Erlent

Ellen Page sakar Brett Ratner um fordóma og áreitni

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Page kom út úr skápnum árið 2014.
Page kom út úr skápnum árið 2014. Vísir/AFP
Leikkonan Ellen Page segir að Brett Ratner hafi áreitt hana þegar þau unnu saman að gerð myndarinnar „X-Men: The Last Stand“ árið 2006 sökum kynhneigðar hennar.

Ellen skrifaði færslu á Facebook síðu sinni í dag þar sem hún talar um hegðun leikstjórans. „Hann leit á konu sem stóð við hliðina á mér og sagði að hún þyrfti að ríða mér til að láta mig átta mig á að ég væri samkynhneigð,“ skrifaði Ellen. Leikkonan var átján ára þegar myndin var tekin upp og segir hún að þetta hafi ekki verið einsdæmi hjá leikstjóranum.

Page kom út úr skápnum árið 2014 en vissi þó fyrir það að hún væri samkynhneigð. Segir hún að Brett hafi stöðugt látið hana líða illa sökum kynhneigðar hennar. Þá á hann að hafa sagt niðrandi hluti um konur ítrekað á meðan á gerð myndarinnar stóð.

Fyrir viku sökuðu sex konur Brett um kynferðislega áreitni.  L.A. Times tók saman sögur sex kvenna, þar á meðal leikkvennanna Olivia Munn og Natasha Henstridge, sem sökuðu leikstjórann um ágenga, hrottalega og óæskilega kynferðislega hegðun. Olivia Munn sagðist til að mynda hafa heimsótt Ratner á tökustað myndarinnar After the Sunset árið 2004 þar sem hann fróaði sér fyrir framan hana á meðan hann hélt á rækjukokteil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×