Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Theresa May fyrir utan Downing-stræti 10 í gær. vísir/epa Íhaldsflokkurinn mun hefja kosningabaráttu með nokkuð öruggt forskot á aðra flokka. Þetta sýna skoðanakannanir síðustu vikna. Munurinn nú er sambærilegur við þann sem Margaret Thatcher hafði fyrir stórsigur Íhaldsflokksins í kosningunum 1983. Breska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort samþykkja beri tillögu Theresu May forsætisráðherra um að ganga til kosninga 8. júní næstkomandi. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja tillöguna til að af kosningum verði. Forsætisráðherrann tilkynnti þessa ætlun sína á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti 10 í gærmorgun. May tók við af David Cameron í kjölfar þess að niðurstaða Brexit lá fyrir. Með kosningunum nú vonast hún til þess að fá skýrt umboð Breta til að semja um skilmála útgöngu þeirra úr ESB. „Við þurfum þingkosningar og við þurfum þær núna. Við höfum þetta tækifæri áður en samningaviðræðurnar fara á fullt,“ sagði May. Áður hafði hún sagt að ekki væri ástæða til að kjósa fyrr en kjörtímabilið rynni sitt skeið árið 2020. Kosningar fóru síðast fram í landinu árið 2015. Hlaut Íhaldsflokkurinn tæp 37 prósent atkvæða en rúmlega helming þingsæta. Verkamannaflokkurinn fék rúm 30 prósent og ríflega þriðjung þingsæta. Sökum þess hvernig úthlutun þingsæta er háttað, í einmenningskjördæmunum svokölluðu, þarf fylgi á landsvísu ekki að endurspeglast í þingmannafjölda. Skoski þjóðarflokkurinn fékk til að mynda tæp fimm prósent atkvæða en níu prósent þingmanna. Í nýjustu skoðanakönnunum mælist fylgi Íhaldsflokksins um 43 prósent meðan Verkamannaflokkurinn hefur um fjórðungsfylgi. Hefur hann ekki mælst með svo lítið fylgi síðan Gordon Brown var forsætisráðherra landsins. Einhverjir vilja meina að Íhaldsflokkurinn sé að nýta sér stöðu sína í könnunum með því að boða til kosninga nú. Hafa orð á borð við „valdarán“ og „ólýðræðislega tilburði“ verið notuð í því samhengi. Næsta víst þykir að tillagan um kosningarnar verði samþykkt. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lét hafa eftir sér að flokkurinn fagnaði því að breska þjóðin fengi tækifæri til að velja sér forystu sem hefði hagsmuni hennar í fyrirrúmi. „Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands,“ segir í yfirlýsingu frá Corbyn. Þar kom einnig fram að flokkurinn myndi kjósa með tillögunni. Því er ljóst að samþykki þingsins liggur fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mun hefja kosningabaráttu með nokkuð öruggt forskot á aðra flokka. Þetta sýna skoðanakannanir síðustu vikna. Munurinn nú er sambærilegur við þann sem Margaret Thatcher hafði fyrir stórsigur Íhaldsflokksins í kosningunum 1983. Breska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort samþykkja beri tillögu Theresu May forsætisráðherra um að ganga til kosninga 8. júní næstkomandi. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja tillöguna til að af kosningum verði. Forsætisráðherrann tilkynnti þessa ætlun sína á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti 10 í gærmorgun. May tók við af David Cameron í kjölfar þess að niðurstaða Brexit lá fyrir. Með kosningunum nú vonast hún til þess að fá skýrt umboð Breta til að semja um skilmála útgöngu þeirra úr ESB. „Við þurfum þingkosningar og við þurfum þær núna. Við höfum þetta tækifæri áður en samningaviðræðurnar fara á fullt,“ sagði May. Áður hafði hún sagt að ekki væri ástæða til að kjósa fyrr en kjörtímabilið rynni sitt skeið árið 2020. Kosningar fóru síðast fram í landinu árið 2015. Hlaut Íhaldsflokkurinn tæp 37 prósent atkvæða en rúmlega helming þingsæta. Verkamannaflokkurinn fék rúm 30 prósent og ríflega þriðjung þingsæta. Sökum þess hvernig úthlutun þingsæta er háttað, í einmenningskjördæmunum svokölluðu, þarf fylgi á landsvísu ekki að endurspeglast í þingmannafjölda. Skoski þjóðarflokkurinn fékk til að mynda tæp fimm prósent atkvæða en níu prósent þingmanna. Í nýjustu skoðanakönnunum mælist fylgi Íhaldsflokksins um 43 prósent meðan Verkamannaflokkurinn hefur um fjórðungsfylgi. Hefur hann ekki mælst með svo lítið fylgi síðan Gordon Brown var forsætisráðherra landsins. Einhverjir vilja meina að Íhaldsflokkurinn sé að nýta sér stöðu sína í könnunum með því að boða til kosninga nú. Hafa orð á borð við „valdarán“ og „ólýðræðislega tilburði“ verið notuð í því samhengi. Næsta víst þykir að tillagan um kosningarnar verði samþykkt. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lét hafa eftir sér að flokkurinn fagnaði því að breska þjóðin fengi tækifæri til að velja sér forystu sem hefði hagsmuni hennar í fyrirrúmi. „Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands,“ segir í yfirlýsingu frá Corbyn. Þar kom einnig fram að flokkurinn myndi kjósa með tillögunni. Því er ljóst að samþykki þingsins liggur fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00
Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00
Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09