn.
Varnarmaðurinn Marcos Rojo kemur líka inn en hann hefur ekkert spilað á þessu tímabili þar sem hann hefur verið að ná sér af krossbandsmeiðslum.
Stuðningsmenn Manchestser United bíða örugglega spenntir eftir að sjá þá Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba aftur inn á vellinum en liðið hefur verrið að gefa eftir að undanförnu eftir mjög góða byrjun. Þessi liðstyrkur kemur sér því vel.
Zlatan og Pogba verða báðir með United á morgun
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Partey ákærður fyrir nauðgun
Fótbolti


Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota
Íslenski boltinn

Átta mánaða gamall með Íslandi á EM
Fótbolti
