Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Theresa May fyrir utan Downing-stræti 10 í gær. vísir/epa Íhaldsflokkurinn mun hefja kosningabaráttu með nokkuð öruggt forskot á aðra flokka. Þetta sýna skoðanakannanir síðustu vikna. Munurinn nú er sambærilegur við þann sem Margaret Thatcher hafði fyrir stórsigur Íhaldsflokksins í kosningunum 1983. Breska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort samþykkja beri tillögu Theresu May forsætisráðherra um að ganga til kosninga 8. júní næstkomandi. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja tillöguna til að af kosningum verði. Forsætisráðherrann tilkynnti þessa ætlun sína á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti 10 í gærmorgun. May tók við af David Cameron í kjölfar þess að niðurstaða Brexit lá fyrir. Með kosningunum nú vonast hún til þess að fá skýrt umboð Breta til að semja um skilmála útgöngu þeirra úr ESB. „Við þurfum þingkosningar og við þurfum þær núna. Við höfum þetta tækifæri áður en samningaviðræðurnar fara á fullt,“ sagði May. Áður hafði hún sagt að ekki væri ástæða til að kjósa fyrr en kjörtímabilið rynni sitt skeið árið 2020. Kosningar fóru síðast fram í landinu árið 2015. Hlaut Íhaldsflokkurinn tæp 37 prósent atkvæða en rúmlega helming þingsæta. Verkamannaflokkurinn fék rúm 30 prósent og ríflega þriðjung þingsæta. Sökum þess hvernig úthlutun þingsæta er háttað, í einmenningskjördæmunum svokölluðu, þarf fylgi á landsvísu ekki að endurspeglast í þingmannafjölda. Skoski þjóðarflokkurinn fékk til að mynda tæp fimm prósent atkvæða en níu prósent þingmanna. Í nýjustu skoðanakönnunum mælist fylgi Íhaldsflokksins um 43 prósent meðan Verkamannaflokkurinn hefur um fjórðungsfylgi. Hefur hann ekki mælst með svo lítið fylgi síðan Gordon Brown var forsætisráðherra landsins. Einhverjir vilja meina að Íhaldsflokkurinn sé að nýta sér stöðu sína í könnunum með því að boða til kosninga nú. Hafa orð á borð við „valdarán“ og „ólýðræðislega tilburði“ verið notuð í því samhengi. Næsta víst þykir að tillagan um kosningarnar verði samþykkt. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lét hafa eftir sér að flokkurinn fagnaði því að breska þjóðin fengi tækifæri til að velja sér forystu sem hefði hagsmuni hennar í fyrirrúmi. „Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands,“ segir í yfirlýsingu frá Corbyn. Þar kom einnig fram að flokkurinn myndi kjósa með tillögunni. Því er ljóst að samþykki þingsins liggur fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mun hefja kosningabaráttu með nokkuð öruggt forskot á aðra flokka. Þetta sýna skoðanakannanir síðustu vikna. Munurinn nú er sambærilegur við þann sem Margaret Thatcher hafði fyrir stórsigur Íhaldsflokksins í kosningunum 1983. Breska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort samþykkja beri tillögu Theresu May forsætisráðherra um að ganga til kosninga 8. júní næstkomandi. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja tillöguna til að af kosningum verði. Forsætisráðherrann tilkynnti þessa ætlun sína á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti 10 í gærmorgun. May tók við af David Cameron í kjölfar þess að niðurstaða Brexit lá fyrir. Með kosningunum nú vonast hún til þess að fá skýrt umboð Breta til að semja um skilmála útgöngu þeirra úr ESB. „Við þurfum þingkosningar og við þurfum þær núna. Við höfum þetta tækifæri áður en samningaviðræðurnar fara á fullt,“ sagði May. Áður hafði hún sagt að ekki væri ástæða til að kjósa fyrr en kjörtímabilið rynni sitt skeið árið 2020. Kosningar fóru síðast fram í landinu árið 2015. Hlaut Íhaldsflokkurinn tæp 37 prósent atkvæða en rúmlega helming þingsæta. Verkamannaflokkurinn fék rúm 30 prósent og ríflega þriðjung þingsæta. Sökum þess hvernig úthlutun þingsæta er háttað, í einmenningskjördæmunum svokölluðu, þarf fylgi á landsvísu ekki að endurspeglast í þingmannafjölda. Skoski þjóðarflokkurinn fékk til að mynda tæp fimm prósent atkvæða en níu prósent þingmanna. Í nýjustu skoðanakönnunum mælist fylgi Íhaldsflokksins um 43 prósent meðan Verkamannaflokkurinn hefur um fjórðungsfylgi. Hefur hann ekki mælst með svo lítið fylgi síðan Gordon Brown var forsætisráðherra landsins. Einhverjir vilja meina að Íhaldsflokkurinn sé að nýta sér stöðu sína í könnunum með því að boða til kosninga nú. Hafa orð á borð við „valdarán“ og „ólýðræðislega tilburði“ verið notuð í því samhengi. Næsta víst þykir að tillagan um kosningarnar verði samþykkt. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lét hafa eftir sér að flokkurinn fagnaði því að breska þjóðin fengi tækifæri til að velja sér forystu sem hefði hagsmuni hennar í fyrirrúmi. „Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands,“ segir í yfirlýsingu frá Corbyn. Þar kom einnig fram að flokkurinn myndi kjósa með tillögunni. Því er ljóst að samþykki þingsins liggur fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00
Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00
Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09