Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2017 12:09 Jeremy Corbyn og Nicola Sturgeon á fundi í Frakklandi í fyrra. Vísir/getty Á annað þúsund manns gengu til liðs við breska Frjálslynda flokkinn á fyrsta klukkutímanum eftir að Theresa May tilkynnti um sumarkosningarnar í Bretlandi, þremur árum á undan áætlun. Telja forsvarsmenn flokksins þetta vera til marks um að breska kjósendur þyrsti í að hverfa frá áformum um „hart Brexit“ eins og allt stefni í undir forystu Íhaldsflokksins. „Skráningum hefur stórfjölgað og hafa meðlimir ekki verið fleiri á þessari öld,“ segir í tilkynningu frá flokknum.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Forseti flokksins, Sal Brinton, segir í sömu tilkynningu; „Þetta er tíminn fyrir frjálslynda til að standa saman og það er einmit það sem fólk um allt land er að gera. Fjölgunin í flokknum staðfestir að litið er á Frjálslynda flokkinn sem hina raunverulegu andstöðu við þessa íhaldssömu Brexit-ríkisstjórn. Meðan Theresa May reynir að kljúfa þjóðina eru frjálslyndir þeir einu sem berjast fyrir opnu, umburðarlyndu og sameinuðu Bretlandi,“ segir forsetinn í tilkynningunni.We've gained 1000 members in the last hour. This election is your chance to change the direction of our country. pic.twitter.com/8IWDxXA0A1— Lib Dem Press Office (@LibDemPress) April 18, 2017 Tónninn ákveðinn Þrátt fyrir að stutt sé liðið frá tilkynningunni og þó svo að hún hafi komið alveg flatt upp á Verkamannaflokkinn (sem hélt neyðarfund í morgun að blaðamannafundi May loknum) er ljóst að orðræða stjórnarandstæðinga fyrir kosningarnar er farin að taka á sig mynd. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins og nú forseti Frjálslynda flokksins hafa öll talað á svipuðum nótum í morgun. Forsætisráðherrann hafi það eitt að markmiði að þröngva Bretum í gegnum hart, sársaukafullt Brexit meðan flokkur hennar nýtur yfirburðafylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Sjá einnig: Jeremy Corbyn til í slaginn í sumar Nýjasta könnun YouGov sýnir Íhaldsflokkinn njóta 44% stuðnings, Verkamannaflokkurinn er með 23%, frjálslyndir með 12% og aðrir minna. Þá telur helmingur Breta að Theresa May sé sá leiðtogi stjórnmálaflokks sem sé best til þess fallinn að gegna embætti forsætisráðherra.With the PM calling a general election for 8 June, here's YouGov's most recent voting intentionCon - 44%Lab - 23%LD - 12%UKIP - 10% pic.twitter.com/t6v36qPSrn— YouGov (@YouGov) April 18, 2017 Í þessu ljósi sé því varla hægt að ræða um kosningar í sumar, eðlilegra væri að tala um valdarán eins og einn álitsgjafi Guardian orðar það. Þrátt fyrir það hafa allir fyrrnefndu flokkarnir sagst styðja hugmyndina um kosningar í sumar.Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að kosningabaráttan verði hörð og reglulega áhugaverð. Þá muni úrslit frönsku forsetakosninganna einnig geta haft töluverð áhrif á niðurstöður sumarkosninganna í Bretlandi. Ef þjóðernissinninn og Evrópusambandsandstæðingurinn Marine Le Pen stendur uppi sem sigurvegari gera álitsgjafar sterklega ráð fyrir að það muni gefa Theresu May og félögum byr undir báða vængi. Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Á annað þúsund manns gengu til liðs við breska Frjálslynda flokkinn á fyrsta klukkutímanum eftir að Theresa May tilkynnti um sumarkosningarnar í Bretlandi, þremur árum á undan áætlun. Telja forsvarsmenn flokksins þetta vera til marks um að breska kjósendur þyrsti í að hverfa frá áformum um „hart Brexit“ eins og allt stefni í undir forystu Íhaldsflokksins. „Skráningum hefur stórfjölgað og hafa meðlimir ekki verið fleiri á þessari öld,“ segir í tilkynningu frá flokknum.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Forseti flokksins, Sal Brinton, segir í sömu tilkynningu; „Þetta er tíminn fyrir frjálslynda til að standa saman og það er einmit það sem fólk um allt land er að gera. Fjölgunin í flokknum staðfestir að litið er á Frjálslynda flokkinn sem hina raunverulegu andstöðu við þessa íhaldssömu Brexit-ríkisstjórn. Meðan Theresa May reynir að kljúfa þjóðina eru frjálslyndir þeir einu sem berjast fyrir opnu, umburðarlyndu og sameinuðu Bretlandi,“ segir forsetinn í tilkynningunni.We've gained 1000 members in the last hour. This election is your chance to change the direction of our country. pic.twitter.com/8IWDxXA0A1— Lib Dem Press Office (@LibDemPress) April 18, 2017 Tónninn ákveðinn Þrátt fyrir að stutt sé liðið frá tilkynningunni og þó svo að hún hafi komið alveg flatt upp á Verkamannaflokkinn (sem hélt neyðarfund í morgun að blaðamannafundi May loknum) er ljóst að orðræða stjórnarandstæðinga fyrir kosningarnar er farin að taka á sig mynd. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins og nú forseti Frjálslynda flokksins hafa öll talað á svipuðum nótum í morgun. Forsætisráðherrann hafi það eitt að markmiði að þröngva Bretum í gegnum hart, sársaukafullt Brexit meðan flokkur hennar nýtur yfirburðafylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Sjá einnig: Jeremy Corbyn til í slaginn í sumar Nýjasta könnun YouGov sýnir Íhaldsflokkinn njóta 44% stuðnings, Verkamannaflokkurinn er með 23%, frjálslyndir með 12% og aðrir minna. Þá telur helmingur Breta að Theresa May sé sá leiðtogi stjórnmálaflokks sem sé best til þess fallinn að gegna embætti forsætisráðherra.With the PM calling a general election for 8 June, here's YouGov's most recent voting intentionCon - 44%Lab - 23%LD - 12%UKIP - 10% pic.twitter.com/t6v36qPSrn— YouGov (@YouGov) April 18, 2017 Í þessu ljósi sé því varla hægt að ræða um kosningar í sumar, eðlilegra væri að tala um valdarán eins og einn álitsgjafi Guardian orðar það. Þrátt fyrir það hafa allir fyrrnefndu flokkarnir sagst styðja hugmyndina um kosningar í sumar.Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að kosningabaráttan verði hörð og reglulega áhugaverð. Þá muni úrslit frönsku forsetakosninganna einnig geta haft töluverð áhrif á niðurstöður sumarkosninganna í Bretlandi. Ef þjóðernissinninn og Evrópusambandsandstæðingurinn Marine Le Pen stendur uppi sem sigurvegari gera álitsgjafar sterklega ráð fyrir að það muni gefa Theresu May og félögum byr undir báða vængi.
Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00
Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55