Enski boltinn

Cardiff mistókst að koma sér í toppsætið | Hörður ónotaður varamaður

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Einar var ekki með Cardiff í dag
Aron Einar var ekki með Cardiff í dag vísir/getty
Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í ensku B-deildinni í dag en enginn Íslendingur kom þó við sögu að þessu sinni.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er að jafna sig af meiðslum og var ekki í leikmannahópi Cardiff sem gerði markalaust jafntefli við Millwall á heimavelli. Cardiff er í 3.sæti deildarinnar en hefði með sigri skotið sér á toppinn í deildinni þar sem Wolves tapaði fyrir QPR.

Jón Daði Böðvarsson glímir sömuleiðis við meiðsli og var ekki í leikmannahópi Reading sem tapaði fyrir Middlesbrough á heimavelli, 0-2.

Þá sat Hörður Björgvin Magnússon allan tímann á varamannabekk Bristol City þegar liðið vann 1-2 útisigur á Sunderland á Leikvangi ljóssins. Sunderland, sem féll úr úrvalsdeildinni í fyrra, situr nú í næstneðsta sæti B-deildarinnar.

Fjórði Íslendingurinn, Birkir Bjarnason, á leik á morgun þegar Aston Villa heimsækir Birmingham í borgarslag.

Úrslit dagsins

Sheffield Wednesday 1-1 Barnsley

Burton Albion 1-2 Ipswich Town

Cardiff City 0-0 Millwall

Fulham 1-1 Bolton Wanderers

Norwich City 1-2 Derby County

Preston North End 2-3 Brentford

QPR 2-1 Wolverhampton Wanderers

Reading 0-2 Middlesbrough

Sunderland 1-2 Bristol City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×