Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2017 17:55 Suu Kyi er talin raunverulegur leiðtogi Búrma þó að að nafninu til sé hún utanríkisráðherra. Vísir/AFP Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota í Búrma gagnrýnir friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi, fyrir að halda ekki hlífiskildi yfir rohingjafólki. Tugir þúsunda þeirra hafa flúið ofsóknir í landinu. Her Búrma hefur beitt fólk sem tilheyrir rohingjaættbálkinum hörku eftir árásir uppreisnarmanna úr þeirra röðum á lögreglustöðvar nýlega. Sögur fara af því að hermenn brenni þorp og ráðist á óbreytta borgara. Suu Kyi er utanríkisráðherra Búrma en lög landsins banna henni að gegna embætti forseta. Hún er engu að síður talin raunverulegur þjóðarleiðtogi Búrma.Herinn heldur enn verulegum völdumYanghee Lee, sendifulltrúi SÞ, gagnrýnir Suu Kyi fyrir aðgerðaleysi og segir ástandið í Rakhine-héraði grafalvarlegt og að hún verði að grípa í taumana, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. SÞ áætla að 87.000 rohingjar hafi nú flúið yfir landamærin til Bangaldess frá því að herferð hersins hófst. „Raunverulegi leiðtoginn verður að grípa inn í, við því búumst við af öllum ríkisstjórnum, að verja alla innan lögsögu þeirra,“ sagði Lee. Herinn réði ríkjum í Búrma í áratugi en hann heldur enn umtalsverðum völdum í landinu. Þannig heldur hann fjórðungi sæta á þjóðþinginu. Um milljón rohingja búa í Búrma en meirihluti þeirra er múslimar. Ættbálkurinn hefur sætt ofsóknum í Búrma. Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Nærri 20.000 flúið á viku Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi. 31. ágúst 2017 07:00 Fjögur hundruð Rohingjar drepnir í Mjanmar Ofbeldið í Rakhine-héraði í landinu fer nú stigvaxandi. 1. september 2017 08:27 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota í Búrma gagnrýnir friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi, fyrir að halda ekki hlífiskildi yfir rohingjafólki. Tugir þúsunda þeirra hafa flúið ofsóknir í landinu. Her Búrma hefur beitt fólk sem tilheyrir rohingjaættbálkinum hörku eftir árásir uppreisnarmanna úr þeirra röðum á lögreglustöðvar nýlega. Sögur fara af því að hermenn brenni þorp og ráðist á óbreytta borgara. Suu Kyi er utanríkisráðherra Búrma en lög landsins banna henni að gegna embætti forseta. Hún er engu að síður talin raunverulegur þjóðarleiðtogi Búrma.Herinn heldur enn verulegum völdumYanghee Lee, sendifulltrúi SÞ, gagnrýnir Suu Kyi fyrir aðgerðaleysi og segir ástandið í Rakhine-héraði grafalvarlegt og að hún verði að grípa í taumana, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. SÞ áætla að 87.000 rohingjar hafi nú flúið yfir landamærin til Bangaldess frá því að herferð hersins hófst. „Raunverulegi leiðtoginn verður að grípa inn í, við því búumst við af öllum ríkisstjórnum, að verja alla innan lögsögu þeirra,“ sagði Lee. Herinn réði ríkjum í Búrma í áratugi en hann heldur enn umtalsverðum völdum í landinu. Þannig heldur hann fjórðungi sæta á þjóðþinginu. Um milljón rohingja búa í Búrma en meirihluti þeirra er múslimar. Ættbálkurinn hefur sætt ofsóknum í Búrma.
Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Nærri 20.000 flúið á viku Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi. 31. ágúst 2017 07:00 Fjögur hundruð Rohingjar drepnir í Mjanmar Ofbeldið í Rakhine-héraði í landinu fer nú stigvaxandi. 1. september 2017 08:27 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Nærri 20.000 flúið á viku Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi. 31. ágúst 2017 07:00
Fjögur hundruð Rohingjar drepnir í Mjanmar Ofbeldið í Rakhine-héraði í landinu fer nú stigvaxandi. 1. september 2017 08:27