Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Theresa May fyrir utan Downing-stræti 10 í gær. vísir/epa Íhaldsflokkurinn mun hefja kosningabaráttu með nokkuð öruggt forskot á aðra flokka. Þetta sýna skoðanakannanir síðustu vikna. Munurinn nú er sambærilegur við þann sem Margaret Thatcher hafði fyrir stórsigur Íhaldsflokksins í kosningunum 1983. Breska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort samþykkja beri tillögu Theresu May forsætisráðherra um að ganga til kosninga 8. júní næstkomandi. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja tillöguna til að af kosningum verði. Forsætisráðherrann tilkynnti þessa ætlun sína á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti 10 í gærmorgun. May tók við af David Cameron í kjölfar þess að niðurstaða Brexit lá fyrir. Með kosningunum nú vonast hún til þess að fá skýrt umboð Breta til að semja um skilmála útgöngu þeirra úr ESB. „Við þurfum þingkosningar og við þurfum þær núna. Við höfum þetta tækifæri áður en samningaviðræðurnar fara á fullt,“ sagði May. Áður hafði hún sagt að ekki væri ástæða til að kjósa fyrr en kjörtímabilið rynni sitt skeið árið 2020. Kosningar fóru síðast fram í landinu árið 2015. Hlaut Íhaldsflokkurinn tæp 37 prósent atkvæða en rúmlega helming þingsæta. Verkamannaflokkurinn fék rúm 30 prósent og ríflega þriðjung þingsæta. Sökum þess hvernig úthlutun þingsæta er háttað, í einmenningskjördæmunum svokölluðu, þarf fylgi á landsvísu ekki að endurspeglast í þingmannafjölda. Skoski þjóðarflokkurinn fékk til að mynda tæp fimm prósent atkvæða en níu prósent þingmanna. Í nýjustu skoðanakönnunum mælist fylgi Íhaldsflokksins um 43 prósent meðan Verkamannaflokkurinn hefur um fjórðungsfylgi. Hefur hann ekki mælst með svo lítið fylgi síðan Gordon Brown var forsætisráðherra landsins. Einhverjir vilja meina að Íhaldsflokkurinn sé að nýta sér stöðu sína í könnunum með því að boða til kosninga nú. Hafa orð á borð við „valdarán“ og „ólýðræðislega tilburði“ verið notuð í því samhengi. Næsta víst þykir að tillagan um kosningarnar verði samþykkt. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lét hafa eftir sér að flokkurinn fagnaði því að breska þjóðin fengi tækifæri til að velja sér forystu sem hefði hagsmuni hennar í fyrirrúmi. „Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands,“ segir í yfirlýsingu frá Corbyn. Þar kom einnig fram að flokkurinn myndi kjósa með tillögunni. Því er ljóst að samþykki þingsins liggur fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mun hefja kosningabaráttu með nokkuð öruggt forskot á aðra flokka. Þetta sýna skoðanakannanir síðustu vikna. Munurinn nú er sambærilegur við þann sem Margaret Thatcher hafði fyrir stórsigur Íhaldsflokksins í kosningunum 1983. Breska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort samþykkja beri tillögu Theresu May forsætisráðherra um að ganga til kosninga 8. júní næstkomandi. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja tillöguna til að af kosningum verði. Forsætisráðherrann tilkynnti þessa ætlun sína á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti 10 í gærmorgun. May tók við af David Cameron í kjölfar þess að niðurstaða Brexit lá fyrir. Með kosningunum nú vonast hún til þess að fá skýrt umboð Breta til að semja um skilmála útgöngu þeirra úr ESB. „Við þurfum þingkosningar og við þurfum þær núna. Við höfum þetta tækifæri áður en samningaviðræðurnar fara á fullt,“ sagði May. Áður hafði hún sagt að ekki væri ástæða til að kjósa fyrr en kjörtímabilið rynni sitt skeið árið 2020. Kosningar fóru síðast fram í landinu árið 2015. Hlaut Íhaldsflokkurinn tæp 37 prósent atkvæða en rúmlega helming þingsæta. Verkamannaflokkurinn fék rúm 30 prósent og ríflega þriðjung þingsæta. Sökum þess hvernig úthlutun þingsæta er háttað, í einmenningskjördæmunum svokölluðu, þarf fylgi á landsvísu ekki að endurspeglast í þingmannafjölda. Skoski þjóðarflokkurinn fékk til að mynda tæp fimm prósent atkvæða en níu prósent þingmanna. Í nýjustu skoðanakönnunum mælist fylgi Íhaldsflokksins um 43 prósent meðan Verkamannaflokkurinn hefur um fjórðungsfylgi. Hefur hann ekki mælst með svo lítið fylgi síðan Gordon Brown var forsætisráðherra landsins. Einhverjir vilja meina að Íhaldsflokkurinn sé að nýta sér stöðu sína í könnunum með því að boða til kosninga nú. Hafa orð á borð við „valdarán“ og „ólýðræðislega tilburði“ verið notuð í því samhengi. Næsta víst þykir að tillagan um kosningarnar verði samþykkt. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lét hafa eftir sér að flokkurinn fagnaði því að breska þjóðin fengi tækifæri til að velja sér forystu sem hefði hagsmuni hennar í fyrirrúmi. „Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands,“ segir í yfirlýsingu frá Corbyn. Þar kom einnig fram að flokkurinn myndi kjósa með tillögunni. Því er ljóst að samþykki þingsins liggur fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00
Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00
Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09